Hlutabætur misnotaðar á sama tíma og atvinnuleysi eykst sem aldrei fyrr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2020 19:12 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Á einungis tveimur dögum hafa borist tugir tilkynninga um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það miður nú þegar atvinnuleysi eykst hraðar en nokkru sinni fyrr. Samanlagt hafa borist um þrjátíu þúsund umsóknir um hlutabætur eða almennar atvinnuleysisbætur í mars. Til að setja þennan gríðarlega fjölda í samhengi voru umsóknirnar um 1.400 í mars í fyrra. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að 13% í næsta mánuði. „Það hafa borist í kringum 5.400 til 5.500 umsóknir um almennar bætur en inni í þeim bunka eru líka sjálfstætt starfandi sem hafa orðið fyrir áföllum í rekstri vegna ástandsins. Síðan eru komnar um 25.000 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls," segir Unnur Sverrisdottir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þar á meðal eru 22 hópuppsagnir þar sem samtals 950 manns misstu vinnuna. Níutíu manns var til að mynda sagt upp hjá Pennanum í dag og 101 hjá Isavia í gær. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.visir/Sigurjón „Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, ekki einu sinni í hruninu," segir Unnur. Álagið hefur því verið mikið hjá Vinnumálastofnun og svara starfsmenn um þrjú þúsund símtölum á dag. Unnur bendir fólki á að nýta heimasíðuna sé möguleiki á því. Flestir sem hafa sótt um hlutabætur hafa verið færðir niður í 25 prósent starfshlutfall, þar sem svigrúmið í úrræðinu er fullnýtt. Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta aukast gríðarlega samhliða þessu. „Þetta skiptir einhverjum milljörðum, svo mikið er alveg víst," segir Unnur. Vika er síðan opnað var fyrir umsóknir um hlutabætur og stéttarfélögum berast nú strax ábendingar um fyrirtæki sem eru að misnota úrræðið. „Þetta eru tugir ábendinga sem hafa komið í dag og í gær þannig við ákváðum að búa til farveg fyrir þetta," segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en fólki er bent á að senda sambandinu tölvupóst verði það vart við slík bótasvik. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi gæti orðið allt að þrettán prósent í apríl.visir/Hanna Fólk er þá fært niður í lágt starfshlutfall en starfskraftar þeirra eru áfram nýttir. Fyrirtæki komast þannig undan launakostnaði. „Fólk er sett niður í 25 prósent starfshlutfall en því er síðan ætlað að vinna meira. Sem er ekki samkvæmt lögunum," segir Drífa. Hún bendir á að fólk tapi ýmsum réttindum þegar starfshlutfallið er minnkað með þessum hætti, líkt og til dæmis orlofi, auk þess sem tekjur skerðast. „Það gætir þess misskilnings að þetta sé beinn ríkisstuðningur til fyrirtækja til að greiða laun. Þetta er það ekki. Einhver fyrirtæki hafa farið inn í þetta úrræði ekki vitandi hver staðan verður þannig að þau eru að búa sér til borð fyrir báru. Þetta úrræði er hins vegar bara fyrir þá sem þurfa sannarlega að skerða starfshlutfall sinna starfsmanna," segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Á einungis tveimur dögum hafa borist tugir tilkynninga um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það miður nú þegar atvinnuleysi eykst hraðar en nokkru sinni fyrr. Samanlagt hafa borist um þrjátíu þúsund umsóknir um hlutabætur eða almennar atvinnuleysisbætur í mars. Til að setja þennan gríðarlega fjölda í samhengi voru umsóknirnar um 1.400 í mars í fyrra. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að 13% í næsta mánuði. „Það hafa borist í kringum 5.400 til 5.500 umsóknir um almennar bætur en inni í þeim bunka eru líka sjálfstætt starfandi sem hafa orðið fyrir áföllum í rekstri vegna ástandsins. Síðan eru komnar um 25.000 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls," segir Unnur Sverrisdottir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þar á meðal eru 22 hópuppsagnir þar sem samtals 950 manns misstu vinnuna. Níutíu manns var til að mynda sagt upp hjá Pennanum í dag og 101 hjá Isavia í gær. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.visir/Sigurjón „Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, ekki einu sinni í hruninu," segir Unnur. Álagið hefur því verið mikið hjá Vinnumálastofnun og svara starfsmenn um þrjú þúsund símtölum á dag. Unnur bendir fólki á að nýta heimasíðuna sé möguleiki á því. Flestir sem hafa sótt um hlutabætur hafa verið færðir niður í 25 prósent starfshlutfall, þar sem svigrúmið í úrræðinu er fullnýtt. Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta aukast gríðarlega samhliða þessu. „Þetta skiptir einhverjum milljörðum, svo mikið er alveg víst," segir Unnur. Vika er síðan opnað var fyrir umsóknir um hlutabætur og stéttarfélögum berast nú strax ábendingar um fyrirtæki sem eru að misnota úrræðið. „Þetta eru tugir ábendinga sem hafa komið í dag og í gær þannig við ákváðum að búa til farveg fyrir þetta," segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en fólki er bent á að senda sambandinu tölvupóst verði það vart við slík bótasvik. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi gæti orðið allt að þrettán prósent í apríl.visir/Hanna Fólk er þá fært niður í lágt starfshlutfall en starfskraftar þeirra eru áfram nýttir. Fyrirtæki komast þannig undan launakostnaði. „Fólk er sett niður í 25 prósent starfshlutfall en því er síðan ætlað að vinna meira. Sem er ekki samkvæmt lögunum," segir Drífa. Hún bendir á að fólk tapi ýmsum réttindum þegar starfshlutfallið er minnkað með þessum hætti, líkt og til dæmis orlofi, auk þess sem tekjur skerðast. „Það gætir þess misskilnings að þetta sé beinn ríkisstuðningur til fyrirtækja til að greiða laun. Þetta er það ekki. Einhver fyrirtæki hafa farið inn í þetta úrræði ekki vitandi hver staðan verður þannig að þau eru að búa sér til borð fyrir báru. Þetta úrræði er hins vegar bara fyrir þá sem þurfa sannarlega að skerða starfshlutfall sinna starfsmanna," segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent