Allar bókanir hafa þurrkast út og sumarið lítur illa út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2020 18:34 Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum segir mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og bankakerfið grípi til aðgerða til að styðja ferðaþjónustuna Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum sem rekur meðal annars tvö gistiheimili segir að frá því samkomubann hófst hér á landi hafi ferðamenn horfið og það sjái ekki fyrir endann á því. „Við fórum frá því að vera með ljómandi góða bókunarstöðu miðað við okkar svæði en frá miðjum mars og út maí hafa allar bókanir að þurrkast út og afbókanir hrynja inn fyrir sumarið. Fyrirtækið sem slíkt situr uppi með sinn fasta kostnað og engar tekjur. Við höfum þó nýtt okkur hlutabótaleiðina,“ segir Ívar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor lýsir svipaðir stöðu hjá sér. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic VisitorVísir/Egill „Þetta er gríðarlegt áfall. Það er ekki gaman fyrir mitt starfsfólk að sinna vonsviknum kúnnum sem komast ekki til landsins og nú er eina vinnan að afbóka ferðir,“ segir Ásberg. Ívar segir að staða síns fyrirtækis hafi verið góð en það geti verið fljótt að breytast. „Engu að síður eru sjóðirnir fljótir að tæmast og ef ekki kemur til einhverra opinberra aðgerða frá ríki, sveitarfélögum og bankakerfinu blasir við að þúsundir fyrirtækja í greininni fara á hausinn,“ segir Ívar. Lokað hjá Vök Baths Ívar er einnig meðal fjárfesta í Vök Baths sem eru heitar náttúrulaugar við Egilsstaði og voru opnaðar á síðasta ári. „Þetta er fjárfesting sem er vel yfir milljarð, það segir sig sjálft að þegar hún stendur tóm þá tekur það í. Það tekur í fyrir hluthafa, starfsmenn og það mun þurfa að grípa til aðgerða og hefur þegar verið gert til að fyrirtækið komist í gegnum þetta ,“ segir Ívar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum sem rekur meðal annars tvö gistiheimili segir að frá því samkomubann hófst hér á landi hafi ferðamenn horfið og það sjái ekki fyrir endann á því. „Við fórum frá því að vera með ljómandi góða bókunarstöðu miðað við okkar svæði en frá miðjum mars og út maí hafa allar bókanir að þurrkast út og afbókanir hrynja inn fyrir sumarið. Fyrirtækið sem slíkt situr uppi með sinn fasta kostnað og engar tekjur. Við höfum þó nýtt okkur hlutabótaleiðina,“ segir Ívar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor lýsir svipaðir stöðu hjá sér. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic VisitorVísir/Egill „Þetta er gríðarlegt áfall. Það er ekki gaman fyrir mitt starfsfólk að sinna vonsviknum kúnnum sem komast ekki til landsins og nú er eina vinnan að afbóka ferðir,“ segir Ásberg. Ívar segir að staða síns fyrirtækis hafi verið góð en það geti verið fljótt að breytast. „Engu að síður eru sjóðirnir fljótir að tæmast og ef ekki kemur til einhverra opinberra aðgerða frá ríki, sveitarfélögum og bankakerfinu blasir við að þúsundir fyrirtækja í greininni fara á hausinn,“ segir Ívar. Lokað hjá Vök Baths Ívar er einnig meðal fjárfesta í Vök Baths sem eru heitar náttúrulaugar við Egilsstaði og voru opnaðar á síðasta ári. „Þetta er fjárfesting sem er vel yfir milljarð, það segir sig sjálft að þegar hún stendur tóm þá tekur það í. Það tekur í fyrir hluthafa, starfsmenn og það mun þurfa að grípa til aðgerða og hefur þegar verið gert til að fyrirtækið komist í gegnum þetta ,“ segir Ívar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02