„Ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2020 16:46 Daði ætlar ekki að taka þátt í Söngvakeppninni aftur. Hann getur aftur á móti hugsað sér að semja lag. „Fyrir mig persónulega er þetta ekkert rosalega svekkjandi þannig séð en mér finnst leiðinlegt að hafa misst af tækifærinu að prófa þetta og taka þátt í þessu brjálæði sem Eurovision er,“ segir Daði Freyr í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í síðustu viku var tilkynnt að lög sem höfðu verið valin til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár verða ekki gjaldgeng þegar keppnin verður að haldin að ári liðnu. Fáir misstu af því þegar tilkynnt var að ekkert verði af Eurovision í ár, sem átti að fara fram í Rotterdam í maí. Framlagi Íslands, laginu Think About Things í flutningi Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni og var jafnan í efstu sætum hjá veðbönkum. „Fyrir minn ferill hefur þetta verið rosalega mikill stökkpallur og því get ég ekki kvartað mikið. Nú er ég kominn með bókara og er að tala við útgáfufyrirtæki og það eru öll plötufyrirtækin að reyna ná í mig,“ segir Daði sem var því næst spurður hvort hann væri til í að taka aftur þátt í Söngvakeppninni. „Nei, ég mun ekki taka þátt í Söngvakeppninni. Við erum búin að vinna þessa keppni einu sinni og ef ég myndi fara aftur þá myndi manni finnast eins og fólk ætti bara að kjósa mann út af því að við vorum búin að vinna einu sinni og fórum ekki í keppnina. Það myndi síðan ekki koma vel út fyrir mig að taka aftur þátt og vinna ekki keppnina.“ Vangaveltur hafa verið í samfélaginu um það hvort rétt væri að leyfa Daða Frey að semja lag eða lög fyrir keppnina á næsta ári. Mögulega gæti þjóðin kosið á milli slíkra laga sem myndi þýða breytt fyrirkomulag hjá Ríkissjónvarpinu með Söngvakeppnina. „Ég er mögulega til í að semja lag en ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina,“ segir Daði Freyr. Eurovision Tónlist Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
„Fyrir mig persónulega er þetta ekkert rosalega svekkjandi þannig séð en mér finnst leiðinlegt að hafa misst af tækifærinu að prófa þetta og taka þátt í þessu brjálæði sem Eurovision er,“ segir Daði Freyr í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í síðustu viku var tilkynnt að lög sem höfðu verið valin til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár verða ekki gjaldgeng þegar keppnin verður að haldin að ári liðnu. Fáir misstu af því þegar tilkynnt var að ekkert verði af Eurovision í ár, sem átti að fara fram í Rotterdam í maí. Framlagi Íslands, laginu Think About Things í flutningi Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni og var jafnan í efstu sætum hjá veðbönkum. „Fyrir minn ferill hefur þetta verið rosalega mikill stökkpallur og því get ég ekki kvartað mikið. Nú er ég kominn með bókara og er að tala við útgáfufyrirtæki og það eru öll plötufyrirtækin að reyna ná í mig,“ segir Daði sem var því næst spurður hvort hann væri til í að taka aftur þátt í Söngvakeppninni. „Nei, ég mun ekki taka þátt í Söngvakeppninni. Við erum búin að vinna þessa keppni einu sinni og ef ég myndi fara aftur þá myndi manni finnast eins og fólk ætti bara að kjósa mann út af því að við vorum búin að vinna einu sinni og fórum ekki í keppnina. Það myndi síðan ekki koma vel út fyrir mig að taka aftur þátt og vinna ekki keppnina.“ Vangaveltur hafa verið í samfélaginu um það hvort rétt væri að leyfa Daða Frey að semja lag eða lög fyrir keppnina á næsta ári. Mögulega gæti þjóðin kosið á milli slíkra laga sem myndi þýða breytt fyrirkomulag hjá Ríkissjónvarpinu með Söngvakeppnina. „Ég er mögulega til í að semja lag en ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina,“ segir Daði Freyr.
Eurovision Tónlist Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira