Kveikt í gaskútum á opnum svæðum á Selfossi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2020 10:23 Slökkviliðið á Selfossi brást við útkallinu Vísir/Jóhann K. Lögreglu- og slökkviliðsmenn settu sig í nokkra hættu í nótt þegar þeir slökktu í gaskútum sem kveikt hafði verið í á fjórum stöðum á Selfossi og rétt utan bæjarins. Lögregla telur málið tengjast því að nokkuð hefur borið á því að gaskútum hafi verið stolið af gasgrillum íbúa á Selfossi. Athygli er vakin á þessu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi þar sem segir að ljóst sé að veruleg hætta hafi skapast af þessu, þar sem töluverð sprengihætta geti myndast þegar kveikt er í gaskútum. Í samtali við Vísi segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að lögreglan veðji á að stuldurinn á gaskútunum og íkveikjurnar tengist, og að málið sé litið alvarlegum augum. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki að viðgangist,“ segir Oddur en kveikt var í gaskútunum á opnum svæðum. Lögreglan, slökkvilið og gangandi vegfarandi komu að slökkvistörfum. „Þeir sem að slökkvistarfi komu settu sig í töluverða hættu við það að nálgast kútana og þó eldarnir hafi verið kveiktir á berangri getur orðið gríðarlegt eldhaf þegar og ef kútur gefur sig,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar. Biðlað er til allra þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um málið að setja sig í samband við lögreglunna á Suðurlandi í síma 444-2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða í gegnum Facebook. https://www.facebook.com/logreglasudurland/posts/2761140803994389 Lögreglumál Slökkvilið Árborg Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Lögreglu- og slökkviliðsmenn settu sig í nokkra hættu í nótt þegar þeir slökktu í gaskútum sem kveikt hafði verið í á fjórum stöðum á Selfossi og rétt utan bæjarins. Lögregla telur málið tengjast því að nokkuð hefur borið á því að gaskútum hafi verið stolið af gasgrillum íbúa á Selfossi. Athygli er vakin á þessu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi þar sem segir að ljóst sé að veruleg hætta hafi skapast af þessu, þar sem töluverð sprengihætta geti myndast þegar kveikt er í gaskútum. Í samtali við Vísi segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að lögreglan veðji á að stuldurinn á gaskútunum og íkveikjurnar tengist, og að málið sé litið alvarlegum augum. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki að viðgangist,“ segir Oddur en kveikt var í gaskútunum á opnum svæðum. Lögreglan, slökkvilið og gangandi vegfarandi komu að slökkvistörfum. „Þeir sem að slökkvistarfi komu settu sig í töluverða hættu við það að nálgast kútana og þó eldarnir hafi verið kveiktir á berangri getur orðið gríðarlegt eldhaf þegar og ef kútur gefur sig,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar. Biðlað er til allra þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um málið að setja sig í samband við lögreglunna á Suðurlandi í síma 444-2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða í gegnum Facebook. https://www.facebook.com/logreglasudurland/posts/2761140803994389
Lögreglumál Slökkvilið Árborg Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira