„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 12:51 Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar. Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. Kolbrún H. Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar keyptu ferðina til Egyptalands frá Úrvali-Útsýn og greiddu fyrir hana um eina milljón króna. Í samtali við Vísi segir hún að um draumaferðina hafi verið að ræða, svona „once in a lifetime“ ferð. Fyrir þó nokkru síðan var þó ljóst að ekkert yrði af ferðinni vegna kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þau fóru þá í það að fá ferðina endurgreidda. Í lok mars fengu þau svar um að ferðin yrði endurgreidd og það tæki um tvær vikur að ljúka því ferli. Skömmu síðar fengu þau þær upplýsingar að ferlið tæki sex til tíu vikur. Óvissa eftir að frumvarp um inneignarnótur var kynnt í gær Í gær var svo nýtt frumvarp kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Kolbrún og maður hennar eru því í nokkurri óvissu um hvort þau fá endurgreiðsluna eða hvort þau fái inneignarnótu, sem þau vilja helst ekki sjá. „Við er enginn banki fyrir ferðaskrifstofur. Maður hefur fullan skilning á stöðunni en ég meina það þarf ekki að mikið að gerast hjá manni sjálfum. Maður er enginn útlánastofnun,“ segir Kolbrún. Ekki hlutverk neytandans að standa undir ferðaskrifstofum Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert. Kolbrún telur hins vegar að það sé ekki hlutverk neytandans að halda þessum fyrirtækjum gangandi. „Ef að ríkið vill standa undir þessum ferðafyrirtækjum þá geta þeir gert það. Það er ekki fólksins í landinu að gera það. Þetta er ekki okkar hlutverk. Við eigum öll um sárt að binda núna. Ég er til dæmis verktaki. Ef að ég þarf að fara í sóttkví verð ég launalaus. Þess vegna munar okkur mikið um þennan pening,“ segir Kolbrún. Þá hafi hún ekki mikinn áhuga á inneignarnótu þar sem að þau hjónin hafi valið að fara til Egyptalands en með inneignarnótu séu þau háð vöruframboði ferðaskrifstofunnar síðar meir, og ekki víst að draumaferðin standi þeim til boða. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. Kolbrún H. Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar keyptu ferðina til Egyptalands frá Úrvali-Útsýn og greiddu fyrir hana um eina milljón króna. Í samtali við Vísi segir hún að um draumaferðina hafi verið að ræða, svona „once in a lifetime“ ferð. Fyrir þó nokkru síðan var þó ljóst að ekkert yrði af ferðinni vegna kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þau fóru þá í það að fá ferðina endurgreidda. Í lok mars fengu þau svar um að ferðin yrði endurgreidd og það tæki um tvær vikur að ljúka því ferli. Skömmu síðar fengu þau þær upplýsingar að ferlið tæki sex til tíu vikur. Óvissa eftir að frumvarp um inneignarnótur var kynnt í gær Í gær var svo nýtt frumvarp kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Kolbrún og maður hennar eru því í nokkurri óvissu um hvort þau fá endurgreiðsluna eða hvort þau fái inneignarnótu, sem þau vilja helst ekki sjá. „Við er enginn banki fyrir ferðaskrifstofur. Maður hefur fullan skilning á stöðunni en ég meina það þarf ekki að mikið að gerast hjá manni sjálfum. Maður er enginn útlánastofnun,“ segir Kolbrún. Ekki hlutverk neytandans að standa undir ferðaskrifstofum Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert. Kolbrún telur hins vegar að það sé ekki hlutverk neytandans að halda þessum fyrirtækjum gangandi. „Ef að ríkið vill standa undir þessum ferðafyrirtækjum þá geta þeir gert það. Það er ekki fólksins í landinu að gera það. Þetta er ekki okkar hlutverk. Við eigum öll um sárt að binda núna. Ég er til dæmis verktaki. Ef að ég þarf að fara í sóttkví verð ég launalaus. Þess vegna munar okkur mikið um þennan pening,“ segir Kolbrún. Þá hafi hún ekki mikinn áhuga á inneignarnótu þar sem að þau hjónin hafi valið að fara til Egyptalands en með inneignarnótu séu þau háð vöruframboði ferðaskrifstofunnar síðar meir, og ekki víst að draumaferðin standi þeim til boða.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira