Danskt fyrirtæki stefnir Önnu Kolbrúnu eftir langan aðdraganda Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 09:00 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins, hefur verið stefnt af danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark en málið snýst um greiðslur af húsnæðisláni sem hún tók þar í landi. Málið á sér langa forsögu og er vegna eignar sem Anna síðar seldi. Þá var gert samkomulag um greiðslu eftirstöðva lánsins sem fól í sér afslátt af kröfunni ef hún stæði við greiðslur. Greina deiluaðilar nú um það hvort virða beri umrætt samkomulag „Í fljótu bragði þá gerir hún sátt um ákveðna fjárhæð árið 2006 sem hún svo greiðir af og hugmyndin var samkvæmt samkomulaginu að hún myndi greiða ákveðna fjárhæð í hverjum mánuði og þegar hún var búin að greiða upp í ákveðna upphæð þá yrði afgangurinn felldur niður,“ segir Eiríkur Gunnsteinsson, verjandi Önnu Kolbrúnar. Nokkru síðar fór lánveitandinn Fionia Bank í slitameðferð og var yfirtekinn af danska fjármálaeftirlitinu sem seldi hluta af bankanum til Nordea bankans. „Hún lendir þá í vandræðum með að greiða þar sem það einhvern veginn er enginn til staðar til að taka við greiðslum, hún reynir að greiða þetta ítrekað en á erfitt með að koma greiðslum til skila í Danmörku.“ Krafan yfirtekin af innheimtufyrirtæki Eiríkur Gunnsteinsson lögmaður.Land lögmenn Síðar var krafan yfirtekin af danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark sem hóf svo innheimtu hér á landi. Félagið krefst þess að fá kröfuna alla greidda og telur að áðurnefnt samkomulag sé niður fallið vegna vanefnda. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Eiríkur segist hafa yfirlýsingar frá danska fjármálaeftirlitinu undir höndum þar sem komi skýrt fram að samkomulagið sé enn í gildi „þrátt fyrir að greiðslur hafi ekki borist eins og upprunalegt samkomulag gerir ráð fyrir af ýmsum ástæðum, sem er ekki eingöngu hægt að rekja til [Önnu].“ „Þannig að þetta snýst ágreiningurinn um, og það ber talsvert mikið í milli, og svo sjónarmið um fyrningu og tómlæti og ýmislegt annað sem ég tel eiga við,“ segir Eiríkur. „En það var greitt af þessu samkomulagi frá 2006 skilvíslega alveg fram til byrjun árs 2009 og óreglulega fram til ársins 2014. Síðan eftir að krafan fór í innheimtu hérna á Íslandi þá hefur verið ágreiningur um hana.“ Hann segir greiðslur ekki hafa borist í nokkur ár í ljósi þessa. Hafi verið „att út í dómsmálið“ Katrín Smári Ólafsdóttir lögmaður.Focus lögmenn Katrín Smári Ólafsdóttir, sem fer fyrir málinu fyrir hönd Lowell Danmark, segir að deiluaðilar hafi ekki náð saman og það eina í stöðunni hafi því verið að fara með málið fyrir dómstóla. Hún segir að Lowell fallist ekki á að Önnu beri einungis að greiða þá upphæð sem um ræðir í samkomulaginu sem felur í sér eftirgjöf 80% skuldarinnar. Þar hafi verið gengið út frá því að staðið yrði við greiðslur af hennar hálfu. Katrín segir að félagið hafa átt í viðræðum við Önnu um skuldina en að tónninn hafi svo skyndilega breyst þegar Eiríkur Gunnsteinsson lögmaður tók málið að sér. Þá hafi greiðslu skuldarinnar verið alfarið hafnað án skýringa. Að mati umbjóðanda hennar hafi Lowell verið „att út í dómsmálið“ með þeirri afstöðu lögmannsins. Vilji hafi verið til þess að ljúka málinu með sátt og dómsmálið sé þrautaúrræði til þess að skera úr um greiðsluskyldu fyrir atbeina dómstóla. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Miðflokkurinn Dómsmál Húsnæðismál Danmörk Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins, hefur verið stefnt af danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark en málið snýst um greiðslur af húsnæðisláni sem hún tók þar í landi. Málið á sér langa forsögu og er vegna eignar sem Anna síðar seldi. Þá var gert samkomulag um greiðslu eftirstöðva lánsins sem fól í sér afslátt af kröfunni ef hún stæði við greiðslur. Greina deiluaðilar nú um það hvort virða beri umrætt samkomulag „Í fljótu bragði þá gerir hún sátt um ákveðna fjárhæð árið 2006 sem hún svo greiðir af og hugmyndin var samkvæmt samkomulaginu að hún myndi greiða ákveðna fjárhæð í hverjum mánuði og þegar hún var búin að greiða upp í ákveðna upphæð þá yrði afgangurinn felldur niður,“ segir Eiríkur Gunnsteinsson, verjandi Önnu Kolbrúnar. Nokkru síðar fór lánveitandinn Fionia Bank í slitameðferð og var yfirtekinn af danska fjármálaeftirlitinu sem seldi hluta af bankanum til Nordea bankans. „Hún lendir þá í vandræðum með að greiða þar sem það einhvern veginn er enginn til staðar til að taka við greiðslum, hún reynir að greiða þetta ítrekað en á erfitt með að koma greiðslum til skila í Danmörku.“ Krafan yfirtekin af innheimtufyrirtæki Eiríkur Gunnsteinsson lögmaður.Land lögmenn Síðar var krafan yfirtekin af danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark sem hóf svo innheimtu hér á landi. Félagið krefst þess að fá kröfuna alla greidda og telur að áðurnefnt samkomulag sé niður fallið vegna vanefnda. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Eiríkur segist hafa yfirlýsingar frá danska fjármálaeftirlitinu undir höndum þar sem komi skýrt fram að samkomulagið sé enn í gildi „þrátt fyrir að greiðslur hafi ekki borist eins og upprunalegt samkomulag gerir ráð fyrir af ýmsum ástæðum, sem er ekki eingöngu hægt að rekja til [Önnu].“ „Þannig að þetta snýst ágreiningurinn um, og það ber talsvert mikið í milli, og svo sjónarmið um fyrningu og tómlæti og ýmislegt annað sem ég tel eiga við,“ segir Eiríkur. „En það var greitt af þessu samkomulagi frá 2006 skilvíslega alveg fram til byrjun árs 2009 og óreglulega fram til ársins 2014. Síðan eftir að krafan fór í innheimtu hérna á Íslandi þá hefur verið ágreiningur um hana.“ Hann segir greiðslur ekki hafa borist í nokkur ár í ljósi þessa. Hafi verið „att út í dómsmálið“ Katrín Smári Ólafsdóttir lögmaður.Focus lögmenn Katrín Smári Ólafsdóttir, sem fer fyrir málinu fyrir hönd Lowell Danmark, segir að deiluaðilar hafi ekki náð saman og það eina í stöðunni hafi því verið að fara með málið fyrir dómstóla. Hún segir að Lowell fallist ekki á að Önnu beri einungis að greiða þá upphæð sem um ræðir í samkomulaginu sem felur í sér eftirgjöf 80% skuldarinnar. Þar hafi verið gengið út frá því að staðið yrði við greiðslur af hennar hálfu. Katrín segir að félagið hafa átt í viðræðum við Önnu um skuldina en að tónninn hafi svo skyndilega breyst þegar Eiríkur Gunnsteinsson lögmaður tók málið að sér. Þá hafi greiðslu skuldarinnar verið alfarið hafnað án skýringa. Að mati umbjóðanda hennar hafi Lowell verið „att út í dómsmálið“ með þeirri afstöðu lögmannsins. Vilji hafi verið til þess að ljúka málinu með sátt og dómsmálið sé þrautaúrræði til þess að skera úr um greiðsluskyldu fyrir atbeina dómstóla. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl.
Miðflokkurinn Dómsmál Húsnæðismál Danmörk Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira