Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2020 11:51 Tuttugu og þrjú þúsund manns hafa sótt um bætur hjá Vinnumálastofnun vegna minnkaðs starfshlutfalls. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði um 10 til 11 prósent í apríl og maí. Það er rífleg tvöföldun frá því í febrúar. Í mars hafa 23 þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og 5.400 um almennar atvinnuleysisbætur. Sautján hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki hafa gerst áður að svo margir hafi misst vinnu eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/SigurjónÓ „Í hruninu gerðist þetta ekki svona hratt. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður og það hefur aldrei neitt gerst á þessum hraða,“ segir Unnur. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum. Á föstudag mældist það 13,6% en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanessbæjar bendir á að fleiri hafi misst vinnuna síðan. Til að mynda sagði Isavia upp 101 starfsmanni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur miklar áhyggjur af stöðunni í bænum.Vísir/ErlaBjörg „Þannig að það má búast við að það sé komið nærri fimmtán prósentum núna,“ segir Kjartan. Þegar horft er til einstakra bæjarfélaga á Suðurnesjum er staðan verst í Reykjanesbæ og Kjartan telur að atvinnuleysið þar mælist nú allt að 17%. „Það sem að við óttumst er að þetta sé ekki búið. Að það eigi eftir að koma meira og jafnvel að atvinnuleysi fari í allt að tuttugu prósent,“ segir hann. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar óttast að atvinnuleysi í bænum geti farið upp í allt að 20% enda tengist mikill fjöldi starfa ferðaþjónustu og flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann býst við fleiri uppsögnum enda tengist mikill fjöldi starfa í bænum sem tengjast flugvellinum og ferðaþjónustu. Helstu áhyggjur lúta að því að ástandið vari í lengri tíma og vísar Kjartan þá til þess að Isavia hafi aðeins að takmörkuðu leyti nýtt sér hlutastarfaúrræði stjórnvalda. „Af því að Isavia telur að samdrátturinn í alþjóðafluginu og ferðaþjónustunni sé ekki skammtímavandi, það er nefnt 12 til 18 mánuðir eða 24 mánuðir, og þess vegna vill félagið ekki nota þessi úrræði sem það lítur á að sé til að leysa skammtímavanda. Að vandi Isavia sé í raun langtímavandi og það er það sem ég óttast mest fyrir okkur,“ segir Kjartan. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði um 10 til 11 prósent í apríl og maí. Það er rífleg tvöföldun frá því í febrúar. Í mars hafa 23 þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og 5.400 um almennar atvinnuleysisbætur. Sautján hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki hafa gerst áður að svo margir hafi misst vinnu eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/SigurjónÓ „Í hruninu gerðist þetta ekki svona hratt. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður og það hefur aldrei neitt gerst á þessum hraða,“ segir Unnur. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum. Á föstudag mældist það 13,6% en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanessbæjar bendir á að fleiri hafi misst vinnuna síðan. Til að mynda sagði Isavia upp 101 starfsmanni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur miklar áhyggjur af stöðunni í bænum.Vísir/ErlaBjörg „Þannig að það má búast við að það sé komið nærri fimmtán prósentum núna,“ segir Kjartan. Þegar horft er til einstakra bæjarfélaga á Suðurnesjum er staðan verst í Reykjanesbæ og Kjartan telur að atvinnuleysið þar mælist nú allt að 17%. „Það sem að við óttumst er að þetta sé ekki búið. Að það eigi eftir að koma meira og jafnvel að atvinnuleysi fari í allt að tuttugu prósent,“ segir hann. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar óttast að atvinnuleysi í bænum geti farið upp í allt að 20% enda tengist mikill fjöldi starfa ferðaþjónustu og flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann býst við fleiri uppsögnum enda tengist mikill fjöldi starfa í bænum sem tengjast flugvellinum og ferðaþjónustu. Helstu áhyggjur lúta að því að ástandið vari í lengri tíma og vísar Kjartan þá til þess að Isavia hafi aðeins að takmörkuðu leyti nýtt sér hlutastarfaúrræði stjórnvalda. „Af því að Isavia telur að samdrátturinn í alþjóðafluginu og ferðaþjónustunni sé ekki skammtímavandi, það er nefnt 12 til 18 mánuðir eða 24 mánuðir, og þess vegna vill félagið ekki nota þessi úrræði sem það lítur á að sé til að leysa skammtímavanda. Að vandi Isavia sé í raun langtímavandi og það er það sem ég óttast mest fyrir okkur,“ segir Kjartan.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira