Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2020 23:28 Framleiðsla hófst aftur á lyfinu chloroquine phosphate í Kína eftir hlé þegar vonir kviknuðu um að það gæti hjálpað í barátunni gegn kórónuveirunni. Getty/Barcroft Media Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. Eiginkonan liggur nú á sjúkrahúsi og er sögð vera í alvarlegu ástandi. Þau innbyrtu efnið eftir að hafa séð Trump Bandaríkjaforseta lýsa lyfi með virka efninu chloroquine sem mögulegri lausn við kórónuveirufaraldrinum. Efnið chloroquine phosphate sem þau innbyrtu er skylt því sem Trump nefndi og hefur einnig verið selt sem lyf. Það er hins vegar líka notað til þess að hreinsa fiskabúr og höfðu hjónin áður notað það í þeim tilgangi. Konan kannaðist því við heitið chloroquine þegar hún heyrði það í ræðu forsetans. Chloroquine hefur verið samþykkt af bandarísku lyfjastofnuninni til meðferðar á malaríu, liðagigt og rauðum úlfúm. Ekki hefur verið sýnt fram á að lyfið gagnist gegn kórónuveirunni en rannsóknir standa yfir. Hjónin sem eru á sjötugsaldri eru sögð hafa veikst fljótlega eftir inntökuna. Í samtali við bandarísku NBC fréttastofuna sagðist konan hafa séð ávarp Trumps þar sem hann ræddi um chloroquine. Þar talaði hann í löngu máli um að lyfin lofuðu góðu sem hugsanleg fyrirbyggjandi meðferð við COVID-19 sjúkdómnum sem veiran veldur, rétt áður en læknir í faraldursaðgerðarstjórn hans sá sig knúinn til þess að setja góðan fyrirvara. „Við sáum blaðamannafundinn hans. Það var mikið sýnt frá honum. Trump sagði ítrekað að þarna væri nokkurn veginn um að ræða lækningu,“ sagði konan í samtali við NBC. „Við vorum hrædd við að verða veik,“ bætti hún við. Yfir 46 þúsund staðfest smit hafa greinst í Bandaríkjunum og minnst 592 látið lífið af völdum kórónuveirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. Eiginkonan liggur nú á sjúkrahúsi og er sögð vera í alvarlegu ástandi. Þau innbyrtu efnið eftir að hafa séð Trump Bandaríkjaforseta lýsa lyfi með virka efninu chloroquine sem mögulegri lausn við kórónuveirufaraldrinum. Efnið chloroquine phosphate sem þau innbyrtu er skylt því sem Trump nefndi og hefur einnig verið selt sem lyf. Það er hins vegar líka notað til þess að hreinsa fiskabúr og höfðu hjónin áður notað það í þeim tilgangi. Konan kannaðist því við heitið chloroquine þegar hún heyrði það í ræðu forsetans. Chloroquine hefur verið samþykkt af bandarísku lyfjastofnuninni til meðferðar á malaríu, liðagigt og rauðum úlfúm. Ekki hefur verið sýnt fram á að lyfið gagnist gegn kórónuveirunni en rannsóknir standa yfir. Hjónin sem eru á sjötugsaldri eru sögð hafa veikst fljótlega eftir inntökuna. Í samtali við bandarísku NBC fréttastofuna sagðist konan hafa séð ávarp Trumps þar sem hann ræddi um chloroquine. Þar talaði hann í löngu máli um að lyfin lofuðu góðu sem hugsanleg fyrirbyggjandi meðferð við COVID-19 sjúkdómnum sem veiran veldur, rétt áður en læknir í faraldursaðgerðarstjórn hans sá sig knúinn til þess að setja góðan fyrirvara. „Við sáum blaðamannafundinn hans. Það var mikið sýnt frá honum. Trump sagði ítrekað að þarna væri nokkurn veginn um að ræða lækningu,“ sagði konan í samtali við NBC. „Við vorum hrædd við að verða veik,“ bætti hún við. Yfir 46 þúsund staðfest smit hafa greinst í Bandaríkjunum og minnst 592 látið lífið af völdum kórónuveirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna