Damir varð vitni að heimilisofbeldi: „Hræddur að þetta yrði verra ef ég segði frá þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2020 12:37 Damir hefur leikið með Breiðabliki síðan 2014. vísir/bára Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, er í viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um heimilisofbeldi sem hann og móðir hans urðu fyrir af hendi stjúpföður hans. Damir fluttist hingað til lands frá Serbíu ásamt móður sinni þegar hann var tíu ára gamall. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Damir var þriggja ára. Eftir 2-3 ár á Íslandi flutti kærasti móður hans til þeirra. „Ég held ég hafi fyrst orðið vitni af heimilisofbeldi þegar ég var 15-16 ára. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér,“ sagði Damir í Miðjunni. „Þetta var gróft. Kærastinn hennar hafði alveg tekið í mig þegar ég var yngri. En ég hélt þessu inni í mér. Ég þorði aldrei að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu.“ Damir segist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera í aðstæðum sem þessum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera og hvort ég ætti að segja frá þessu. Ég var hræddur að þetta yrði verra ef ég segði einhverjum frá þessu,“ sagði Damir. „Ég held ég hafi verið tvítugur þegar ég sagði fyrst frá þessu, þá bróður mömmu.“ Damir segist hafa fengið nóg þegar hann var tvítugur. „Ég spurði mömmu alltaf út í þetta en hún sagði aldrei frá þessu og harkaði allt af sér. Hún var þannig. Hún var í þremur vinnum bara svo ég gæti átt gott líf og kvartaði aldrei,“ sagði Damir. „Þegar ég var tvítugur kom ég heim og þá hafði þetta verið í gangi í lengri tíma. Mamma sagði mér frá þessu og þá urðu slagsmál á heimilinu milli mín og mannsins. Það fauk í mig og mér fannst ég þurfa að taka á þessu. Ég fékk nóg.“ Damir segir að móðir sín og maðurinn hefðu búið saman í um tíu ár. Damir segist ekki hafa litið á manninn sem ígildi föðurs. „Eftir þetta voru samskipti okkar aldrei góð. Ég leit aldrei á hann sem mann sem var að koma inn í mitt líf sem faðir eða föðurímynd. Alltaf þegar ég fór í heimsókn talaði ég aldrei við hann. Ég fór bara því mig langaði að sjá móður mína,“ sagði Damir en móðir hans lést 2017. Hlusta má á viðtalið við Damir í Miðjunni með því að smella hér. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar. Pepsi Max-deild karla Heimilisofbeldi Breiðablik Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, er í viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um heimilisofbeldi sem hann og móðir hans urðu fyrir af hendi stjúpföður hans. Damir fluttist hingað til lands frá Serbíu ásamt móður sinni þegar hann var tíu ára gamall. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Damir var þriggja ára. Eftir 2-3 ár á Íslandi flutti kærasti móður hans til þeirra. „Ég held ég hafi fyrst orðið vitni af heimilisofbeldi þegar ég var 15-16 ára. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér,“ sagði Damir í Miðjunni. „Þetta var gróft. Kærastinn hennar hafði alveg tekið í mig þegar ég var yngri. En ég hélt þessu inni í mér. Ég þorði aldrei að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu.“ Damir segist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera í aðstæðum sem þessum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera og hvort ég ætti að segja frá þessu. Ég var hræddur að þetta yrði verra ef ég segði einhverjum frá þessu,“ sagði Damir. „Ég held ég hafi verið tvítugur þegar ég sagði fyrst frá þessu, þá bróður mömmu.“ Damir segist hafa fengið nóg þegar hann var tvítugur. „Ég spurði mömmu alltaf út í þetta en hún sagði aldrei frá þessu og harkaði allt af sér. Hún var þannig. Hún var í þremur vinnum bara svo ég gæti átt gott líf og kvartaði aldrei,“ sagði Damir. „Þegar ég var tvítugur kom ég heim og þá hafði þetta verið í gangi í lengri tíma. Mamma sagði mér frá þessu og þá urðu slagsmál á heimilinu milli mín og mannsins. Það fauk í mig og mér fannst ég þurfa að taka á þessu. Ég fékk nóg.“ Damir segir að móðir sín og maðurinn hefðu búið saman í um tíu ár. Damir segist ekki hafa litið á manninn sem ígildi föðurs. „Eftir þetta voru samskipti okkar aldrei góð. Ég leit aldrei á hann sem mann sem var að koma inn í mitt líf sem faðir eða föðurímynd. Alltaf þegar ég fór í heimsókn talaði ég aldrei við hann. Ég fór bara því mig langaði að sjá móður mína,“ sagði Damir en móðir hans lést 2017. Hlusta má á viðtalið við Damir í Miðjunni með því að smella hér. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Pepsi Max-deild karla Heimilisofbeldi Breiðablik Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira