Grótta uppfærði samninga við leikmenn en enn eru engar fastar launagreiðslur Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 21:00 Grótta leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næsta tímabili. mynd/grótta Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu segir að leikmenn liðsins fái engar fastar launagreiðslur þó að þeir séu komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir haldi áfram á svokölluðu bónuskerfi. Það var mikið rætt um þá leið sem Grótta fór fyrir um ári síðan að leikmenn liðsins í meistaraflokki karla myndu ekki fá neinar fastar greiðslur frá félaginu - heldur yrði spilað fyrir stoltið. Liðið stillti upp ungu liði sem var nýliði í fyrstu deild karla og kom öllum að óvörum og fór upp um deild. Birgir Tjörvi ræddi hugmyndafræði Gróttu í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Við erum ekki að borga fastar launagreiðslur og höfum ekki gert það undanfarin ár. Þannig er okkar rekstrarmódel. Við getum ekki ráðist í skuldbindingar sem við eigum ekki efni á að standa við og það var sú leið sem við fórum. Við lentum svo í þessari ótrúlegu stöðu að fara upp í efstu deild og þurftum að endursemja við alla okkar menn,“ sagði Birgir Tjörvi. Eins og áður segir þá komst Grótta upp í Pepsi Max-deild karla eftir magnaða framgöngu í Inkasso-deildinni og við það breyttust aðeins hlutirnir. Þó varð ekki algjör kúvending á rekstrinum. „Þegar þú ert kominn á nýjan stað taka kannski við einhver ný lögmál og við fórum yfir þetta aftur en niðurstaðan var sú sama. Við erum að reyna að koma til við móts við auknar kröfur og þá vinnu sem þeir þurfa að leggja í þetta. Við uppfærðum samningana en í meginatriðum erum við enn á þeim stað að við borgum ekki fastar laungreiðslur. Laun á leikmönnum eru nánast engin.“ „Við tókum þá ákvörðun að vera með bónuskerfi. Það eru auðvitað mörg lið með það en þær hanga saman við ásókn á leiki og tekjur á leikdegi og þess háttar. Auðvitað er hefðbundin uppbygging varðandi árangur og þess háttar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Gróttu um launamálin hjá félaginu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Kjaramál Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu segir að leikmenn liðsins fái engar fastar launagreiðslur þó að þeir séu komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir haldi áfram á svokölluðu bónuskerfi. Það var mikið rætt um þá leið sem Grótta fór fyrir um ári síðan að leikmenn liðsins í meistaraflokki karla myndu ekki fá neinar fastar greiðslur frá félaginu - heldur yrði spilað fyrir stoltið. Liðið stillti upp ungu liði sem var nýliði í fyrstu deild karla og kom öllum að óvörum og fór upp um deild. Birgir Tjörvi ræddi hugmyndafræði Gróttu í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Við erum ekki að borga fastar launagreiðslur og höfum ekki gert það undanfarin ár. Þannig er okkar rekstrarmódel. Við getum ekki ráðist í skuldbindingar sem við eigum ekki efni á að standa við og það var sú leið sem við fórum. Við lentum svo í þessari ótrúlegu stöðu að fara upp í efstu deild og þurftum að endursemja við alla okkar menn,“ sagði Birgir Tjörvi. Eins og áður segir þá komst Grótta upp í Pepsi Max-deild karla eftir magnaða framgöngu í Inkasso-deildinni og við það breyttust aðeins hlutirnir. Þó varð ekki algjör kúvending á rekstrinum. „Þegar þú ert kominn á nýjan stað taka kannski við einhver ný lögmál og við fórum yfir þetta aftur en niðurstaðan var sú sama. Við erum að reyna að koma til við móts við auknar kröfur og þá vinnu sem þeir þurfa að leggja í þetta. Við uppfærðum samningana en í meginatriðum erum við enn á þeim stað að við borgum ekki fastar laungreiðslur. Laun á leikmönnum eru nánast engin.“ „Við tókum þá ákvörðun að vera með bónuskerfi. Það eru auðvitað mörg lið með það en þær hanga saman við ásókn á leiki og tekjur á leikdegi og þess háttar. Auðvitað er hefðbundin uppbygging varðandi árangur og þess háttar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Gróttu um launamálin hjá félaginu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Kjaramál Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira