Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson ásamt eiginkonu sinni Alexöndru Helgi Ívarsdóttur á EM í Frakklandi sumarið 2016. Getty/Clive Rose Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var gestur Í Bítinu á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi í morgun en hann ræddi þá ástandið hjá sér út í Liverpool borg við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Það er langt síðan að Gylfi spilaði síðast fótbolta. „Þetta eru búnar að vera tvær til þrjár vikur. Ég er ekki einu sinni með það á hreinu,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson en hvernig gengur það? „Það gengur bara ágætlega en það eru þrjár vikur þangað til að við eigum að æfa næst með liðinu. Þetta er svolítið skrýtnir tímar núna. Við erum flestir að hjóla og reyna að hlaupa eitthvað heima,“ sagði Gylfi. Malbikið fer ekki vel með hann Gylfi er ekki mikið að skokka úti. „Ég er búinn að gera það tvisvar til þrisvar sinnum en malbikið er ekki að fara rosalega vel í mig því miður. Ég reyni kannski að hjóla meira heldur en að hlaupa á malbikinu,“ sagði Gylfi. Gylfi Þór Sigurðsson og aðrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gætu þurft að spila fyrir luktum dyrum á næstunni.Getty/ TF-Images Gylfi og aðrir leikmenn Everton hafa ekkert aðgengi að æfingasal á þessum tíma. „Það er bannað og þeir gerðu það bara strax tveimur eða þremur dögum áður en við áttum að spila við Liverpool. Þá var bara lokað og okkur sagt að vera heima þangað til að okkur sagt að mæta aftur,“ sagði Gylfi. Gylfi er samt í reglulegu sambandi við þá sem halda utan um liðið. „Þeir sem halda utan um liðið og þeir sem eru í stjórninni hafa verið í sambandi við okkur um framhaldið og hvað við eigum að gera, bæði varðandi æfingar og hvort við eigum að fara út eða vera bara heima. Við fáum reglulega upplýsingar frá liðinu,“ sagði Gylfi. Það getur ekki verið gaman að hanga heima fyrir mann eins og Gylfa sem er vanur að hreyfa sig mjög mikið. Gylfi er líka mjög áhugasamur um golfið. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í síðasta leik með íslenska landsliðinu en hefur ekki skorað síðan.Getty/Matthew Ashton „Já forsætisráðherra tók þá ákvörðun að loka öllu og ég held að það yrði mjög illa séð núna að fara út í golf, Við megum fara út einu sinni á dag annaðhvort til að labba eða taka einhverja æfingu. Við megum fara út í búð en eins sjaldan og hægt er,“ sagði Gylfi en er ekki stutt í að Gylfi fái sér golfhermi heim til sín? „Það hefði verið gott núna en svolítið seint að fara að panta það í dag því það tæki töluvert langan tíma að fá það afhent,“ sagði Gylfi en eru dagarnir lengi að líða? Skemmtilegt að vera heima með konunni „Það er fínasta verður hérna þannig að maður getur setið út í garði og slappað af. Ef þú tekur eina æfingu þá fara kannski tveir tímar í það. Þetta er mjög þægilegt. Ég er vel giftur og það er skemmtilegt vera hérna með konunni,“ sagði Gylfi. Gylfi og Alexandra Helga Ívarsdóttir giftu sig einmitt síðasta sumar og fór brúðkaupið fram á Ítalíu. Enska úrvalsdeildin hefur ekki enn ákveðið um framhaldið en miðar nú við að byrja aftur í maí. „Næsta æfing hjá okkur er eftir nákvæmlega þrjár vikur og ég held við byrjun ekki aftur að spila fyrr en í byrjun maí í fyrsta lagi. Næsta æfing hjá liðinu er 14. apríl,“ sagði Gylfi. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton liðinu. Þetta mark á móti West Ham var hans sextugasta í ensku úrvalsdeildinni.Getty/Jan Kruger Þetta er svolítið skrýtið „Það verður örugglega spilað fram eftir sumri ef við ætlum að klára þetta tímabil. Við spilum langt inn í júní myndi ég halda. Þetta er svolítið skrýtið,“ sagði Gylfi. Gylfi hefði í raun átt að vera í lokaundirbúningnum fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu sem átti að vera spilaður á Laugardalsvellinum á morgun. Leiknum var frestað til 4. júní vegna kórónuveirunnar en var það gæfa fyrir íslenska liðið. „Það kemur í ljós. Þeir hafa gert nokkuð vel heima með völlinn þrátt fyrir það hvernig veturinn var því völlurinn var í ágætu standi þótt að það væri einungis mars. Auðvitað er betra að spila í sumar,“ sagði Gylfi. „Við höfum aldrei áður fengið svona langan tíma á miðju tímabili og þetta er mjög fínt hlé fyrir leikmenn sem hafa verið með lítil meiðsli sem fá þennan tíma til að ná sér,“ sagði Gylfi. Spilar bara tölvuleiki með Pickford „Það eru níu leikir eftir en ég veit ekki hvenær þeir verða spilaðir. Líkamlega séð er mjög fínt að fá smá hvíld. Ég sjálfur er í finum málum, líkamlega séð ekkert vesen og hefur ekkert verið heldur á tímabilinu,“ sagði Gylfi sem segir ekki vera mikið í tölvuleikjum til að eyða tímanum. „Mjög lítið og er eiginlega vaxinn upp úr því. Ég og Jordan Pickford spilum þetta stundum þegar við erum að ferðast í útileiki. Fyrir utan það þá er ég lítið í því,“ sagði Gylfi en hver er bestur í íslenska landsliðinu í tölvuleikjum? „Ég veit það ekki en ætli það sé ekki Birkir Már,“ sagði Gylfi að lokum en það má hlusta á spjallið við hann hér fyrir neðan. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var gestur Í Bítinu á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi í morgun en hann ræddi þá ástandið hjá sér út í Liverpool borg við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Það er langt síðan að Gylfi spilaði síðast fótbolta. „Þetta eru búnar að vera tvær til þrjár vikur. Ég er ekki einu sinni með það á hreinu,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson en hvernig gengur það? „Það gengur bara ágætlega en það eru þrjár vikur þangað til að við eigum að æfa næst með liðinu. Þetta er svolítið skrýtnir tímar núna. Við erum flestir að hjóla og reyna að hlaupa eitthvað heima,“ sagði Gylfi. Malbikið fer ekki vel með hann Gylfi er ekki mikið að skokka úti. „Ég er búinn að gera það tvisvar til þrisvar sinnum en malbikið er ekki að fara rosalega vel í mig því miður. Ég reyni kannski að hjóla meira heldur en að hlaupa á malbikinu,“ sagði Gylfi. Gylfi Þór Sigurðsson og aðrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gætu þurft að spila fyrir luktum dyrum á næstunni.Getty/ TF-Images Gylfi og aðrir leikmenn Everton hafa ekkert aðgengi að æfingasal á þessum tíma. „Það er bannað og þeir gerðu það bara strax tveimur eða þremur dögum áður en við áttum að spila við Liverpool. Þá var bara lokað og okkur sagt að vera heima þangað til að okkur sagt að mæta aftur,“ sagði Gylfi. Gylfi er samt í reglulegu sambandi við þá sem halda utan um liðið. „Þeir sem halda utan um liðið og þeir sem eru í stjórninni hafa verið í sambandi við okkur um framhaldið og hvað við eigum að gera, bæði varðandi æfingar og hvort við eigum að fara út eða vera bara heima. Við fáum reglulega upplýsingar frá liðinu,“ sagði Gylfi. Það getur ekki verið gaman að hanga heima fyrir mann eins og Gylfa sem er vanur að hreyfa sig mjög mikið. Gylfi er líka mjög áhugasamur um golfið. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í síðasta leik með íslenska landsliðinu en hefur ekki skorað síðan.Getty/Matthew Ashton „Já forsætisráðherra tók þá ákvörðun að loka öllu og ég held að það yrði mjög illa séð núna að fara út í golf, Við megum fara út einu sinni á dag annaðhvort til að labba eða taka einhverja æfingu. Við megum fara út í búð en eins sjaldan og hægt er,“ sagði Gylfi en er ekki stutt í að Gylfi fái sér golfhermi heim til sín? „Það hefði verið gott núna en svolítið seint að fara að panta það í dag því það tæki töluvert langan tíma að fá það afhent,“ sagði Gylfi en eru dagarnir lengi að líða? Skemmtilegt að vera heima með konunni „Það er fínasta verður hérna þannig að maður getur setið út í garði og slappað af. Ef þú tekur eina æfingu þá fara kannski tveir tímar í það. Þetta er mjög þægilegt. Ég er vel giftur og það er skemmtilegt vera hérna með konunni,“ sagði Gylfi. Gylfi og Alexandra Helga Ívarsdóttir giftu sig einmitt síðasta sumar og fór brúðkaupið fram á Ítalíu. Enska úrvalsdeildin hefur ekki enn ákveðið um framhaldið en miðar nú við að byrja aftur í maí. „Næsta æfing hjá okkur er eftir nákvæmlega þrjár vikur og ég held við byrjun ekki aftur að spila fyrr en í byrjun maí í fyrsta lagi. Næsta æfing hjá liðinu er 14. apríl,“ sagði Gylfi. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton liðinu. Þetta mark á móti West Ham var hans sextugasta í ensku úrvalsdeildinni.Getty/Jan Kruger Þetta er svolítið skrýtið „Það verður örugglega spilað fram eftir sumri ef við ætlum að klára þetta tímabil. Við spilum langt inn í júní myndi ég halda. Þetta er svolítið skrýtið,“ sagði Gylfi. Gylfi hefði í raun átt að vera í lokaundirbúningnum fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu sem átti að vera spilaður á Laugardalsvellinum á morgun. Leiknum var frestað til 4. júní vegna kórónuveirunnar en var það gæfa fyrir íslenska liðið. „Það kemur í ljós. Þeir hafa gert nokkuð vel heima með völlinn þrátt fyrir það hvernig veturinn var því völlurinn var í ágætu standi þótt að það væri einungis mars. Auðvitað er betra að spila í sumar,“ sagði Gylfi. „Við höfum aldrei áður fengið svona langan tíma á miðju tímabili og þetta er mjög fínt hlé fyrir leikmenn sem hafa verið með lítil meiðsli sem fá þennan tíma til að ná sér,“ sagði Gylfi. Spilar bara tölvuleiki með Pickford „Það eru níu leikir eftir en ég veit ekki hvenær þeir verða spilaðir. Líkamlega séð er mjög fínt að fá smá hvíld. Ég sjálfur er í finum málum, líkamlega séð ekkert vesen og hefur ekkert verið heldur á tímabilinu,“ sagði Gylfi sem segir ekki vera mikið í tölvuleikjum til að eyða tímanum. „Mjög lítið og er eiginlega vaxinn upp úr því. Ég og Jordan Pickford spilum þetta stundum þegar við erum að ferðast í útileiki. Fyrir utan það þá er ég lítið í því,“ sagði Gylfi en hver er bestur í íslenska landsliðinu í tölvuleikjum? „Ég veit það ekki en ætli það sé ekki Birkir Már,“ sagði Gylfi að lokum en það má hlusta á spjallið við hann hér fyrir neðan.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira