Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 13:36 Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoðar fólk við að komast heim til Íslands. Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. Forstjóri Icelandair segir að ennþá sé hægt að bóka flug frá Lundúnum, Boston og Stokkhólmi. Eftirspurnin sé ekki mikil. Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Boston, Lundúna eða Stokkhólms til 15. apríl. Fáir ferðast þessa dagana og hefur flugvélum verið lagt víða um heim vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að ríkið greiði allt að hundrað milljónir til flugfélagsins. Þetta er gert til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Lítið hægt að vinna með öðrum flugfélögum þessa dagana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að félagið bjóði upp á ferðir til Bandaríkjanna og Evrópu alla daga vikunnar og ennþá sé til nóg af sætum. „Þær eru ekki að fyllast og það er enn þá hægt að bóka. Við erum að reyna að halda tengingum daglega, Lundúnum, Stokkhólmi og Boston en það er ennþá laust í vélarnar. Eftirspurnin er ekki mikil,“ segir Bogi Nils. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm Víða hefur flug nánast lagst af eða er afar takmarkað. Bogi segir að þetta hafi áhrif á samvinnu flugfélaga varðandi tengiflug milli staða. „Það hefur alltaf verið þannig í flugbransanum að flugfélög vinna mikið saman nú er svo lítið flogið það að það er lítið hægt að vinna með það þessa dagana,“ segir Bogi Nils. 300 Íslendingar á leiðinni heim Íslendingar búsettir erlendis hafa getað skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri þar segir að haft hafi verið samband við um 2000 manns frá því skráningin hófst. Nú séu um 300 Íslendingar á leiðinni heim. María Mjöll Jónsdóttir á upplýsingafundi almannavarna á dögunum.Vísir/Vilhelm „Sumir þurfa á meiri aðstoð að halda við að finna flug heim en aðrir. Þau ríki sem að eru meira og minna lokuð þar eigum við í mestum vandræðum með að leiðbeina fólki um hvernig það eigi að komast heim. Þar erum við í norrænu samstarfi og við Evrópusambandsríkin. Það er mikil óvissa með áframhaldandi flug næstu vikur og þes vegna eru bæði Evrópuríkin og Norrænuríkin að vinna að því að ná sínu fólki heim.“ Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. Forstjóri Icelandair segir að ennþá sé hægt að bóka flug frá Lundúnum, Boston og Stokkhólmi. Eftirspurnin sé ekki mikil. Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Boston, Lundúna eða Stokkhólms til 15. apríl. Fáir ferðast þessa dagana og hefur flugvélum verið lagt víða um heim vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að ríkið greiði allt að hundrað milljónir til flugfélagsins. Þetta er gert til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Lítið hægt að vinna með öðrum flugfélögum þessa dagana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að félagið bjóði upp á ferðir til Bandaríkjanna og Evrópu alla daga vikunnar og ennþá sé til nóg af sætum. „Þær eru ekki að fyllast og það er enn þá hægt að bóka. Við erum að reyna að halda tengingum daglega, Lundúnum, Stokkhólmi og Boston en það er ennþá laust í vélarnar. Eftirspurnin er ekki mikil,“ segir Bogi Nils. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm Víða hefur flug nánast lagst af eða er afar takmarkað. Bogi segir að þetta hafi áhrif á samvinnu flugfélaga varðandi tengiflug milli staða. „Það hefur alltaf verið þannig í flugbransanum að flugfélög vinna mikið saman nú er svo lítið flogið það að það er lítið hægt að vinna með það þessa dagana,“ segir Bogi Nils. 300 Íslendingar á leiðinni heim Íslendingar búsettir erlendis hafa getað skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri þar segir að haft hafi verið samband við um 2000 manns frá því skráningin hófst. Nú séu um 300 Íslendingar á leiðinni heim. María Mjöll Jónsdóttir á upplýsingafundi almannavarna á dögunum.Vísir/Vilhelm „Sumir þurfa á meiri aðstoð að halda við að finna flug heim en aðrir. Þau ríki sem að eru meira og minna lokuð þar eigum við í mestum vandræðum með að leiðbeina fólki um hvernig það eigi að komast heim. Þar erum við í norrænu samstarfi og við Evrópusambandsríkin. Það er mikil óvissa með áframhaldandi flug næstu vikur og þes vegna eru bæði Evrópuríkin og Norrænuríkin að vinna að því að ná sínu fólki heim.“
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira