Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2020 15:57 Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR, er ekki ánægð með vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins. mynd/stöð 2 sport Leikmenn kvennaliðs ÍR í handbolta eru ósáttir við þá ákvörðun handknattleiksdeildar félagsins að draga liðið úr keppni fyrir næsta tímabil. Leikmenn ÍR voru ekki hafðir með í ráðum þegar komist var að þessari niðurstöðu. Þeir halda í vonina um að kvennaliðið fái að keppa áfram á Íslandsmótinu. „Við fengum póst á Facebook. Kiddi [þjálfari ÍR] var búinn að hringja í nokkra leikmenn kvöldið áður og láta þá vita. En stór hluti hópsins fékk ekki að vita þetta fyrr en það kom tilkynning frá formanninum á Facebook,“ sagði Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR, í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportinu í dag. „Því miður lét enginn vita og okkar tilfinning er að ekki hafi verið búið að reyna allt sem hægt var að reyna. Það var ekki búið að tala við okkur, ekki búið að fá okkur til að koma í fjáröflun af fullum krafti eða láta vita að fjárhagsvandræðin væru af þessari stærðargráðu.“ Hún er vægast sagt ósátt með þessa ákvörðun handknattleiksdeildar ÍR, að leggja kvennaliðið niður. ÍR er í 6. sæti Grill 66 deildar kvenna.mynd/ír „Ég var ógeðslega sár og reið. Ég hef þjálfað ungu stelpurnar og verið í liðinu síðan það var sett upp síðast. Þetta er stanslaus barátta fyrir kvennahandbolta. Við erum ógeðslega sárar og reiðar og verst er að við höfum ekki fengið að gera neitt í þessu; ekki að berjast fyrir því kvennaliðinu verði haldið uppi,“ sagði Margrét. Hún efast um að rekstur kvennaliðsins sé að sliga handknattleiksdeild ÍR. „Þetta er ekki dýrt lið að reka. Þetta er ekki sambærilegt við karlaliðið. Ég held að með smá baráttu og fá fólkið með hefði þetta ekki þurft að fara svona. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þetta fari svona. Við erum að sjá hvort við getum ekki nýtt meðbyrinn. Það er fullt af fólki sem er reitt og fullt af fólki sem er tilbúið að leggja þessu lið.“ Margrét segir að það hafi neikvæð áhrif á allt starf ÍR að vera ekki með kvennalið. „Ég myndi halda að yngri flokkarnir brotni að einhverju leyti við að missa meistaraflokkinn. Mér finnst skipta máli að það sé meistaraflokkur í ÍR, að ÍR sé bæði með karla- og kvennalið. Það á að vera rekstur á báðu, ekki bara karlaliði og svo kvennaliði til viðbótar. Ég trúi ekki að það séu engin fyrirtæki eða aðilar þarna úti sem vilja styrkja kvennahandbolta,“ sagði Margrét sem er ekki á launum og segir að það sama eigi væntanlega við um flesta leikmenn kvennaliðsins. Margrét segist vera þakklát fyrir stuðninginn sem ÍR hefur fengið undanfarna daga. Bikarmeistarar Fram buðust m.a. til að spila fjáröflunarleik við ÍR í Austurberginu. „Vonandi getum við haldið þessu liði úti og að sjálfsögðu þökkum við alla hjálp. Handboltasamfélagið er ekki tilbúið að samþykkja að kvennaliði sé hent út. Það er geggjað og stuðningurinn er frábær,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Ekki rætt við leikmenn ÍR áður en kvennaliðið var lagt niður Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Sportið í dag Reykjavík Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs ÍR í handbolta eru ósáttir við þá ákvörðun handknattleiksdeildar félagsins að draga liðið úr keppni fyrir næsta tímabil. Leikmenn ÍR voru ekki hafðir með í ráðum þegar komist var að þessari niðurstöðu. Þeir halda í vonina um að kvennaliðið fái að keppa áfram á Íslandsmótinu. „Við fengum póst á Facebook. Kiddi [þjálfari ÍR] var búinn að hringja í nokkra leikmenn kvöldið áður og láta þá vita. En stór hluti hópsins fékk ekki að vita þetta fyrr en það kom tilkynning frá formanninum á Facebook,“ sagði Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR, í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportinu í dag. „Því miður lét enginn vita og okkar tilfinning er að ekki hafi verið búið að reyna allt sem hægt var að reyna. Það var ekki búið að tala við okkur, ekki búið að fá okkur til að koma í fjáröflun af fullum krafti eða láta vita að fjárhagsvandræðin væru af þessari stærðargráðu.“ Hún er vægast sagt ósátt með þessa ákvörðun handknattleiksdeildar ÍR, að leggja kvennaliðið niður. ÍR er í 6. sæti Grill 66 deildar kvenna.mynd/ír „Ég var ógeðslega sár og reið. Ég hef þjálfað ungu stelpurnar og verið í liðinu síðan það var sett upp síðast. Þetta er stanslaus barátta fyrir kvennahandbolta. Við erum ógeðslega sárar og reiðar og verst er að við höfum ekki fengið að gera neitt í þessu; ekki að berjast fyrir því kvennaliðinu verði haldið uppi,“ sagði Margrét. Hún efast um að rekstur kvennaliðsins sé að sliga handknattleiksdeild ÍR. „Þetta er ekki dýrt lið að reka. Þetta er ekki sambærilegt við karlaliðið. Ég held að með smá baráttu og fá fólkið með hefði þetta ekki þurft að fara svona. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þetta fari svona. Við erum að sjá hvort við getum ekki nýtt meðbyrinn. Það er fullt af fólki sem er reitt og fullt af fólki sem er tilbúið að leggja þessu lið.“ Margrét segir að það hafi neikvæð áhrif á allt starf ÍR að vera ekki með kvennalið. „Ég myndi halda að yngri flokkarnir brotni að einhverju leyti við að missa meistaraflokkinn. Mér finnst skipta máli að það sé meistaraflokkur í ÍR, að ÍR sé bæði með karla- og kvennalið. Það á að vera rekstur á báðu, ekki bara karlaliði og svo kvennaliði til viðbótar. Ég trúi ekki að það séu engin fyrirtæki eða aðilar þarna úti sem vilja styrkja kvennahandbolta,“ sagði Margrét sem er ekki á launum og segir að það sama eigi væntanlega við um flesta leikmenn kvennaliðsins. Margrét segist vera þakklát fyrir stuðninginn sem ÍR hefur fengið undanfarna daga. Bikarmeistarar Fram buðust m.a. til að spila fjáröflunarleik við ÍR í Austurberginu. „Vonandi getum við haldið þessu liði úti og að sjálfsögðu þökkum við alla hjálp. Handboltasamfélagið er ekki tilbúið að samþykkja að kvennaliði sé hent út. Það er geggjað og stuðningurinn er frábær,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Ekki rætt við leikmenn ÍR áður en kvennaliðið var lagt niður Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Sportið í dag Reykjavík Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Sjá meira
Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00
Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00
Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30