Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 12:14 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Formaður Neytendasamtakanna hvetur bæði fyrirtæki og neytendur til að sýna skilning á tímum heimsfaraldurs. Skýlaus réttur neytenda til endurgreiðslu megi þó ekki fara forgörðum og vonar hann að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. Faraldur Kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna, en greinin er nánast tekjulaus. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði lögum um endurgreiðslu ekki breytt. Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir sé afar íþyngjandi á þessum tímum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir ótækt að rýra rétt neytenda. „Það eru einhverjir sem vilja víkja frá þessum lögum og það tel ég ekki góða hugmynd, það er ekki hægt að rýra rétt neytenda og sérstaklega ekki eftir á,“ sagði Breki Karlsson. Breki bendir á að aðgerða sé þörf til að bjarga ferðaskrifstofum. Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld fari sömu leið og Danir. „Það sem Danir gerðu var að sprauta 1,5 milljarði danskra króna inn í sjóð og úr þeim sjóði geta fyrirtæki sótt lán til að endurgreiða neytendum og þeir hafa svo 10 ár til að borga það til baka,“ sagði Breki. Breki segir þessa innspýtingu hafa verið hluti af aðgerðarpakka dönsku ríkisstjórnarinnar. Vonast hann til að íslenska ríkisstjórnin geri slíkt hið sama. „Það væri alveg lag að ríkisstjórnin horfði nú til þessarar dönsku leiðar sem virðist vera að þjóna bæði neytendum og fyrirtækjum,“ sagði Breki. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við einnig frá því að engar fleiri sýningar verði sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs. Þeir sem eiga miða á sýningu sem fellur niður vegna ástandsins fá nýja miða í haust. Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema við afar sérstakar aðstæður en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að bæði neytendur og fyrirtæki sýni skilning á ástandinu. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að leikhúsin bjóði nýjar dagsetningar fyrir leikhússesti sína og flott ef gestir geti nýtt þessar nýju dagsetningar, en ef þeir geta ekki gert það þá eiga þeir skýlausan rétt til endurgreiðslu,“ sagði Breki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Leikhús Tengdar fréttir Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna hvetur bæði fyrirtæki og neytendur til að sýna skilning á tímum heimsfaraldurs. Skýlaus réttur neytenda til endurgreiðslu megi þó ekki fara forgörðum og vonar hann að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. Faraldur Kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna, en greinin er nánast tekjulaus. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði lögum um endurgreiðslu ekki breytt. Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir sé afar íþyngjandi á þessum tímum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir ótækt að rýra rétt neytenda. „Það eru einhverjir sem vilja víkja frá þessum lögum og það tel ég ekki góða hugmynd, það er ekki hægt að rýra rétt neytenda og sérstaklega ekki eftir á,“ sagði Breki Karlsson. Breki bendir á að aðgerða sé þörf til að bjarga ferðaskrifstofum. Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld fari sömu leið og Danir. „Það sem Danir gerðu var að sprauta 1,5 milljarði danskra króna inn í sjóð og úr þeim sjóði geta fyrirtæki sótt lán til að endurgreiða neytendum og þeir hafa svo 10 ár til að borga það til baka,“ sagði Breki. Breki segir þessa innspýtingu hafa verið hluti af aðgerðarpakka dönsku ríkisstjórnarinnar. Vonast hann til að íslenska ríkisstjórnin geri slíkt hið sama. „Það væri alveg lag að ríkisstjórnin horfði nú til þessarar dönsku leiðar sem virðist vera að þjóna bæði neytendum og fyrirtækjum,“ sagði Breki. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við einnig frá því að engar fleiri sýningar verði sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs. Þeir sem eiga miða á sýningu sem fellur niður vegna ástandsins fá nýja miða í haust. Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema við afar sérstakar aðstæður en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að bæði neytendur og fyrirtæki sýni skilning á ástandinu. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að leikhúsin bjóði nýjar dagsetningar fyrir leikhússesti sína og flott ef gestir geti nýtt þessar nýju dagsetningar, en ef þeir geta ekki gert það þá eiga þeir skýlausan rétt til endurgreiðslu,“ sagði Breki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Leikhús Tengdar fréttir Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36