Stormur í vatnsglasi en lækka um sjö prósent í launum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 22:00 Mágarnir töluðu frá suður Svíþjóð í dag þar sem fer vel um þá á þessum erfiðu tímum en unnusta Ólafs er systir Bjarna. vísir/skjáskot Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður, leikur með liðinu en hann segir að fréttin hafi verið stormur í vatnsglasi en Ólafur var í viðtali í Sportið í dag. „Það kom grein í blaðinu hér í Svíþjóð sem var stormur í vatnsglasi. Þetta var ekki alveg jafn hræðilegt og það leit út fyrir að vera. Formaðurinn fór í viðtal og sagði að búið væri að setja starfsmenn á þessi neyðarúrlög,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Hann var að meina að hann væri búinn að setja fólkið á skrifstofunni og alla þá sem vinna í kringum félagið á þessi laun. Þau minnkuðu vinnuna niður í 40% og þá var ekki búið að ganga frá samningum við leikmannasamtökin að leikmenn færu á þessa samninga.“ „Þeir létu það líta fyrir það að við værum komnir á þessa samninga sem var ekki raunin. Allt saman einn misskilningur og það er búið að ná þessum samningi núna. Hann hefur tekið gildi bæði í handbolta og fótbolta þar sem launin eru aðeins dregin niður.“ „Leikmennirnir lækka í launum um sjö prósent en klúbbarnir eru að spara sér næstum því meira en helming. Það er góð lausn fyrir báða aðila.“ Hann segir að lausnin hafi verið afar góð að endingu, því mörg félög eiga í miklum erfiðleikum. „Við eigum þannig séð að vinna 40% vinnu og ríkið tekur þá þessi 60% á móti. Leikmenn enduðu í mesta lagi með sjö prósent launalækkun. Í þessari stöðu er þetta bara frábær lausn því það eru klúbbar hérna sem eru að ströggla gríðarlega og myndu ekki lifa af ef það væri ekki fyrir þessa hjálp.“ Bjarni Mark Duffield, sem leikur með Brage í sænsku B-deildinni, tekur undir orð mág síns og segir að það sama gildi um fótboltann. Hann fái útborgað það sem hann eigi að fá útborgað um mánaðarmótin. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá hér neðar í fréttinni. Klippa: Óli Guðmundss og Bjarni Mark um launamálin hjá sér Sænski boltinn Sænski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður, leikur með liðinu en hann segir að fréttin hafi verið stormur í vatnsglasi en Ólafur var í viðtali í Sportið í dag. „Það kom grein í blaðinu hér í Svíþjóð sem var stormur í vatnsglasi. Þetta var ekki alveg jafn hræðilegt og það leit út fyrir að vera. Formaðurinn fór í viðtal og sagði að búið væri að setja starfsmenn á þessi neyðarúrlög,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Hann var að meina að hann væri búinn að setja fólkið á skrifstofunni og alla þá sem vinna í kringum félagið á þessi laun. Þau minnkuðu vinnuna niður í 40% og þá var ekki búið að ganga frá samningum við leikmannasamtökin að leikmenn færu á þessa samninga.“ „Þeir létu það líta fyrir það að við værum komnir á þessa samninga sem var ekki raunin. Allt saman einn misskilningur og það er búið að ná þessum samningi núna. Hann hefur tekið gildi bæði í handbolta og fótbolta þar sem launin eru aðeins dregin niður.“ „Leikmennirnir lækka í launum um sjö prósent en klúbbarnir eru að spara sér næstum því meira en helming. Það er góð lausn fyrir báða aðila.“ Hann segir að lausnin hafi verið afar góð að endingu, því mörg félög eiga í miklum erfiðleikum. „Við eigum þannig séð að vinna 40% vinnu og ríkið tekur þá þessi 60% á móti. Leikmenn enduðu í mesta lagi með sjö prósent launalækkun. Í þessari stöðu er þetta bara frábær lausn því það eru klúbbar hérna sem eru að ströggla gríðarlega og myndu ekki lifa af ef það væri ekki fyrir þessa hjálp.“ Bjarni Mark Duffield, sem leikur með Brage í sænsku B-deildinni, tekur undir orð mág síns og segir að það sama gildi um fótboltann. Hann fái útborgað það sem hann eigi að fá útborgað um mánaðarmótin. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá hér neðar í fréttinni. Klippa: Óli Guðmundss og Bjarni Mark um launamálin hjá sér
Sænski boltinn Sænski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira