Tveggja ára snáði sprækur í einangrun með hundslappri mömmu og ömmu í Stykkishólmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 16:48 Kristín, Francisco og Teodoro Kristján og Þorgerður Sigurðardóttir. Aðsend mynd Þorgerður Sigurðardóttir sjúkraþjálfari er ein þeirra hundruð Íslendinga sem eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Hún veiktist á laugardaginn og þrátt fyrir að hafa ekki farið í sýnatöku segir hún engan vafa leika á því að hún sé með veiruna. Hún smitaðist af dóttur sinni, Kristínu Eygló Kristjánsdóttur, sem varð mjög veik af veirunni síðastliðinn fimmtudag. Þá voru þær mæðgur þegar komnar í sóttkví í Stykkishólmi en Kristín var alveg einkennalaus þar til hún veiktist. Þar eru þær nú í einangrun ásamt Teodoro Kristjáni, tæplega tveggja ára gömlum syni Kristínar og manns hennar, Francisco. Þorgerður segir drenginn mjög hressan, hann hafi aðeins mælst með nokkrar kommur, en þær mæðgur hafi báðar orðið mjög veikar. Þorgerður deildi sinni sögu í færslu á Facebook-síðu sinni í gær, aðallega til að brýna fyrir fólki að sóttkví skipti máli en einnig til að benda á að veiran smitast eins og ekkert sé. Kristín, Teodoro litli og Francisco, sem er Spánverji, búa á Spáni og hafa gert í mörg ár. Síðastliðinn miðvikudag komu þau Kristín og Teodoro til Íslands og sótti Þorgerður þau til Keflavíkur. Þaðan óku þau beinustu leið til Stykkishólms í sóttkví þar sem móðir Þorgerðar á hús. Vildi Þorgerður fara með mæðginunum vestur í sóttkví til að geta aðstoðað dóttur sína með drenginn ef hún skyldi veikjast. Á miðvikudagskvöldið fengu þau fregnir af því að Francisco væri orðinn veikur en hann var ekki með nein einkenni um veiruna þegar mæðginin fóru til Íslands og enginn grunur um að hann væri smitaður. Kristín var enn spræk, vissulega þreytt eftir ferðalagið og keyrsluna en ekki lasin. Hún vaknaði síðan veik á fimmtudagsmorgninum og veikindin versnuðu mjög hratt. Kristín fór í sýnatöku fyrir kórónuveirunni og reyndist sýnið jákvætt. Henni líður aðeins betur núna að sögn Þorgerðar þótt það sé aðeins sveiflukennt. Var komin með 39,7 stiga hita í gærkvöldi „Hún var orðin veik strax morguninn eftir að hún kom. Hún hefur verið með lítinn hita upp á síðkastið en það ber aðeins á mæði og ofboðslegri þreytu. Aftur á móti veikist ég á laugardegi þannig að þetta er mjög stuttur meðgöngutími í okkar tilviki og ég er búin að vera með mjög mikinn hita. Þetta gerist rosalega hratt hjá okkur báðum en ég er búin að vera með mjög mikinn hita svolítið lengi. Ég er búin að vera með aldrei undir 39 núna síðan á sunnudag og ég var komin í 39,7 í gærkvöldi,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. Þorgerður sótti dóttur sína og barnabarn á Keflavíkurflugvöll síðastliðinn miðvikudag þegar þau komu frá Spáni. Þaðan fóru þau beint í sóttkví til Stykkishólms þar sem þau eru nú í einangrun.Vísir/Vilhelm Hún segir paratabs hjálpa til við að slá á hitann en lýsir annars einkennunum á þann veg að það sé mikill slappleiki, höfuðverkir, beinverkir og kuldi samfara þessum mikla hita. Þorgerður segir dóttur sína kannski áhyggjufyllri en þær séu báðar hraustar. „Og ég hef þannig séð ekki haft áhyggjur, þetta er náttúrulega bara hundleiðinlegt, en ég hef ekki verið með nein öndunarfæraeinkenni, enn sem komið er og það heldur mér svolítið glaðri.“ Þá sé Kristín heldur ekki með nein alvarleg öndunarfæraeinkenni þótt hún hafi upplifað mæði. „Ég þarf að nota astmalyf í kulda og þegar ég fer út að hlaupa, ég labba á fjöll og hleyp, og ef ég er úti í kulda þá þarf ég að nota astmalyf. Ég má nota þau og ég er kannski að nota þau tvisvar á dag. Ég er enn sem komið er, sjö, níu, þrettán, laus við öndunarfæravanlíðan. En það hefur aðeins örlað á því hjá tengdasyni mínum á Spáni og dóttur minni,“ segir Þorgerður. Vildi koma konu og barni til Íslands vegna mikillar útbreiðslu veirunnar á Spáni Hún segir tengdason sinn hafa viljað koma konu sinni og barni til Íslands vegna mikillar útbreiðslu veirunnar á Spáni. Hann hafi óttast að staðan á Spáni yrði eins og á Ítalíu. Hann sjálfur megi hins vegar ekki yfirgefa landið þar sem hann er lögreglumaður og þar með partur af almannavarnakerfi landsins. Þorgerður lýsir í færslu sinni á Facebook þeim mun sem þau fjölskyldan hafi upplifað annars vegar á heilbrigðiskerfinu hér og hins vegar á kerfinu úti á Spáni. Lögreglumenn fylgjast með röð við inngang á bráðamóttöku sjúkrahúss í Barcelona. Ástandið á Spáni verður alvarlegra með hverjum deginum.Vísir/EPA Þannig hafi Francisco ekki náð sambandi við neinn heilbrigðisstarfsmann fyrr en fyrst í gær eftir að hafa reynt að ná sambandi í marga daga. Hann hefur ekki farið í sýnatöku vegna veirunnar og Þorgerður kveðst halda að það standi ekki til að hann fái að fara í sýnatöku. Hann er enn í einangrun en er að hressast, er til að mynda orðinn hitalaus. Kerfið virðist þannig ekki ráða við álagið á Spáni og segir Þorgerður mun betra að vera á Íslandi. Þær mæðgur séu mjög þakklátar og þá sérstaklega fyrir íslenskt heilbrigðisstarfsfólk. Þannig hafi þær fengið símtöl frá læknum á hverjum degi eftir að Kristín greindist, bæði frá læknum í Stykkishólmi og COVID-teyminu á Landspítala. Vill ekki eyða dýrmætum veirupinna í greiningu „Það hefur verið staðið ofboðslega vel að þessu öllu saman og ég var alveg sammála því að það er engin þörf á að testa mig. Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi bæði við COVID-teymið á Landspítalanum og læknana hér og það er hringt og passað upp á okkur og spurt um einkenni. Þannig að það eru allir sammála um það að ég teljist vera með þessa veiki, það þarf ekki að eyða pinna á þetta, þeir eru of dýrmætir, það er enginn vafi,“ segir Þorgerður. Eins og áður segir er Teodoro litli mjög hress. „Hann er bara sprækur, sjö, níu, þrettán og gott í raun og veru að hún varð veik fyrst og þá gat ég passað upp á hann. Svo hef ég verið einskis nýt núna síðustu dagana. En þá hefur hún verið hressari,“ segir Þorgerður. Hún segir mikla gleði að dóttir hennar og barnabarn hafi komist til Íslands en á sama tíma sé erfitt að vita af tengdasyninum einum úti á Spáni. „Og ofboðslega erfitt fyrir dóttur mína að hafa farið frá honum. Það er náttúrulega ekkert létt en hann lagði hart að þeim að fara til Íslands. Vonandi gengur þetta yfir þannig að þau geta sameinast aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Stykkishólmur Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þorgerður Sigurðardóttir sjúkraþjálfari er ein þeirra hundruð Íslendinga sem eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Hún veiktist á laugardaginn og þrátt fyrir að hafa ekki farið í sýnatöku segir hún engan vafa leika á því að hún sé með veiruna. Hún smitaðist af dóttur sinni, Kristínu Eygló Kristjánsdóttur, sem varð mjög veik af veirunni síðastliðinn fimmtudag. Þá voru þær mæðgur þegar komnar í sóttkví í Stykkishólmi en Kristín var alveg einkennalaus þar til hún veiktist. Þar eru þær nú í einangrun ásamt Teodoro Kristjáni, tæplega tveggja ára gömlum syni Kristínar og manns hennar, Francisco. Þorgerður segir drenginn mjög hressan, hann hafi aðeins mælst með nokkrar kommur, en þær mæðgur hafi báðar orðið mjög veikar. Þorgerður deildi sinni sögu í færslu á Facebook-síðu sinni í gær, aðallega til að brýna fyrir fólki að sóttkví skipti máli en einnig til að benda á að veiran smitast eins og ekkert sé. Kristín, Teodoro litli og Francisco, sem er Spánverji, búa á Spáni og hafa gert í mörg ár. Síðastliðinn miðvikudag komu þau Kristín og Teodoro til Íslands og sótti Þorgerður þau til Keflavíkur. Þaðan óku þau beinustu leið til Stykkishólms í sóttkví þar sem móðir Þorgerðar á hús. Vildi Þorgerður fara með mæðginunum vestur í sóttkví til að geta aðstoðað dóttur sína með drenginn ef hún skyldi veikjast. Á miðvikudagskvöldið fengu þau fregnir af því að Francisco væri orðinn veikur en hann var ekki með nein einkenni um veiruna þegar mæðginin fóru til Íslands og enginn grunur um að hann væri smitaður. Kristín var enn spræk, vissulega þreytt eftir ferðalagið og keyrsluna en ekki lasin. Hún vaknaði síðan veik á fimmtudagsmorgninum og veikindin versnuðu mjög hratt. Kristín fór í sýnatöku fyrir kórónuveirunni og reyndist sýnið jákvætt. Henni líður aðeins betur núna að sögn Þorgerðar þótt það sé aðeins sveiflukennt. Var komin með 39,7 stiga hita í gærkvöldi „Hún var orðin veik strax morguninn eftir að hún kom. Hún hefur verið með lítinn hita upp á síðkastið en það ber aðeins á mæði og ofboðslegri þreytu. Aftur á móti veikist ég á laugardegi þannig að þetta er mjög stuttur meðgöngutími í okkar tilviki og ég er búin að vera með mjög mikinn hita. Þetta gerist rosalega hratt hjá okkur báðum en ég er búin að vera með mjög mikinn hita svolítið lengi. Ég er búin að vera með aldrei undir 39 núna síðan á sunnudag og ég var komin í 39,7 í gærkvöldi,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. Þorgerður sótti dóttur sína og barnabarn á Keflavíkurflugvöll síðastliðinn miðvikudag þegar þau komu frá Spáni. Þaðan fóru þau beint í sóttkví til Stykkishólms þar sem þau eru nú í einangrun.Vísir/Vilhelm Hún segir paratabs hjálpa til við að slá á hitann en lýsir annars einkennunum á þann veg að það sé mikill slappleiki, höfuðverkir, beinverkir og kuldi samfara þessum mikla hita. Þorgerður segir dóttur sína kannski áhyggjufyllri en þær séu báðar hraustar. „Og ég hef þannig séð ekki haft áhyggjur, þetta er náttúrulega bara hundleiðinlegt, en ég hef ekki verið með nein öndunarfæraeinkenni, enn sem komið er og það heldur mér svolítið glaðri.“ Þá sé Kristín heldur ekki með nein alvarleg öndunarfæraeinkenni þótt hún hafi upplifað mæði. „Ég þarf að nota astmalyf í kulda og þegar ég fer út að hlaupa, ég labba á fjöll og hleyp, og ef ég er úti í kulda þá þarf ég að nota astmalyf. Ég má nota þau og ég er kannski að nota þau tvisvar á dag. Ég er enn sem komið er, sjö, níu, þrettán, laus við öndunarfæravanlíðan. En það hefur aðeins örlað á því hjá tengdasyni mínum á Spáni og dóttur minni,“ segir Þorgerður. Vildi koma konu og barni til Íslands vegna mikillar útbreiðslu veirunnar á Spáni Hún segir tengdason sinn hafa viljað koma konu sinni og barni til Íslands vegna mikillar útbreiðslu veirunnar á Spáni. Hann hafi óttast að staðan á Spáni yrði eins og á Ítalíu. Hann sjálfur megi hins vegar ekki yfirgefa landið þar sem hann er lögreglumaður og þar með partur af almannavarnakerfi landsins. Þorgerður lýsir í færslu sinni á Facebook þeim mun sem þau fjölskyldan hafi upplifað annars vegar á heilbrigðiskerfinu hér og hins vegar á kerfinu úti á Spáni. Lögreglumenn fylgjast með röð við inngang á bráðamóttöku sjúkrahúss í Barcelona. Ástandið á Spáni verður alvarlegra með hverjum deginum.Vísir/EPA Þannig hafi Francisco ekki náð sambandi við neinn heilbrigðisstarfsmann fyrr en fyrst í gær eftir að hafa reynt að ná sambandi í marga daga. Hann hefur ekki farið í sýnatöku vegna veirunnar og Þorgerður kveðst halda að það standi ekki til að hann fái að fara í sýnatöku. Hann er enn í einangrun en er að hressast, er til að mynda orðinn hitalaus. Kerfið virðist þannig ekki ráða við álagið á Spáni og segir Þorgerður mun betra að vera á Íslandi. Þær mæðgur séu mjög þakklátar og þá sérstaklega fyrir íslenskt heilbrigðisstarfsfólk. Þannig hafi þær fengið símtöl frá læknum á hverjum degi eftir að Kristín greindist, bæði frá læknum í Stykkishólmi og COVID-teyminu á Landspítala. Vill ekki eyða dýrmætum veirupinna í greiningu „Það hefur verið staðið ofboðslega vel að þessu öllu saman og ég var alveg sammála því að það er engin þörf á að testa mig. Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi bæði við COVID-teymið á Landspítalanum og læknana hér og það er hringt og passað upp á okkur og spurt um einkenni. Þannig að það eru allir sammála um það að ég teljist vera með þessa veiki, það þarf ekki að eyða pinna á þetta, þeir eru of dýrmætir, það er enginn vafi,“ segir Þorgerður. Eins og áður segir er Teodoro litli mjög hress. „Hann er bara sprækur, sjö, níu, þrettán og gott í raun og veru að hún varð veik fyrst og þá gat ég passað upp á hann. Svo hef ég verið einskis nýt núna síðustu dagana. En þá hefur hún verið hressari,“ segir Þorgerður. Hún segir mikla gleði að dóttir hennar og barnabarn hafi komist til Íslands en á sama tíma sé erfitt að vita af tengdasyninum einum úti á Spáni. „Og ofboðslega erfitt fyrir dóttur mína að hafa farið frá honum. Það er náttúrulega ekkert létt en hann lagði hart að þeim að fara til Íslands. Vonandi gengur þetta yfir þannig að þau geta sameinast aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Stykkishólmur Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent