Lágmarka áhrifin með auknum heimildum til rafrænnar stjórnsýslu Sylvía Hall skrifar 20. apríl 2020 12:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir frumvarpið miða að því að auðvelda málsmeðferð og framkvæmd ýmissa mála. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til að bregðast við vandamálum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Flestar tillögurnar miða að því að liðka fyrir í stjórnsýslunni og heimila rafrænar lausnir í þeim efnum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að fyrirmæli um samkomubann og fjarlægðartakmarkanir muni hafa áhrif á framkvæmd og málsmeðferð stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Því sé nauðsynlegt að lágmarka áhrifin á meðan ástandið er og sjá til þess að stofnanir geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum. Breytingarnar snúa meðal annars að starfsemi dómstóla, sýslumanna og annarra stjórnvalda og auka heimildir til notkunar á fjarfundabúnaði og rafrænni málsmeðferð. Breytingarnar gilda til 1. október næstkomandi. Á meðal breytinganna sem lagðar eru til er að lögreglu sé heimilt að ákveða að skýrslugjöf sakbornings og lykilvitna skuli fara fram í gegnum fjarfundabúnað í hljóði og mynd. Þá getur dómari ákveðið að aðalmeðferð og önnur þinghöld fari fram í gegnum fjarfundabúnað, „enda verði þinghaldi háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fara fram“. Tillögurnar flestar á málefnasviðum sem heyra undir dómsmálaráðuneytið og eru lagðar til breytingar á lagagreinum í tólf lagabálkum. Líkt og fyrr sagði gera breytingarnar það kleift að hægt sé að afgreiða mál með rafrænum hætti og slaka á kröfum til undirskrifta, viðveru eða afhendingu gagna í pappírsformi. Rafrænt úrræði sé því jafngildur möguleiki. Mun ekki hafa áhrif á útgjöld Við mat á áhrifum frumvarpsins segir að breytt verklag eigi að tryggja að opinberar stofnanir geti sinnt lögbundnum verkefnum og að aðilar verði ekki fyrir réttarspjöllum við það að lögbundnir frestir renni út á meðan ástandið varir. Sem dæmi um það má nefna breytingartillögu á áfengislögum, þar sem segir að gildistími leyfa sem renna út 1. október framlengist til 1. desember ef ekki reynist unnt að framlengja leyfin. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið hafi áhrif á útgjöld sveitarfélaganna og þá þykir ekki líklegt að sveitarfélög þurfi langan aðlögunartíma fyrir breytt verklag. Þá er ekki heldur gert ráð fyrir kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. „Ekki verður séð að frumvarpið geti haft neikvæð eða íþyngjandi áhrif fyrir almenning, stjórnvöld eða dómstóla, enda felur það fyrst og fremst í sér heimildir fyrir notkun tæknilausna við framkvæmd verkefna svo hægt sé að mæta ákalli almennings um bætta þjónustu stjórnvalda og dómstóla meðan áhrifa gætir af kórónuveirufaraldrinum,“ segir í greinargerð frumvarpsins sem er á dagskrá þingfundar í dag sem hefst klukkan 15. Í síðustu viku tók gildi breyting á lögum um framboð og kjör forseta Íslands og með breytingunum var frambjóðendum heimilt að safna undirskriftum með rafrænum hætti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir aukna rafræna stjórnsýslu vera mikilvægt framfaraskref, en hún sé jafnframt nauðsynleg á þessum tímum vegna tilmæla yfirvalda um fjarlægðartakmarkanir og samkomubann. Sumar breytingarnar sem nú eru lagðar fram eru varanlegar, en þær miði allar að því að auðvelda málsmeðferð og framkvæmd ýmissa mála. Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Opna fyrir rafræna skráningu meðmælenda Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fara fran þann 27. júní næstkomandi. 19. apríl 2020 12:10 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til að bregðast við vandamálum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Flestar tillögurnar miða að því að liðka fyrir í stjórnsýslunni og heimila rafrænar lausnir í þeim efnum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að fyrirmæli um samkomubann og fjarlægðartakmarkanir muni hafa áhrif á framkvæmd og málsmeðferð stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Því sé nauðsynlegt að lágmarka áhrifin á meðan ástandið er og sjá til þess að stofnanir geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum. Breytingarnar snúa meðal annars að starfsemi dómstóla, sýslumanna og annarra stjórnvalda og auka heimildir til notkunar á fjarfundabúnaði og rafrænni málsmeðferð. Breytingarnar gilda til 1. október næstkomandi. Á meðal breytinganna sem lagðar eru til er að lögreglu sé heimilt að ákveða að skýrslugjöf sakbornings og lykilvitna skuli fara fram í gegnum fjarfundabúnað í hljóði og mynd. Þá getur dómari ákveðið að aðalmeðferð og önnur þinghöld fari fram í gegnum fjarfundabúnað, „enda verði þinghaldi háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fara fram“. Tillögurnar flestar á málefnasviðum sem heyra undir dómsmálaráðuneytið og eru lagðar til breytingar á lagagreinum í tólf lagabálkum. Líkt og fyrr sagði gera breytingarnar það kleift að hægt sé að afgreiða mál með rafrænum hætti og slaka á kröfum til undirskrifta, viðveru eða afhendingu gagna í pappírsformi. Rafrænt úrræði sé því jafngildur möguleiki. Mun ekki hafa áhrif á útgjöld Við mat á áhrifum frumvarpsins segir að breytt verklag eigi að tryggja að opinberar stofnanir geti sinnt lögbundnum verkefnum og að aðilar verði ekki fyrir réttarspjöllum við það að lögbundnir frestir renni út á meðan ástandið varir. Sem dæmi um það má nefna breytingartillögu á áfengislögum, þar sem segir að gildistími leyfa sem renna út 1. október framlengist til 1. desember ef ekki reynist unnt að framlengja leyfin. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið hafi áhrif á útgjöld sveitarfélaganna og þá þykir ekki líklegt að sveitarfélög þurfi langan aðlögunartíma fyrir breytt verklag. Þá er ekki heldur gert ráð fyrir kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. „Ekki verður séð að frumvarpið geti haft neikvæð eða íþyngjandi áhrif fyrir almenning, stjórnvöld eða dómstóla, enda felur það fyrst og fremst í sér heimildir fyrir notkun tæknilausna við framkvæmd verkefna svo hægt sé að mæta ákalli almennings um bætta þjónustu stjórnvalda og dómstóla meðan áhrifa gætir af kórónuveirufaraldrinum,“ segir í greinargerð frumvarpsins sem er á dagskrá þingfundar í dag sem hefst klukkan 15. Í síðustu viku tók gildi breyting á lögum um framboð og kjör forseta Íslands og með breytingunum var frambjóðendum heimilt að safna undirskriftum með rafrænum hætti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir aukna rafræna stjórnsýslu vera mikilvægt framfaraskref, en hún sé jafnframt nauðsynleg á þessum tímum vegna tilmæla yfirvalda um fjarlægðartakmarkanir og samkomubann. Sumar breytingarnar sem nú eru lagðar fram eru varanlegar, en þær miði allar að því að auðvelda málsmeðferð og framkvæmd ýmissa mála.
Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Opna fyrir rafræna skráningu meðmælenda Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fara fran þann 27. júní næstkomandi. 19. apríl 2020 12:10 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Opna fyrir rafræna skráningu meðmælenda Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fara fran þann 27. júní næstkomandi. 19. apríl 2020 12:10