Vanari því að elta brotamenn en að koma fólki í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 14:31 Alma Möller landlæknir og Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður smitrakningateymisins, á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Mikið álag hefur verið á smitrakningateymialmannavarna og sóttvarnarlæknis að undanförnu og hefur verkefnum teymisins fjölgað hratt á stuttum tíma. Nú er að verða mánuður liðinn frá því að teymið hóf störf og sáu sex sérfræðingar þá um það að rekja fyrstu þrjú tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Nú er svo komið að um og yfir 52 sina verkefnum teymisins og það er nóg að gera. „Það er rétt svo að fólk hérna gefi sér tíma til að standa upp og næra sig,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningateymisins, í útvarpsþættinum Harmageddon. Hringja frá morgni fram til miðnættis Vinnan snúist einna helst um að rekja ferðir smitaðra og finna hverjir aðrir gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti. Þá þarf að safna saman gögnum um alla þá sem einstaklingurinn hefur hitt nýlega og hafa samband. Ævar sagði meðlimi teymisins vera á fullu við að hringja í fólk allt frá því klukkan átta á morganna og nánast fram til miðnættis. Mikil breidd sé í teyminu og náið samstarf sé á milli sérfræðinga úr ólíkum áttum. „Þarna sameinum við sérfræðikunnáttu lögreglumanna og heilbrigðisstarfsfólks, breiddin í hópnum er orðin talsverð. Við erum lögreglumenn, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur, lífendafræðingar, félagsfræðingar og örugglega eitthvað meira sem ég er að gleyma.“ Vanari því að elta brotamenn Ævar sagði jafnframt að þetta verkefni sé ólíkt öllum öðrum sem hann hafi tekið að sér. „Það er ekki hægt að neita því, maður er svona vanari að eltast við brotamenn og rannsaka sakamál,“ en Ævar hefur starfað í rannsóknardeild lögreglunnar. Almannavarnir stefna að því að koma smitrakningaforriti í loftið á allra næstu dögum. Verður þjóðin beðin um að sækja forritið í síma sína sem fylgist með ferðum fólks og getur þannig hraðað smitrakningavinnu til muna ef upp kemur smit. Forritið mun að sögn Ævars vera kærkomið verkfæri til að hjálpa þeim að rekja smit, sérstaklega í flóknari tilfellum þar sem sýktur einstaklingur á erfitt með að muna hvar hann hefur verið. „Ef við myndum bara spyrja þig núna [Frosti], hvar varstu á mánudaginn og hverja hittir þú?“ Ekki hugmynd. „Nákvæmlega, þá getur þú hjálpað okkur með því að afhenda teyminu þessi gögn og þá getum við farið yfir þau og séð hérna að þú varst eitthvað nálægt Skeifunni.“ Þannig geti upplýsingarnar sem forritið safnar hjálpað fólki að rifja upp hverja þau hittu á hverjum stað og gefið teyminu betri yfirsýn yfir það hverjir hafi mögulega verið útsettir fyrir smiti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Harmageddon Lögreglumál Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Mikið álag hefur verið á smitrakningateymialmannavarna og sóttvarnarlæknis að undanförnu og hefur verkefnum teymisins fjölgað hratt á stuttum tíma. Nú er að verða mánuður liðinn frá því að teymið hóf störf og sáu sex sérfræðingar þá um það að rekja fyrstu þrjú tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Nú er svo komið að um og yfir 52 sina verkefnum teymisins og það er nóg að gera. „Það er rétt svo að fólk hérna gefi sér tíma til að standa upp og næra sig,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningateymisins, í útvarpsþættinum Harmageddon. Hringja frá morgni fram til miðnættis Vinnan snúist einna helst um að rekja ferðir smitaðra og finna hverjir aðrir gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti. Þá þarf að safna saman gögnum um alla þá sem einstaklingurinn hefur hitt nýlega og hafa samband. Ævar sagði meðlimi teymisins vera á fullu við að hringja í fólk allt frá því klukkan átta á morganna og nánast fram til miðnættis. Mikil breidd sé í teyminu og náið samstarf sé á milli sérfræðinga úr ólíkum áttum. „Þarna sameinum við sérfræðikunnáttu lögreglumanna og heilbrigðisstarfsfólks, breiddin í hópnum er orðin talsverð. Við erum lögreglumenn, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur, lífendafræðingar, félagsfræðingar og örugglega eitthvað meira sem ég er að gleyma.“ Vanari því að elta brotamenn Ævar sagði jafnframt að þetta verkefni sé ólíkt öllum öðrum sem hann hafi tekið að sér. „Það er ekki hægt að neita því, maður er svona vanari að eltast við brotamenn og rannsaka sakamál,“ en Ævar hefur starfað í rannsóknardeild lögreglunnar. Almannavarnir stefna að því að koma smitrakningaforriti í loftið á allra næstu dögum. Verður þjóðin beðin um að sækja forritið í síma sína sem fylgist með ferðum fólks og getur þannig hraðað smitrakningavinnu til muna ef upp kemur smit. Forritið mun að sögn Ævars vera kærkomið verkfæri til að hjálpa þeim að rekja smit, sérstaklega í flóknari tilfellum þar sem sýktur einstaklingur á erfitt með að muna hvar hann hefur verið. „Ef við myndum bara spyrja þig núna [Frosti], hvar varstu á mánudaginn og hverja hittir þú?“ Ekki hugmynd. „Nákvæmlega, þá getur þú hjálpað okkur með því að afhenda teyminu þessi gögn og þá getum við farið yfir þau og séð hérna að þú varst eitthvað nálægt Skeifunni.“ Þannig geti upplýsingarnar sem forritið safnar hjálpað fólki að rifja upp hverja þau hittu á hverjum stað og gefið teyminu betri yfirsýn yfir það hverjir hafi mögulega verið útsettir fyrir smiti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Harmageddon Lögreglumál Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40
Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35
Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00