Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Sylvía Hall skrifar 28. mars 2020 18:23 Yfir sextíu starfsmenn meðferðarsviðs lýsa yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn. Vísir/Vilhelm Starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ lýsir yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. Vantraustsyfirlýsingin kemur í kjölfar uppsagna átta starfsmanna á Vogi sem leiddu til þess að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir sagði sjálf upp störfum. Uppsagnirnar voru án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Formaður SÁÁ hefur boðist til þess að stíga til hliðar vegna málsins. Sjá einnig: Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Í vantraustsyfirlýsingu starfsfólksins segja þau þessa framkomu framkvæmdastjórnarinnar hafa alið á vantrausti og þau lýsa miklum áhyggjum yfir því að ófagleg stjórn félagasamtaka geti haft óskorðað vald yfir rekstri meðferðarsviði og ógnað þar með faglegri starfsemi þess með afdrifaríkum sjálfstæðum ákvörðunum án samráðs við yfirmenn. „Meðferð SÁÁ byggir á faglegum grunni þar sem stuðst er við vísindalega gagnreyndar aðferðir. Meðferðin er veitt af þverfaglegu teymi fagfólks, læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sálfræðingum og áfengis- og vímefnaráðgjöfum. Ákvörðun framkvæmdastjórnar og formanns er óafsakanleg og vinnur gegn markmiðum SÁÁ um faglega meðferð við fíknisjúkdómi,“ segir í yfirlýsingunni. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur Lýsa yfir stuðningi við Valgerði sem íhugar að draga uppsögn sína til baka Í yfirlýsingunni er lýsir starfsfólkið yfir fullum stuðningi við Valgerði og segja þau vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar vera vantraustsyfirlýsingu á hennar hendur. Bæði Valgerður og Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur séu mikilvægar starfseminni og því hafi verið reiðarslag að Ingunni og öðrum sálfræðingum hafi verið sagt upp. „Framlag Ingunnar Hansdóttir yfirsálfræðings hefur verið ómetanlegt við þróun meðferðar, fræðslu og þjálfun starfsfólks og við mótun framtíðarsýnar meðferðarsviðs.“ Þá fer starfsfólkið fram á það að framkvæmdastjórnin dragi til baka uppsagnir sálfræðinga og lykilstarfsfólks á meðferðarsviði og að framkvæmdastjórnin öll og formaður stígi umsvifalaust til hliðar. Þau vilji að stofnuð verði starfsstjórn þar sem fulltrúar allra meðferðarstétta eigi sæti. „Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála hjá meðferðarsviði SÁÁ með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi SÁÁ og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga.“ Í samtali við fréttastofu segir Valgerður að hún sé tilbúin að skoða möguleikann á að draga uppsögn sína til baka. Það velti þó á breytingum í umgjörð starfseminnar. Yfirvöld þurfi að hjálpa samtökunum í þessari krísu, og brúa bil, þar til hægt er að gera aðrar ráðstafanir til lengri tíma. Mikilvægast sé að Vogur og aðrir starfsstaðir SÁÁ geti sinnt sínum skjólstæðingum. Undir vantraustsyfirlýsinguna skrifa yfir sextíu starfsmenn meðferðarsviðsins: Víðir Sigrúnarson, yfirlæknir Guðbjörn Björnsson, yfirlæknir Gísli Stefánsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Ásgrímur Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Guðmann Magnússon, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jón Börkur Ákason, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Karl Gunnarsson, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ Aðalbjörg Ósk Angantýsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Torfi Hjaltason, dagskrárstjóri meðferðarstöðvarinnar Vík Hörður J Oddfríðarson, dagskrárstjóri, meðferðarsvið SÁÁ Sigurður Gunnsteinsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Berglind Heimisdóttir, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Tinna Dögg Jóhannsdóttir, ráðgjafanemi SÁÁ Rodrigo Vito Cruz Corcuera, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Lea Floresca Esteban, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Arndís Ásgeirsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Páll Heiðar Jónsson, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Guðrún Sigurðardóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Auður Teitsdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Ásdís Finnbogadóttir, hjúkrunarfr., aðstoðardeildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Helga Þormóðsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Bryndís Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Sandra Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Baldvin Þorsteinsson, ráðgjafanemi SÁÁ Silja Jónsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Elín Þórdís Meldal, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jakob Smári Magnússon, ráðgjafanemi