Smári McCarthy smitaður af kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. mars 2020 23:42 Smári McCarthy er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er smitaður af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Jæja. Það kom að því. Fyrir rúmri viku fór ég í sjálfskipaða sóttkví eftir að ég fór að fá hósta. Það kom á daginn í gær eftir prufu á föstudaginn að ég er búinn að vera með Covid-19 smit. Ég er þokkalega hress, einkennin mjög væg, hóstinn mestmegnis farinn og hitinn varð aldrei mikill,“ skrifar Smári. Hann segir önnur einkenni koma og fara, auk þess sem hann kveðst heppinn hversu vægt ástand hans virðist vera. Hann sé nú kominn í tveggja vikna einangrun. Hann ætlar þó að reyna að sinna þingstörfum eftir bestu getu á meðan, í gegnum fjarfundi og símtöl. „Ég veit ekki hvar ég smitaðist eða hvernig, það verður líklega aldrei vitað. Smitrakningarteymið sendi á mig skjal og gaf mér viðmiðunardagsetningu eftir samtal, og það ætti að vera búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist mig. Hvað Alþingi varðar hafa aðgerðirnar þar til að halda fólki í hæfilegri fjarlægð hver frá öðrum verið til þess að mitt smit ætti ekki að hafa teljandi áhrif á störfin þar,“ skrifar hann og bætir við að hann telji þó að smitum á Alþingi eigi eftir að fjölga þegar á líður. Þá segist Smári gjarnan vilja hrósa heilsugæslunni í Miðbæ, smitrakningateymi almannavarna og lækninum sem hringdi í hann til þess að færa honum fréttirnar af því að hann hefði greinst með veiruna. Allt þetta fólk, ásamt öðrum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins, sé að vinna þrekvirki þessa dagana. „Við erum öll í þessu saman. Nú reynir á að við fylgjum reglunum, reynum að minnka smit eins mikið og hægt er, og reynum að komast í gegnum þetta. Stöndum saman og komum út sterkari. Pís!“ skrifar Smári að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er smitaður af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Jæja. Það kom að því. Fyrir rúmri viku fór ég í sjálfskipaða sóttkví eftir að ég fór að fá hósta. Það kom á daginn í gær eftir prufu á föstudaginn að ég er búinn að vera með Covid-19 smit. Ég er þokkalega hress, einkennin mjög væg, hóstinn mestmegnis farinn og hitinn varð aldrei mikill,“ skrifar Smári. Hann segir önnur einkenni koma og fara, auk þess sem hann kveðst heppinn hversu vægt ástand hans virðist vera. Hann sé nú kominn í tveggja vikna einangrun. Hann ætlar þó að reyna að sinna þingstörfum eftir bestu getu á meðan, í gegnum fjarfundi og símtöl. „Ég veit ekki hvar ég smitaðist eða hvernig, það verður líklega aldrei vitað. Smitrakningarteymið sendi á mig skjal og gaf mér viðmiðunardagsetningu eftir samtal, og það ætti að vera búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist mig. Hvað Alþingi varðar hafa aðgerðirnar þar til að halda fólki í hæfilegri fjarlægð hver frá öðrum verið til þess að mitt smit ætti ekki að hafa teljandi áhrif á störfin þar,“ skrifar hann og bætir við að hann telji þó að smitum á Alþingi eigi eftir að fjölga þegar á líður. Þá segist Smári gjarnan vilja hrósa heilsugæslunni í Miðbæ, smitrakningateymi almannavarna og lækninum sem hringdi í hann til þess að færa honum fréttirnar af því að hann hefði greinst með veiruna. Allt þetta fólk, ásamt öðrum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins, sé að vinna þrekvirki þessa dagana. „Við erum öll í þessu saman. Nú reynir á að við fylgjum reglunum, reynum að minnka smit eins mikið og hægt er, og reynum að komast í gegnum þetta. Stöndum saman og komum út sterkari. Pís!“ skrifar Smári að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira