„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 12:51 Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar. Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. Kolbrún H. Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar keyptu ferðina til Egyptalands frá Úrvali-Útsýn og greiddu fyrir hana um eina milljón króna. Í samtali við Vísi segir hún að um draumaferðina hafi verið að ræða, svona „once in a lifetime“ ferð. Fyrir þó nokkru síðan var þó ljóst að ekkert yrði af ferðinni vegna kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þau fóru þá í það að fá ferðina endurgreidda. Í lok mars fengu þau svar um að ferðin yrði endurgreidd og það tæki um tvær vikur að ljúka því ferli. Skömmu síðar fengu þau þær upplýsingar að ferlið tæki sex til tíu vikur. Óvissa eftir að frumvarp um inneignarnótur var kynnt í gær Í gær var svo nýtt frumvarp kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Kolbrún og maður hennar eru því í nokkurri óvissu um hvort þau fá endurgreiðsluna eða hvort þau fái inneignarnótu, sem þau vilja helst ekki sjá. „Við er enginn banki fyrir ferðaskrifstofur. Maður hefur fullan skilning á stöðunni en ég meina það þarf ekki að mikið að gerast hjá manni sjálfum. Maður er enginn útlánastofnun,“ segir Kolbrún. Ekki hlutverk neytandans að standa undir ferðaskrifstofum Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert. Kolbrún telur hins vegar að það sé ekki hlutverk neytandans að halda þessum fyrirtækjum gangandi. „Ef að ríkið vill standa undir þessum ferðafyrirtækjum þá geta þeir gert það. Það er ekki fólksins í landinu að gera það. Þetta er ekki okkar hlutverk. Við eigum öll um sárt að binda núna. Ég er til dæmis verktaki. Ef að ég þarf að fara í sóttkví verð ég launalaus. Þess vegna munar okkur mikið um þennan pening,“ segir Kolbrún. Þá hafi hún ekki mikinn áhuga á inneignarnótu þar sem að þau hjónin hafi valið að fara til Egyptalands en með inneignarnótu séu þau háð vöruframboði ferðaskrifstofunnar síðar meir, og ekki víst að draumaferðin standi þeim til boða. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. Kolbrún H. Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar keyptu ferðina til Egyptalands frá Úrvali-Útsýn og greiddu fyrir hana um eina milljón króna. Í samtali við Vísi segir hún að um draumaferðina hafi verið að ræða, svona „once in a lifetime“ ferð. Fyrir þó nokkru síðan var þó ljóst að ekkert yrði af ferðinni vegna kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þau fóru þá í það að fá ferðina endurgreidda. Í lok mars fengu þau svar um að ferðin yrði endurgreidd og það tæki um tvær vikur að ljúka því ferli. Skömmu síðar fengu þau þær upplýsingar að ferlið tæki sex til tíu vikur. Óvissa eftir að frumvarp um inneignarnótur var kynnt í gær Í gær var svo nýtt frumvarp kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Kolbrún og maður hennar eru því í nokkurri óvissu um hvort þau fá endurgreiðsluna eða hvort þau fái inneignarnótu, sem þau vilja helst ekki sjá. „Við er enginn banki fyrir ferðaskrifstofur. Maður hefur fullan skilning á stöðunni en ég meina það þarf ekki að mikið að gerast hjá manni sjálfum. Maður er enginn útlánastofnun,“ segir Kolbrún. Ekki hlutverk neytandans að standa undir ferðaskrifstofum Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert. Kolbrún telur hins vegar að það sé ekki hlutverk neytandans að halda þessum fyrirtækjum gangandi. „Ef að ríkið vill standa undir þessum ferðafyrirtækjum þá geta þeir gert það. Það er ekki fólksins í landinu að gera það. Þetta er ekki okkar hlutverk. Við eigum öll um sárt að binda núna. Ég er til dæmis verktaki. Ef að ég þarf að fara í sóttkví verð ég launalaus. Þess vegna munar okkur mikið um þennan pening,“ segir Kolbrún. Þá hafi hún ekki mikinn áhuga á inneignarnótu þar sem að þau hjónin hafi valið að fara til Egyptalands en með inneignarnótu séu þau háð vöruframboði ferðaskrifstofunnar síðar meir, og ekki víst að draumaferðin standi þeim til boða.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira