Lovren líkir árangri Liverpool við góða máltíð Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 07:30 Dejan Lovren í leik með Liverpool á leiktíðinni. VÍSIR/GETTY Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins séu hungraðir í enn meiri árangur og vonast til þess að hryggjasúlan verði áfram hjá félaginu um ókomin ár. Hann hrósar Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í hástert. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi enska boltans en allt er nú stopp eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Heimasíða Liverpool ákvað þar af leiðandi að heyra í króatíska varnarmanninum og hann er eðlilega ánægður með árangurinn undanfarin ár. „Þetta er ákveðið námsferli. Hryggurinn í liðinu hefur verið lengi og þetta byrjaði allt með þjálfaranum - hann hefur gert frábæra hulti frá því að hann kom til félagsins. Hann hefur sýnt öllum að hann hefur færnina og hæfileikana til þess að stýra liðinu, bæði á erfiðum og góðum augnablikum,“ sagði Lovren. „Við höfum ekki hætt að leggja á okkur. Við erum áfram hungraðir og það er það sem hann kom með inn í félagið. Við erum alltaf hungraði og munum verða það áfram. Þegar þú býrð til góða máltíð, viltu gera hana aftur og þú vilt ekki hætta. Það er það sem heldur okkur á tánum. Við viljum sýna öllum hvað við getum.“ "Once you try a good meal, you want to try it again - you don't stop." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2020 „Það er mikilvægt að hafa góða blöndu af leikmönnum sem eru á yngri árum, á miðárunum og svo reynslumikla leikmenn. Ég held að við höfum þetta frábæra jafnvægi. Við erum vanir því að spila í úrslitaleikjum og í stórum leikjum og við vitum hvernig á að höndla það.“ „Jafnvel þó að við séum að tapa 1-0 þá vitum við hvað við eigum að gera og því er mikilvægt að hafa þetta jafnvægi. Ef við höldum mikilvægum leikmönnum og hryggnum í liðinu þá mun liðið bara vaxa.“ Leikmenn Liverpool reyna að halda sér í formi heima fyrir en Króatinn segir að þetta sé erfitt. Hann þakkar þá framlínunni. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir alla. Eina sem við getum gert er að vera heima og hlusta á ráð stjórnvalda. Allir vita að fólkið í heilbrigðiskerfinu er að leggja hart á sig og við ættum að þakka þeim sem standa í framlínunni,“ sagði Króatinn. Enski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins séu hungraðir í enn meiri árangur og vonast til þess að hryggjasúlan verði áfram hjá félaginu um ókomin ár. Hann hrósar Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í hástert. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi enska boltans en allt er nú stopp eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Heimasíða Liverpool ákvað þar af leiðandi að heyra í króatíska varnarmanninum og hann er eðlilega ánægður með árangurinn undanfarin ár. „Þetta er ákveðið námsferli. Hryggurinn í liðinu hefur verið lengi og þetta byrjaði allt með þjálfaranum - hann hefur gert frábæra hulti frá því að hann kom til félagsins. Hann hefur sýnt öllum að hann hefur færnina og hæfileikana til þess að stýra liðinu, bæði á erfiðum og góðum augnablikum,“ sagði Lovren. „Við höfum ekki hætt að leggja á okkur. Við erum áfram hungraðir og það er það sem hann kom með inn í félagið. Við erum alltaf hungraði og munum verða það áfram. Þegar þú býrð til góða máltíð, viltu gera hana aftur og þú vilt ekki hætta. Það er það sem heldur okkur á tánum. Við viljum sýna öllum hvað við getum.“ "Once you try a good meal, you want to try it again - you don't stop." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2020 „Það er mikilvægt að hafa góða blöndu af leikmönnum sem eru á yngri árum, á miðárunum og svo reynslumikla leikmenn. Ég held að við höfum þetta frábæra jafnvægi. Við erum vanir því að spila í úrslitaleikjum og í stórum leikjum og við vitum hvernig á að höndla það.“ „Jafnvel þó að við séum að tapa 1-0 þá vitum við hvað við eigum að gera og því er mikilvægt að hafa þetta jafnvægi. Ef við höldum mikilvægum leikmönnum og hryggnum í liðinu þá mun liðið bara vaxa.“ Leikmenn Liverpool reyna að halda sér í formi heima fyrir en Króatinn segir að þetta sé erfitt. Hann þakkar þá framlínunni. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir alla. Eina sem við getum gert er að vera heima og hlusta á ráð stjórnvalda. Allir vita að fólkið í heilbrigðiskerfinu er að leggja hart á sig og við ættum að þakka þeim sem standa í framlínunni,“ sagði Króatinn.
Enski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira