Óli um byrjunina á Íslandsmótinu eftir samkomubann: „Fjórar til fimm vikur algjört lágmark“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 10:45 Ólafur Kristjánsson er að fara að byrja sitt þriðja tímabil sem þjálfari FH-liðsins. Vísir/Bára Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla segir að liðin í landinu þurfi fjórar til fimm vikur til þess að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið eftir að samkomubanninu lýkur. Þetta sagði hann í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en Ólafur var gestur þáttarins ásamt Hermanni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Southend í ensku C-deildinni. Farið var yfir hvenær ætti að byrja Íslandsmótið en liðin í landinu geta nú ekki æft saman vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Stefnt var á að byrja Íslandsmótið 22. apríl en það er ljóst að svo verður ekki. „Ég er búinn að vera atvinnuþjálfari síðan 2000 þegar ég hætti að spila út í Danmörku. Þetta hefur verið aðalstarf mitt síðan og það er tuttugu ár síðan ef mér reiknast rétt til. Ég hef farið í gegnum efnahagskrísuna 2008 og þá kom ágætis hlutur út úr því á þeim stað sem ég var þá, í Breiðabliki,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Þegar maður er smitaður af þessum sjúkdómi sem er þjálfun, það er kannski óviðeigandi að segja það á þessum tímapunkti, en þjálfun sem er starf er öðruvísi en mörg önnur störf. Þetta er í hausnum á manni allan daginn. Þá er maður að hugsa hvernig getur maður þjálfað liðið?“ Ólafur segir að liðin þurfi sinn tíma eftir bannið til þess að byggja upp fótboltalega þætti, sem og að óskynsamlegt sé að byrja of fljótt að spila því þá gætu leikmenn hrokkið í meiðsli. „Það sem vantar núna í þjálfunina hjá okkur núna eru að menn séu að púsha hver á annan og menn séu inn á æfingum þar sem samskipti og samvinna tveggja til fjögurra manna eða liðshluta skiptir máli. Núna erum við í hálfgerðu jólafríi.“ „Við erum að höfða til agans hjá mönnum og það þegar við komum út úr þessu aftur og fara að spila aftur, þá segi ég út frá þjálfræðinni þá eru fjórar til fimm vikur algjört lágmark ef þú ætlar ekki að hlaupa inn í einhverja meiðslaperíódu.“ Innslagið í heild sinni þar sem Ólafur fer yfir stöðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Ólafur Kristjánssom um byrjunina á Íslandsmótinu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla segir að liðin í landinu þurfi fjórar til fimm vikur til þess að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið eftir að samkomubanninu lýkur. Þetta sagði hann í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en Ólafur var gestur þáttarins ásamt Hermanni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Southend í ensku C-deildinni. Farið var yfir hvenær ætti að byrja Íslandsmótið en liðin í landinu geta nú ekki æft saman vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Stefnt var á að byrja Íslandsmótið 22. apríl en það er ljóst að svo verður ekki. „Ég er búinn að vera atvinnuþjálfari síðan 2000 þegar ég hætti að spila út í Danmörku. Þetta hefur verið aðalstarf mitt síðan og það er tuttugu ár síðan ef mér reiknast rétt til. Ég hef farið í gegnum efnahagskrísuna 2008 og þá kom ágætis hlutur út úr því á þeim stað sem ég var þá, í Breiðabliki,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Þegar maður er smitaður af þessum sjúkdómi sem er þjálfun, það er kannski óviðeigandi að segja það á þessum tímapunkti, en þjálfun sem er starf er öðruvísi en mörg önnur störf. Þetta er í hausnum á manni allan daginn. Þá er maður að hugsa hvernig getur maður þjálfað liðið?“ Ólafur segir að liðin þurfi sinn tíma eftir bannið til þess að byggja upp fótboltalega þætti, sem og að óskynsamlegt sé að byrja of fljótt að spila því þá gætu leikmenn hrokkið í meiðsli. „Það sem vantar núna í þjálfunina hjá okkur núna eru að menn séu að púsha hver á annan og menn séu inn á æfingum þar sem samskipti og samvinna tveggja til fjögurra manna eða liðshluta skiptir máli. Núna erum við í hálfgerðu jólafríi.“ „Við erum að höfða til agans hjá mönnum og það þegar við komum út úr þessu aftur og fara að spila aftur, þá segi ég út frá þjálfræðinni þá eru fjórar til fimm vikur algjört lágmark ef þú ætlar ekki að hlaupa inn í einhverja meiðslaperíódu.“ Innslagið í heild sinni þar sem Ólafur fer yfir stöðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Ólafur Kristjánssom um byrjunina á Íslandsmótinu
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira