Óvissa með 65% af tekjum KA: Skilar sér í skerðingu á þjónustu eða uppsögnum Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 20:00 Handboltalið KA gæti þurft að skera niður kostnaðinn á næstu leiktíð eins og önnur lið innan félagsins og handboltans. vísir/bára Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar. Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum vegna veirunnar og mörg verða fyrir miklu tekjutapi. Sævar var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Það er mikil óvissa í gangi og menn eru að leita leiða til þess að láta reksturinn ganga upp. Það er mikið stress í mönnum,“ sagði Sævar sem talaði frá félagsheimili KA í dag þar sem fátt var um manninn enda húsið lokað fyrir iðkendur. „Knattspyrnudeildin er alltaf eitthvað sem við höfum mestar áhyggjur af. Þar er stærsta hlutfallið af veltunni en þetta er svosem að ná inn á allar íþróttir. Blakið er sú grein sem lifir á úrslitakeppninni og nú er hún í óvissu svo stór hluti af tekjunum þar er í óvissu.“ „Það voru framundan þrjú stór krakkamót í bæði handbolta og fótbolta og þetta virðist vera að detta út. Þetta hefur mikil áhrif á rekstur íþróttafélagsins.“ Sævar segir að þrátt fyrir að það verði enginn ferðakostnaður í mars og apríl sé reksturinn í mikilli hættu og gæti leitt til niðurskurðar. „Ég var að taka saman áætlaðar tekjur KA í heild sinni núna í mars og apríl. Þær eru áætlaðar um 75 milljónir og þar eru 47 milljónir í óvissu í dag. Þetta er hátt í 65% af tekjunum sem við vitum ekki hvort að munu skila sér eða ekki.“ „Þetta mun hafa gríðarlega afleiðingar um allan reksturinn hjá okkur sem skilar sér bara í skerðingu á einhverskonar þjónustu eða uppsögn á einhverjum starfsmönnum. Íþróttafélag hefur litlar aðra möguleika en að skera niður og lækka launakostnað.“ Innslagið í heild sinni við Sævar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sævar um stöðu KA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Blak Akureyri Sportið í dag Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar. Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum vegna veirunnar og mörg verða fyrir miklu tekjutapi. Sævar var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Það er mikil óvissa í gangi og menn eru að leita leiða til þess að láta reksturinn ganga upp. Það er mikið stress í mönnum,“ sagði Sævar sem talaði frá félagsheimili KA í dag þar sem fátt var um manninn enda húsið lokað fyrir iðkendur. „Knattspyrnudeildin er alltaf eitthvað sem við höfum mestar áhyggjur af. Þar er stærsta hlutfallið af veltunni en þetta er svosem að ná inn á allar íþróttir. Blakið er sú grein sem lifir á úrslitakeppninni og nú er hún í óvissu svo stór hluti af tekjunum þar er í óvissu.“ „Það voru framundan þrjú stór krakkamót í bæði handbolta og fótbolta og þetta virðist vera að detta út. Þetta hefur mikil áhrif á rekstur íþróttafélagsins.“ Sævar segir að þrátt fyrir að það verði enginn ferðakostnaður í mars og apríl sé reksturinn í mikilli hættu og gæti leitt til niðurskurðar. „Ég var að taka saman áætlaðar tekjur KA í heild sinni núna í mars og apríl. Þær eru áætlaðar um 75 milljónir og þar eru 47 milljónir í óvissu í dag. Þetta er hátt í 65% af tekjunum sem við vitum ekki hvort að munu skila sér eða ekki.“ „Þetta mun hafa gríðarlega afleiðingar um allan reksturinn hjá okkur sem skilar sér bara í skerðingu á einhverskonar þjónustu eða uppsögn á einhverjum starfsmönnum. Íþróttafélag hefur litlar aðra möguleika en að skera niður og lækka launakostnað.“ Innslagið í heild sinni við Sævar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sævar um stöðu KA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Blak Akureyri Sportið í dag Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira