Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 10:00 Þorvaldur Örlygsson í leik með Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Bob Thomas Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska markinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska markið skoraði Akureyringurinn Þorvaldur Örlygsson og það leit dagsins ljós 16. janúar 1993. Markið skoraði Þorvaldur fyrir Nottingham Forest í 3-0 sigri á Chelsea á City Ground í Nottingham. Þetta var tólfti leikur Þorvaldar í ensku úrvalsdeildinni og hans fyrsta deildarmark fyrir Nottingham Forest siðan tímabilið 1989-90. Skoraði fimm mínútum síðar Þorvaldur var ekki í byrjunarliði Brian Clough hjá Nottingham Forest í þessum leik en kom inn á sem varamaður fyrir Scot Gemmill á 84. mínútu leiksins. Markið skoraði Toddi eins og hann var kallaður í Englandi aðeins fimm mínútum síðar. Markið má sjá hér fyrir neðan en þetta myndband er með öllum mörkum Nottingham Forest á þessu tímabili. Nigel Clough, sonur knattspyrnustjórans Brian Clough, átti mikinn þátt í markinu en hann gerði mjög vel í að finna Ian Woan út á vinstri vængnum. Ian Woan átti síðan fyrirgjöf sem fór alla leið yfir á fjærstöngina þar sem Þorvaldur mætti og kom boltanum framhjá Kevin Hitchcock í marki Chelsea. Ian Woan lagði upp flest mörk fyrir Nottingham Forestá þessu tímabili og að þessu sinni fann hann okkar mann. Var tilkynnt að hann væri ekki í hópnum Þorvaldur sagði mjög sérstaka sögu af aðdraganda leiksins í viðtali við íslenskan blaðamann. „Á föstudaginn var mér tilkynnt að ég væri ekki í hópnum, en þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í eitt á laugardag var hringt og mér sagt að ég væri varamaður," sagði Þorvaldur við Morgunblaðið. „Fyrirvarinn var skammur, en mér var skipt inn á, þegar 10 til 15 mínútur voru til leiksloka." Here's my matchworn 92/3 Labatt's shirt - worn by Toddy Orlygsson and bought (years ago) from @classicshirts Shame that such a great shirt is associated with such a terrible season. @RRD1865 @kit_geek @KitblissNZ @HistoricalKits @ShirtCollection @TrueColoursKits @NFFC pic.twitter.com/q1FkN02jyV— Forest Guy (@the_forest_guy) May 1, 2018 Þorvaldur sagði í viðtalinu við Morgunblaðið að markið hafi komið eftir hraðaupphlaup á vinstri vængnum, hann hefði fengið boltann við fjærstöng og náð að vippa yfir markvörðinn. „Mér hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið tækifæri, en það er ekkert öruggt í þessu. Um hverja helgi eru gerðar breytingar á liðinu og það eina, sem hægt er að gera, er að standa sig, þegar tækifærið gefst." Síðasta skipting Brian Clough Þorvaldur skoraði ekki fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni og Nottingham Forest féll úr deildinni um vorið. Þorvaldur Örlygsson var þekktur sem Toddi Orlygsson eða Icemen þegar hann spilaði með Nottingham Forest.Getty/Neal Simpson Átján ára tími Brian Clough sem knattspyrnustjóri endaði eftir tap á móti Ipswich í lokaumferðinni. Þorvaldur kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok og var síðasta skiptingin sem Clough gerði á sínum stjóraferli. Þorvaldur var ekki áfram hjá Nottingham Forest en fór þess í stað til Stoke City þar sem hann skoraði 16 mörk í 90 leikjum í ensku b-deildinni á næstu tveimur og hálfu tímabili. Þovaldur lék síðustu fjögur ár sín í Englandi síðan með Oldham Athletic í ensku b- og c-deildinni. Guðni með mark númer tvö Annað mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hann jafnaði þá í 1-1 með skalla eftir hornspyrnu á 51. mínútu en Newcastle vann leikinn á endanum 3-1. Guðni skoraði í báðum leikjunum á móti Newcastle