Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 20:36 Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var skotinn til bana í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá fyrsta staðnum sem hann réðst á. AP/Andrew Vaughan Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. Eldar sem kviknuðu í húsum sem árásarmaðurinn réðst á hafa þó gert rannsakendum erfitt fyrir og lögreglan telur líklegt að hinum látnu muni fjölga áfram. Árásin, sem stóð yfir í um tólf klukkustundir, er sú mannskæðasta í sögu Kanada. Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var klæddur lögreglubúningi og keyrði um á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann liti út eins og lögreglubíll. Hann fór um dreifbýlt svæði við Cobequid flóa og og skaut eins og áður segir, minnst átján til bana á aðfaranótt sunnudags. Þar á meðal lögreglukonu. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu. Margir árásarstaðir Lögreglan hefur alls sextán vettvanga til rannsóknar og eru rúmir 50 kílómetrar á milli fyrsta vettvangsins og staðarins þar sem Wortman var skotinn, samkvæmt CBC í Kanada. Allir hinir látnu voru fullorðnir og Wortman þekkti einhverja þeirra. Yfirmenn lögreglunnar hafa ekki tjáð sig um margar hliðar málsins og segja það enn til rannsóknar. Þar á meðal eru tengsl Wortman við fórnarlömb hans. Hann var ekki þekktur af lögreglu og ekkert liggur fyrir um tilefni árásanna. Þó er talið líklegt að upphaf árásanna hafi ekki verið af handahófi. Lögreglan hefur leitt líkur að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Yfirmaður lögreglunnar segist ekki telja að um hryðjuverk sé að ræða. Lögreglan hefur ekki viljað segja hvernig vopn Wortman notaði við árásina. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram í máli forsvarsmanna lögreglunnar að það reyndist lögregluþjónum erfiðara að finna Wortman vegna bílsins sem hann var á og fötunum sem hann var klæddur í. Fólk taldi lögregluþjón vera á ferðinni. Wortman vann við að gera falskar tennur og starfaði hann í bænum Dartmouth. Nágranni hans sem blaðamenn CBC ræddu við segir hann hafa búið bæði í Dartmouth og Portapique. Árásarmaðurinn vann við gerð falskra tanna.AP/Andrew Vaughan Fyrsta útkallið barst frá Portapique. Þar fundust nokkur lík. Skömmu seinna sáu íbúar eld þar skammt frá. Við það bættist annar eldur lengra frá ogsá þriðji enn fjær. Eins og áður hefur komið fram var leið Wortman löng. Svo virðist sem hann hafi farið inn á heimili fólks og skotið það til bana og kveikt í húsunum. Hann var að endingu felldur í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá vettvangi fyrstu árásarinnar. Það var við eina stærstu hraðbraut Nova Scotia. Nánar tiltekið á bensínstöð í bænum Enfield, 35 kílómetra norður af Halifax. Kanada Tengdar fréttir Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40 Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. Eldar sem kviknuðu í húsum sem árásarmaðurinn réðst á hafa þó gert rannsakendum erfitt fyrir og lögreglan telur líklegt að hinum látnu muni fjölga áfram. Árásin, sem stóð yfir í um tólf klukkustundir, er sú mannskæðasta í sögu Kanada. Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var klæddur lögreglubúningi og keyrði um á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann liti út eins og lögreglubíll. Hann fór um dreifbýlt svæði við Cobequid flóa og og skaut eins og áður segir, minnst átján til bana á aðfaranótt sunnudags. Þar á meðal lögreglukonu. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu. Margir árásarstaðir Lögreglan hefur alls sextán vettvanga til rannsóknar og eru rúmir 50 kílómetrar á milli fyrsta vettvangsins og staðarins þar sem Wortman var skotinn, samkvæmt CBC í Kanada. Allir hinir látnu voru fullorðnir og Wortman þekkti einhverja þeirra. Yfirmenn lögreglunnar hafa ekki tjáð sig um margar hliðar málsins og segja það enn til rannsóknar. Þar á meðal eru tengsl Wortman við fórnarlömb hans. Hann var ekki þekktur af lögreglu og ekkert liggur fyrir um tilefni árásanna. Þó er talið líklegt að upphaf árásanna hafi ekki verið af handahófi. Lögreglan hefur leitt líkur að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Yfirmaður lögreglunnar segist ekki telja að um hryðjuverk sé að ræða. Lögreglan hefur ekki viljað segja hvernig vopn Wortman notaði við árásina. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram í máli forsvarsmanna lögreglunnar að það reyndist lögregluþjónum erfiðara að finna Wortman vegna bílsins sem hann var á og fötunum sem hann var klæddur í. Fólk taldi lögregluþjón vera á ferðinni. Wortman vann við að gera falskar tennur og starfaði hann í bænum Dartmouth. Nágranni hans sem blaðamenn CBC ræddu við segir hann hafa búið bæði í Dartmouth og Portapique. Árásarmaðurinn vann við gerð falskra tanna.AP/Andrew Vaughan Fyrsta útkallið barst frá Portapique. Þar fundust nokkur lík. Skömmu seinna sáu íbúar eld þar skammt frá. Við það bættist annar eldur lengra frá ogsá þriðji enn fjær. Eins og áður hefur komið fram var leið Wortman löng. Svo virðist sem hann hafi farið inn á heimili fólks og skotið það til bana og kveikt í húsunum. Hann var að endingu felldur í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá vettvangi fyrstu árásarinnar. Það var við eina stærstu hraðbraut Nova Scotia. Nánar tiltekið á bensínstöð í bænum Enfield, 35 kílómetra norður af Halifax.
Kanada Tengdar fréttir Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40 Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40
Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18