SÁÁ Júlía Guðrún Aspelund, lýðheilsufræðingur, meðfeðrarsvið SÁÁ Sólborg Indiana Guðjónsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Katrín Jónsdóttir, sálfræðingur ungmennadeild SÁÁ Birkir Björnsson , ráðgjafanemi, SÁÁ Þóra Björk Ingólfsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Emilija Aleksandraviciene, sjújraliði, sjúkrahúsinu Vogi Vignir Fannar Valgeirsson, ráðgjafanemi SÁÁ Tita Valle, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Ingibjörg Jónsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Helga Agnes Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Oddur Sigurjónsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Halla Magnúsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Sigurbjörg Anna Björnsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jóna Eydís Sigurjónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Einar Þór Karlsson, ráðgjafanemi, SÁÁ Ingunn Hekla Jónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Kristín Lovísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Sunneva Ýr Sævarsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Þorgeir Steingrímsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hrefna Mjöll Þórisdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Sara Karlsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Rakel Birgisdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Dagrún Þórný Marínardóttir, læknaritari, sjúkrahúsinu Vogi Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Natasa Stankovics, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Guðrún Ósk Njálsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Arnór Björnsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hólmfríður Víkingsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bryndís Árný Kristínardóttir, sjúkraliðanemi, sjúkrahúsinu Vogi María Svava Snæfells, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bjarnrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Kristrún Pétursdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Kristín Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Páll Bjarnason, dagsskrárstjóri Vogi Þórunn Ansnes Bjarnadóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Vilborg Þórsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu vogi Guðrún Eyja Erlingsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Eyþór Jónsson, læknir, sjúkrahúsinu Vogi Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ lýsir yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. Vantraustsyfirlýsingin kemur í kjölfar uppsagna átta starfsmanna á Vogi sem leiddu til þess að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir sagði sjálf upp störfum. Uppsagnirnar voru án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Formaður SÁÁ hefur boðist til þess að stíga til hliðar vegna málsins. Sjá einnig: Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Í vantraustsyfirlýsingu starfsfólksins segja þau þessa framkomu framkvæmdastjórnarinnar hafa alið á vantrausti og þau lýsa miklum áhyggjum yfir því að ófagleg stjórn félagasamtaka geti haft óskorðað vald yfir rekstri meðferðarsviði og ógnað þar með faglegri starfsemi þess með afdrifaríkum sjálfstæðum ákvörðunum án samráðs við yfirmenn. „Meðferð SÁÁ byggir á faglegum grunni þar sem stuðst er við vísindalega gagnreyndar aðferðir. Meðferðin er veitt af þverfaglegu teymi fagfólks, læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sálfræðingum og áfengis- og vímefnaráðgjöfum. Ákvörðun framkvæmdastjórnar og formanns er óafsakanleg og vinnur gegn markmiðum SÁÁ um faglega meðferð við fíknisjúkdómi,“ segir í yfirlýsingunni. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur Lýsa yfir stuðningi við Valgerði sem íhugar að draga uppsögn sína til baka Í yfirlýsingunni er lýsir starfsfólkið yfir fullum stuðningi við Valgerði og segja þau vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar vera vantraustsyfirlýsingu á hennar hendur. Bæði Valgerður og Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur séu mikilvægar starfseminni og því hafi verið reiðarslag að Ingunni og öðrum sálfræðingum hafi verið sagt upp. „Framlag Ingunnar Hansdóttir yfirsálfræðings hefur verið ómetanlegt við þróun meðferðar, fræðslu og þjálfun starfsfólks og við mótun framtíðarsýnar meðferðarsviðs.“ Þá fer starfsfólkið fram á það að framkvæmdastjórnin dragi til baka uppsagnir sálfræðinga og lykilstarfsfólks á meðferðarsviði og að framkvæmdastjórnin öll og formaður stígi umsvifalaust til hliðar. Þau vilji að stofnuð verði starfsstjórn þar sem fulltrúar allra meðferðarstétta eigi sæti. „Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála hjá meðferðarsviði SÁÁ með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi SÁÁ og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga.“ Í samtali við fréttastofu segir Valgerður að hún sé tilbúin að skoða möguleikann á að draga uppsögn sína til baka. Það velti þó á breytingum í umgjörð starfseminnar. Yfirvöld þurfi að hjálpa samtökunum í þessari krísu, og brúa bil, þar til hægt er að gera aðrar ráðstafanir til lengri tíma. Mikilvægast sé að Vogur og aðrir starfsstaðir SÁÁ geti sinnt sínum skjólstæðingum. Undir vantraustsyfirlýsinguna skrifa yfir sextíu starfsmenn meðferðarsviðsins: Víðir Sigrúnarson, yfirlæknir Guðbjörn Björnsson, yfirlæknir Gísli Stefánsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Ásgrímur Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Guðmann Magnússon, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jón Börkur Ákason, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Karl Gunnarsson, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ Aðalbjörg Ósk Angantýsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Torfi Hjaltason, dagskrárstjóri meðferðarstöðvarinnar Vík Hörður J Oddfríðarson, dagskrárstjóri, meðferðarsvið SÁÁ Sigurður Gunnsteinsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Berglind Heimisdóttir, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Tinna Dögg Jóhannsdóttir, ráðgjafanemi SÁÁ Rodrigo Vito Cruz Corcuera, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Lea Floresca Esteban, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Arndís Ásgeirsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Páll Heiðar Jónsson, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Guðrún Sigurðardóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Auður Teitsdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Ásdís Finnbogadóttir, hjúkrunarfr., aðstoðardeildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Helga Þormóðsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Bryndís Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Sandra Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Baldvin Þorsteinsson, ráðgjafanemi SÁÁ Silja Jónsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Elín Þórdís Meldal, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jakob Smári Magnússon, ráðgjafanemi SÁÁ Júlía Guðrún Aspelund, lýðheilsufræðingur, meðfeðrarsvið SÁÁ Sólborg Indiana Guðjónsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Katrín Jónsdóttir, sálfræðingur ungmennadeild SÁÁ Birkir Björnsson , ráðgjafanemi, SÁÁ Þóra Björk Ingólfsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Emilija Aleksandraviciene, sjújraliði, sjúkrahúsinu Vogi Vignir Fannar Valgeirsson, ráðgjafanemi SÁÁ Tita Valle, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Ingibjörg Jónsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Helga Agnes Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Oddur Sigurjónsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Halla Magnúsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Sigurbjörg Anna Björnsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jóna Eydís Sigurjónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Einar Þór Karlsson, ráðgjafanemi, SÁÁ Ingunn Hekla Jónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Kristín Lovísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Sunneva Ýr Sævarsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Þorgeir Steingrímsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hrefna Mjöll Þórisdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Sara Karlsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Rakel Birgisdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Dagrún Þórný Marínardóttir, læknaritari, sjúkrahúsinu Vogi Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Natasa Stankovics, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Guðrún Ósk Njálsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Arnór Björnsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hólmfríður Víkingsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bryndís Árný Kristínardóttir, sjúkraliðanemi, sjúkrahúsinu Vogi María Svava Snæfells, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bjarnrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Kristrún Pétursdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Kristín Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Páll Bjarnason, dagsskrárstjóri Vogi Þórunn Ansnes Bjarnadóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Vilborg Þórsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu vogi Guðrún Eyja Erlingsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Eyþór Jónsson, læknir, sjúkrahúsinu Vogi
Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20
Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02
Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49