þetta tímabil og fjögur mörk alls. Enski boltinn Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska markinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska markið skoraði Akureyringurinn Þorvaldur Örlygsson og það leit dagsins ljós 16. janúar 1993. Markið skoraði Þorvaldur fyrir Nottingham Forest í 3-0 sigri á Chelsea á City Ground í Nottingham. Þetta var tólfti leikur Þorvaldar í ensku úrvalsdeildinni og hans fyrsta deildarmark fyrir Nottingham Forest siðan tímabilið 1989-90. Skoraði fimm mínútum síðar Þorvaldur var ekki í byrjunarliði Brian Clough hjá Nottingham Forest í þessum leik en kom inn á sem varamaður fyrir Scot Gemmill á 84. mínútu leiksins. Markið skoraði Toddi eins og hann var kallaður í Englandi aðeins fimm mínútum síðar. Markið má sjá hér fyrir neðan en þetta myndband er með öllum mörkum Nottingham Forest á þessu tímabili. Nigel Clough, sonur knattspyrnustjórans Brian Clough, átti mikinn þátt í markinu en hann gerði mjög vel í að finna Ian Woan út á vinstri vængnum. Ian Woan átti síðan fyrirgjöf sem fór alla leið yfir á fjærstöngina þar sem Þorvaldur mætti og kom boltanum framhjá Kevin Hitchcock í marki Chelsea. Ian Woan lagði upp flest mörk fyrir Nottingham Forestá þessu tímabili og að þessu sinni fann hann okkar mann. Var tilkynnt að hann væri ekki í hópnum Þorvaldur sagði mjög sérstaka sögu af aðdraganda leiksins í viðtali við íslenskan blaðamann. „Á föstudaginn var mér tilkynnt að ég væri ekki í hópnum, en þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í eitt á laugardag var hringt og mér sagt að ég væri varamaður," sagði Þorvaldur við Morgunblaðið. „Fyrirvarinn var skammur, en mér var skipt inn á, þegar 10 til 15 mínútur voru til leiksloka." Here's my matchworn 92/3 Labatt's shirt - worn by Toddy Orlygsson and bought (years ago) from @classicshirts Shame that such a great shirt is associated with such a terrible season. @RRD1865 @kit_geek @KitblissNZ @HistoricalKits @ShirtCollection @TrueColoursKits @NFFC pic.twitter.com/q1FkN02jyV— Forest Guy (@the_forest_guy) May 1, 2018 Þorvaldur sagði í viðtalinu við Morgunblaðið að markið hafi komið eftir hraðaupphlaup á vinstri vængnum, hann hefði fengið boltann við fjærstöng og náð að vippa yfir markvörðinn. „Mér hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið tækifæri, en það er ekkert öruggt í þessu. Um hverja helgi eru gerðar breytingar á liðinu og það eina, sem hægt er að gera, er að standa sig, þegar tækifærið gefst." Síðasta skipting Brian Clough Þorvaldur skoraði ekki fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni og Nottingham Forest féll úr deildinni um vorið. Þorvaldur Örlygsson var þekktur sem Toddi Orlygsson eða Icemen þegar hann spilaði með Nottingham Forest.Getty/Neal Simpson Átján ára tími Brian Clough sem knattspyrnustjóri endaði eftir tap á móti Ipswich í lokaumferðinni. Þorvaldur kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok og var síðasta skiptingin sem Clough gerði á sínum stjóraferli. Þorvaldur var ekki áfram hjá Nottingham Forest en fór þess í stað til Stoke City þar sem hann skoraði 16 mörk í 90 leikjum í ensku b-deildinni á næstu tveimur og hálfu tímabili. Þovaldur lék síðustu fjögur ár sín í Englandi síðan með Oldham Athletic í ensku b- og c-deildinni. Guðni með mark númer tvö Annað mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hann jafnaði þá í 1-1 með skalla eftir hornspyrnu á 51. mínútu en Newcastle vann leikinn á endanum 3-1. Guðni skoraði í báðum leikjunum á móti Newcastle þetta tímabil og fjögur mörk alls.
Enski boltinn Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira