„Frábær tímasetning og tækifæri fyrir félög að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 15:00 Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari U21. vísir/bára Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, vonast til þess að íslensk félög sjái tækifæri á tímum kórónuveirunnar og láti yngri og efnilegri leikmenn fá enn meiri tækifæri en þeir hafa fengið nú þegar. Arnar Þór, sem einnig stýrir U21-árs landsliði Íslands, var í viðtali við Fótbolti.net í morgun. Í viðtalinu fer Arnar meðal annars yfir það hvort að einhver jákvæð teikn sé á lofti þrátt fyrir veiruna. „Never waste a good crisis” sagði Churchill. Þess vegna held ég að þetta gæti verið frábær tímasetning og tækifæri fyrir félög að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Ef að það er ekki til peningur til að ná í erlenda leikmenn þá er um að gera að henda okkar efnilegu leikmönnum út í djúpu laugina.“ „Flestir af þeim kunna að synda. Íslensku deildirnar eru uppeldisdeildir og það að spila við fullorðna leikmenn á unga aldri er það sem við getum átt fram yfir margar aðrar erlendar deildir,“ bætti Arnar við. Í viðtalinu kemur hann einnig inn á það að hann vonist til þess að landsleikir komist í eðlilegt horft í lok ársins. „Ég held að A-liðin okkar munu byrja að spila í september ásamt U21. Ég vona að það sama muni gilda fyrir yngri landsliðin okkar. Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum og vikum. Ég er ásamt landsliðsþjálfurum yngri liðanna okkar að skipuleggja okkar starf næstu mánuðina án landsleikja.“ „Það er fullt sem að við getum gert til að bæta afreksstarfið okkar hjá KSÍ og í klúbbunum. Margir spennandi möguleikar sem að við erum að skoða og skipuleggja,“ sagði Arnar en í viðtalinu fer hann um víðan völl og ræðir meðal annars um Lokeren sem varð gjaldþrota í gær. Belgíska félagið hefur átt stóran þátt í lífi Arnars. Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, vonast til þess að íslensk félög sjái tækifæri á tímum kórónuveirunnar og láti yngri og efnilegri leikmenn fá enn meiri tækifæri en þeir hafa fengið nú þegar. Arnar Þór, sem einnig stýrir U21-árs landsliði Íslands, var í viðtali við Fótbolti.net í morgun. Í viðtalinu fer Arnar meðal annars yfir það hvort að einhver jákvæð teikn sé á lofti þrátt fyrir veiruna. „Never waste a good crisis” sagði Churchill. Þess vegna held ég að þetta gæti verið frábær tímasetning og tækifæri fyrir félög að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Ef að það er ekki til peningur til að ná í erlenda leikmenn þá er um að gera að henda okkar efnilegu leikmönnum út í djúpu laugina.“ „Flestir af þeim kunna að synda. Íslensku deildirnar eru uppeldisdeildir og það að spila við fullorðna leikmenn á unga aldri er það sem við getum átt fram yfir margar aðrar erlendar deildir,“ bætti Arnar við. Í viðtalinu kemur hann einnig inn á það að hann vonist til þess að landsleikir komist í eðlilegt horft í lok ársins. „Ég held að A-liðin okkar munu byrja að spila í september ásamt U21. Ég vona að það sama muni gilda fyrir yngri landsliðin okkar. Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum og vikum. Ég er ásamt landsliðsþjálfurum yngri liðanna okkar að skipuleggja okkar starf næstu mánuðina án landsleikja.“ „Það er fullt sem að við getum gert til að bæta afreksstarfið okkar hjá KSÍ og í klúbbunum. Margir spennandi möguleikar sem að við erum að skoða og skipuleggja,“ sagði Arnar en í viðtalinu fer hann um víðan völl og ræðir meðal annars um Lokeren sem varð gjaldþrota í gær. Belgíska félagið hefur átt stóran þátt í lífi Arnars.
Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira