Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 13:36 Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoðar fólk við að komast heim til Íslands. Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. Forstjóri Icelandair segir að ennþá sé hægt að bóka flug frá Lundúnum, Boston og Stokkhólmi. Eftirspurnin sé ekki mikil. Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Boston, Lundúna eða Stokkhólms til 15. apríl. Fáir ferðast þessa dagana og hefur flugvélum verið lagt víða um heim vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að ríkið greiði allt að hundrað milljónir til flugfélagsins. Þetta er gert til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Lítið hægt að vinna með öðrum flugfélögum þessa dagana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að félagið bjóði upp á ferðir til Bandaríkjanna og Evrópu alla daga vikunnar og ennþá sé til nóg af sætum. „Þær eru ekki að fyllast og það er enn þá hægt að bóka. Við erum að reyna að halda tengingum daglega, Lundúnum, Stokkhólmi og Boston en það er ennþá laust í vélarnar. Eftirspurnin er ekki mikil,“ segir Bogi Nils. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm Víða hefur flug nánast lagst af eða er afar takmarkað. Bogi segir að þetta hafi áhrif á samvinnu flugfélaga varðandi tengiflug milli staða. „Það hefur alltaf verið þannig í flugbransanum að flugfélög vinna mikið saman nú er svo lítið flogið það að það er lítið hægt að vinna með það þessa dagana,“ segir Bogi Nils. 300 Íslendingar á leiðinni heim Íslendingar búsettir erlendis hafa getað skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri þar segir að haft hafi verið samband við um 2000 manns frá því skráningin hófst. Nú séu um 300 Íslendingar á leiðinni heim. María Mjöll Jónsdóttir á upplýsingafundi almannavarna á dögunum.Vísir/Vilhelm „Sumir þurfa á meiri aðstoð að halda við að finna flug heim en aðrir. Þau ríki sem að eru meira og minna lokuð þar eigum við í mestum vandræðum með að leiðbeina fólki um hvernig það eigi að komast heim. Þar erum við í norrænu samstarfi og við Evrópusambandsríkin. Það er mikil óvissa með áframhaldandi flug næstu vikur og þes vegna eru bæði Evrópuríkin og Norrænuríkin að vinna að því að ná sínu fólki heim.“ Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. Forstjóri Icelandair segir að ennþá sé hægt að bóka flug frá Lundúnum, Boston og Stokkhólmi. Eftirspurnin sé ekki mikil. Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Boston, Lundúna eða Stokkhólms til 15. apríl. Fáir ferðast þessa dagana og hefur flugvélum verið lagt víða um heim vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að ríkið greiði allt að hundrað milljónir til flugfélagsins. Þetta er gert til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Lítið hægt að vinna með öðrum flugfélögum þessa dagana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að félagið bjóði upp á ferðir til Bandaríkjanna og Evrópu alla daga vikunnar og ennþá sé til nóg af sætum. „Þær eru ekki að fyllast og það er enn þá hægt að bóka. Við erum að reyna að halda tengingum daglega, Lundúnum, Stokkhólmi og Boston en það er ennþá laust í vélarnar. Eftirspurnin er ekki mikil,“ segir Bogi Nils. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm Víða hefur flug nánast lagst af eða er afar takmarkað. Bogi segir að þetta hafi áhrif á samvinnu flugfélaga varðandi tengiflug milli staða. „Það hefur alltaf verið þannig í flugbransanum að flugfélög vinna mikið saman nú er svo lítið flogið það að það er lítið hægt að vinna með það þessa dagana,“ segir Bogi Nils. 300 Íslendingar á leiðinni heim Íslendingar búsettir erlendis hafa getað skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri þar segir að haft hafi verið samband við um 2000 manns frá því skráningin hófst. Nú séu um 300 Íslendingar á leiðinni heim. María Mjöll Jónsdóttir á upplýsingafundi almannavarna á dögunum.Vísir/Vilhelm „Sumir þurfa á meiri aðstoð að halda við að finna flug heim en aðrir. Þau ríki sem að eru meira og minna lokuð þar eigum við í mestum vandræðum með að leiðbeina fólki um hvernig það eigi að komast heim. Þar erum við í norrænu samstarfi og við Evrópusambandsríkin. Það er mikil óvissa með áframhaldandi flug næstu vikur og þes vegna eru bæði Evrópuríkin og Norrænuríkin að vinna að því að ná sínu fólki heim.“
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira