Stuðningsmenn Chelsea völdu Eið Smára meðal þeirra 25 bestu í sögu félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 08:30 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea á móti Arsenal á Highbury í desember 2004. Getty/ Ben Radford Stuðningsmenn Chelsea hafa notað fótboltaleysið á tímum kórónuveirunnar til að velja 25 bestu leikmenn félagsins frá upphafi. Chelsea fólkið fór inn á Ranker síðuna og völdu og röðuðu 25 bestu leikmönnunum í sögu félagsins frá sæti 25 niður í þann besta. Það hafa margir frábærir fótboltamenn spilað fyrir Chelsea en það þarf ekki að koma mikið á óvart að margir leikmenn liðsins í tíð rússneska eigandans Roman Abramovich séu á listanum enda hefur gullaldartíð Chelsea liðsins verið eftir að hann eignaðist félagið árið 2003. ?? 16 - Cesar Azpilicueta?? 10 - Ruud Gullit?? 5 - Gianfranco ZolaSo. Many. Legends! ??https://t.co/E22zwKmXhI— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 28, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen er einn af þeim sem spilaði með Chelsea bæði fyrir og eftir yfirtöku Roman Abramovich og átti hann frábær tímabil á báðum tímum. Stuðningsmenn Chelsea eru líka ekki búnir að gleyma því sem Eiður Smári gerði fyrir félagið en hann var með 54 mörk og 27 stoðsendingar í 186 deildarleikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki fyrir Chelsea á móti sínum gömlu félögum í Bolton Wanderers á Stamford Bridge.Getty/Clive Rose Eiður Smári er í 23. sæti á listanum, næst á eftir þeim Dennis Wise og Jimmy Greaves en á undan þeim Arjen Robben og Nicolas Anelka. GiveMeSport tók upp lista Chelsea fólksins á Ranker síðunni og skrifaði smá texta um framlag hvers og eins. „Virkilega vanmetinn framherji. Íslenska hetjan var lykilmaður í liðinu áður en Abramovich kom og var síðan hluti af liðinu sem vann fyrstu tvo Englandsmeistaratitlana eftir að rússinn eignaðist félagið,“ segir um Eið Smára Guðjohnsen. Það vekur síðan vissulega athygli að hvorki John Terry né Frank Lampard eru í efsta sætinu en það eru líklega þeir tveir leikmenn sem flestir myndu áætla að fengju fyrsta sætið. watch on YouTube John Terry er einn öflugasti miðvörðurinn og fyrirliðinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og Frank Lampard er ekki aðeins einn allra besti miðjumaðurinn í sögu ensku deildarinnar heldur er hann markahæsti leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með 147 mörk. Það var aftur á móti framherjinn Didier Drogba sem tók það. Didier Drogba var mjög sigursæll með félaginu og hann skoraði alltaf í stóru leikjunum, meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Chelsea vann loks Meistaradeildina. Didier Drogba skoraði alls 104 mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. watch on YouTube Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30 Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hafa notað fótboltaleysið á tímum kórónuveirunnar til að velja 25 bestu leikmenn félagsins frá upphafi. Chelsea fólkið fór inn á Ranker síðuna og völdu og röðuðu 25 bestu leikmönnunum í sögu félagsins frá sæti 25 niður í þann besta. Það hafa margir frábærir fótboltamenn spilað fyrir Chelsea en það þarf ekki að koma mikið á óvart að margir leikmenn liðsins í tíð rússneska eigandans Roman Abramovich séu á listanum enda hefur gullaldartíð Chelsea liðsins verið eftir að hann eignaðist félagið árið 2003. ?? 16 - Cesar Azpilicueta?? 10 - Ruud Gullit?? 5 - Gianfranco ZolaSo. Many. Legends! ??https://t.co/E22zwKmXhI— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 28, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen er einn af þeim sem spilaði með Chelsea bæði fyrir og eftir yfirtöku Roman Abramovich og átti hann frábær tímabil á báðum tímum. Stuðningsmenn Chelsea eru líka ekki búnir að gleyma því sem Eiður Smári gerði fyrir félagið en hann var með 54 mörk og 27 stoðsendingar í 186 deildarleikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki fyrir Chelsea á móti sínum gömlu félögum í Bolton Wanderers á Stamford Bridge.Getty/Clive Rose Eiður Smári er í 23. sæti á listanum, næst á eftir þeim Dennis Wise og Jimmy Greaves en á undan þeim Arjen Robben og Nicolas Anelka. GiveMeSport tók upp lista Chelsea fólksins á Ranker síðunni og skrifaði smá texta um framlag hvers og eins. „Virkilega vanmetinn framherji. Íslenska hetjan var lykilmaður í liðinu áður en Abramovich kom og var síðan hluti af liðinu sem vann fyrstu tvo Englandsmeistaratitlana eftir að rússinn eignaðist félagið,“ segir um Eið Smára Guðjohnsen. Það vekur síðan vissulega athygli að hvorki John Terry né Frank Lampard eru í efsta sætinu en það eru líklega þeir tveir leikmenn sem flestir myndu áætla að fengju fyrsta sætið. watch on YouTube John Terry er einn öflugasti miðvörðurinn og fyrirliðinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og Frank Lampard er ekki aðeins einn allra besti miðjumaðurinn í sögu ensku deildarinnar heldur er hann markahæsti leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með 147 mörk. Það var aftur á móti framherjinn Didier Drogba sem tók það. Didier Drogba var mjög sigursæll með félaginu og hann skoraði alltaf í stóru leikjunum, meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Chelsea vann loks Meistaradeildina. Didier Drogba skoraði alls 104 mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. watch on YouTube
Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30 Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00
Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30
Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00