Grunur um að fyrirtæki misnoti ríkisaðstoð vegna faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 18:23 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist ábendingar um að starfsfólk fyrirtækja sem sett hefur verið á hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls sé enn látið vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið en þiggi þó vinnu starfsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. ASÍ mun óska eftir ábendingum um svik af þessu tagi. Í tilkynningu Eflingar er háttsemi sem þessi kölluð „gróf misnotkun á almannafé“ og hún sögð ganga þvert á markmið hlutabótaleiðréttingar. Bæturnar séu aðgerð yfirvalda vegna yfirstandandi faraldurs kórónuveiru. Fyrirtæki, sem orðið hafi að draga saman segl sín vegna faraldursins, geti með bótunum haldið ráðningarsambandi við fólk sem ekki hefur verkefni. Aðgerðin sé þannig ekki hugsuð sem niðurgreiðsla á launakostnaði við starfsmenn sem geti unnið, og færi þannig fyrirtækinu arð. „Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingasjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningunni. Þá segir Sólveig einnig að spjótum hafi oft verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bótakerfum. Nú séu hins vegar dæmi um það að vellauðug fyrirtæki, sem greitt hafi sér milljarða króna í arð, séu að nýta sér neyðarúrræði ríkisins. Það sé eitthvað sem stjórnvöld verði að koma í veg fyrir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ vonar að um misskilning sé að ræða Í samtali við Vísi segir Sólveig að málið sé litið afar alvarlegum augum innan Eflingar. Félagið sé ekki það eina sem hefur fengið verður af þessu framferði fyrirtækjaeigenda og segir hún að um sé að ræða töluverðan fjölda tilkynninga. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ASÍ muni fyrst um sinn kalla eftir því að fólk láti vita af háttsemi eins og þeirri sem lýst er í tilkynningu Eflingar. Hún segist vona að um misskilning sé að ræða, og vonast til að hægt verði að uppræta hann. „Í lögunum kemur mjög skýrt fram, að þá sem eru í 25 prósent starfshlutfalli er ekki hægt að krefja um meiri vinnu. Við höfum fengið nokkrar ábendingar í dag um að það sé einmitt raunin. Við munum óska eftir að ábendingum verði komið til okkar hratt og örugglega þannig að stéttarfélögin geti brugðist við því.“ Tuttugu þúsund sótt um skert starfshlutfall Um 20 þúsund manns hafa sótt um bætur vegna skerts starfshlutfalls sökum heimsfaraldursins. Yfir 50 prósent þeirra eru í 25 prósent starfi. Umsóknir um skert starfshlutfall eru enn að berast Vinnumálastofnun í stórum stíl, flestar frá fólki innan ferðaþjónustunnar. Þetta hefur RÚV eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist ábendingar um að starfsfólk fyrirtækja sem sett hefur verið á hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls sé enn látið vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið en þiggi þó vinnu starfsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. ASÍ mun óska eftir ábendingum um svik af þessu tagi. Í tilkynningu Eflingar er háttsemi sem þessi kölluð „gróf misnotkun á almannafé“ og hún sögð ganga þvert á markmið hlutabótaleiðréttingar. Bæturnar séu aðgerð yfirvalda vegna yfirstandandi faraldurs kórónuveiru. Fyrirtæki, sem orðið hafi að draga saman segl sín vegna faraldursins, geti með bótunum haldið ráðningarsambandi við fólk sem ekki hefur verkefni. Aðgerðin sé þannig ekki hugsuð sem niðurgreiðsla á launakostnaði við starfsmenn sem geti unnið, og færi þannig fyrirtækinu arð. „Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingasjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningunni. Þá segir Sólveig einnig að spjótum hafi oft verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bótakerfum. Nú séu hins vegar dæmi um það að vellauðug fyrirtæki, sem greitt hafi sér milljarða króna í arð, séu að nýta sér neyðarúrræði ríkisins. Það sé eitthvað sem stjórnvöld verði að koma í veg fyrir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ vonar að um misskilning sé að ræða Í samtali við Vísi segir Sólveig að málið sé litið afar alvarlegum augum innan Eflingar. Félagið sé ekki það eina sem hefur fengið verður af þessu framferði fyrirtækjaeigenda og segir hún að um sé að ræða töluverðan fjölda tilkynninga. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ASÍ muni fyrst um sinn kalla eftir því að fólk láti vita af háttsemi eins og þeirri sem lýst er í tilkynningu Eflingar. Hún segist vona að um misskilning sé að ræða, og vonast til að hægt verði að uppræta hann. „Í lögunum kemur mjög skýrt fram, að þá sem eru í 25 prósent starfshlutfalli er ekki hægt að krefja um meiri vinnu. Við höfum fengið nokkrar ábendingar í dag um að það sé einmitt raunin. Við munum óska eftir að ábendingum verði komið til okkar hratt og örugglega þannig að stéttarfélögin geti brugðist við því.“ Tuttugu þúsund sótt um skert starfshlutfall Um 20 þúsund manns hafa sótt um bætur vegna skerts starfshlutfalls sökum heimsfaraldursins. Yfir 50 prósent þeirra eru í 25 prósent starfi. Umsóknir um skert starfshlutfall eru enn að berast Vinnumálastofnun í stórum stíl, flestar frá fólki innan ferðaþjónustunnar. Þetta hefur RÚV eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira