Leikmaður FH gefur eftir laun það sem eftir er tímabils Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 15:50 Arnar Freyr hefur skorað 65 mörk í 19 leikjum í Olís-deild karla í vetur. vísir/daníel Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður handboltaliðs FH, ætlar ekki að þiggja laun það sem eftir lifir tímabils. Með þessu vill hann hjálpa félaginu á tímum kórónuveirufaraldursins. Arnar greindi frá þessu í Sportinu í dag. „Ég sendi þeim tilkynningu fyrir 1-2 vikum síðan og sagði að ég ætlaði að gefa eftir launin til að hjálpa félaginu,“ sagði Arnar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var að mínu frumkvæði og það var vel tekið í þetta. Eins og gefur að skilja eru eflaust mörg félög í vandræðum þótt ég viti ekki hvernig staðan sé hjá FH. En það liggur í augum uppi að það eru vandamál alls staðar.“ Arnar segist ekki vita hvort aðrir leikmenn FH eða aðrir leikmenn í Olís-deildinni hafi farið sömu leið og hann. „Ég vil kannski ekki skora á leikmenn en hvet þá til að skoða sín mál og eiga samtal við félögin, að menn séu hreinskilnir um stöðuna. Það eru vandamál og boltinn er svolítið í höndum okkar leikmannanna, að hjálpa félögunum,“ sagði Arnar. Hann hefur leikið 19 af 20 leikjum FH í Olís-deildinni. Hann missti af einum leik á meðan hann var í sóttkví. Arnar fór til Ítalíu með fjölskyldunni og var sendur í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Hvorki hann né aðrir í fjölskyldunni greindust þó með kórónuveiruna. FH er í 2. sæti Olís-deildar karla þegar tveimur umferðum er ólokið. Viðtalið við Arnar Frey má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Arnar Freyr gefur eftir launin sín Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Hafnarfjörður Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður handboltaliðs FH, ætlar ekki að þiggja laun það sem eftir lifir tímabils. Með þessu vill hann hjálpa félaginu á tímum kórónuveirufaraldursins. Arnar greindi frá þessu í Sportinu í dag. „Ég sendi þeim tilkynningu fyrir 1-2 vikum síðan og sagði að ég ætlaði að gefa eftir launin til að hjálpa félaginu,“ sagði Arnar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var að mínu frumkvæði og það var vel tekið í þetta. Eins og gefur að skilja eru eflaust mörg félög í vandræðum þótt ég viti ekki hvernig staðan sé hjá FH. En það liggur í augum uppi að það eru vandamál alls staðar.“ Arnar segist ekki vita hvort aðrir leikmenn FH eða aðrir leikmenn í Olís-deildinni hafi farið sömu leið og hann. „Ég vil kannski ekki skora á leikmenn en hvet þá til að skoða sín mál og eiga samtal við félögin, að menn séu hreinskilnir um stöðuna. Það eru vandamál og boltinn er svolítið í höndum okkar leikmannanna, að hjálpa félögunum,“ sagði Arnar. Hann hefur leikið 19 af 20 leikjum FH í Olís-deildinni. Hann missti af einum leik á meðan hann var í sóttkví. Arnar fór til Ítalíu með fjölskyldunni og var sendur í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Hvorki hann né aðrir í fjölskyldunni greindust þó með kórónuveiruna. FH er í 2. sæti Olís-deildar karla þegar tveimur umferðum er ólokið. Viðtalið við Arnar Frey má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Arnar Freyr gefur eftir launin sín Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Hafnarfjörður Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira