Leikmenn á Íslandi hafa áhyggjur | Ástandið ekki gott áður en þessi faraldur fór af stað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 22:00 Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir ljóst að efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar bíti íþróttafélög landsins sem hafi auk þess ekki verið í sérlega góðri stöðu áður en veiran breiddist út. „Ástandið var kannski ekki sérstaklega gott áður en þessi faraldur fór af stað. Við vorum búin að heyra að sum félög væru í erfiðleikum með að greiða laun, og reksturinn hefur verið pínu erfiður það sem af er ári. Svo bætist þetta [kórónuveiran] ofan á þau vandamál sem voru fyrir. Það eru því augljóslega vandamál hjá félögunum, og kannski skiljanlega að einhverju leyti, þannig að leikmenn hafa vissar áhyggjur af því hvernig framhaldið verður,“ sagði Arnar Sveinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „Það sem ég held að sé langmikilvægast er að menn séu hreinskilnir. Að félögin séu hreinskilin við leikmennina sína. Það sé ekki verið að fela eitthvað fyrir leikmönnum og segja að það sé allt í góðu ef svo er ekki. Bara taka opinskátt samtal við leikmennina og segja þeim hver staðan er, og þá standa menn líka eftir með mikið samstarfsfúsari leikmenn en ef þetta væri öfugt,“ sagði Arnar Sveinn, sem er leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Hann er bjartsýnn á að Íslandsmótið í fótbolta fari fram en því var í nýliðinni viku frestað fram í miðjan maí. „Ég held að það sé hægt að spila þetta mót, hvort sem það byrjar í maí, júní eða júlí. Það verður með skrýtnum hætti, og Íslandsmótið verður alltaf pínu skrýtið úr því sem komið er. Við þurfum bara að taka því. Það er ekkert við þessu að gera. Þetta er ekki í höndum neins, það er enginn að gera neitt rangt í þessum aðstæðum. Við þurfum bara að vera hreinskilin, tala saman, finna lausnir á þessu saman og komast í gegnum þetta saman.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir ljóst að efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar bíti íþróttafélög landsins sem hafi auk þess ekki verið í sérlega góðri stöðu áður en veiran breiddist út. „Ástandið var kannski ekki sérstaklega gott áður en þessi faraldur fór af stað. Við vorum búin að heyra að sum félög væru í erfiðleikum með að greiða laun, og reksturinn hefur verið pínu erfiður það sem af er ári. Svo bætist þetta [kórónuveiran] ofan á þau vandamál sem voru fyrir. Það eru því augljóslega vandamál hjá félögunum, og kannski skiljanlega að einhverju leyti, þannig að leikmenn hafa vissar áhyggjur af því hvernig framhaldið verður,“ sagði Arnar Sveinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „Það sem ég held að sé langmikilvægast er að menn séu hreinskilnir. Að félögin séu hreinskilin við leikmennina sína. Það sé ekki verið að fela eitthvað fyrir leikmönnum og segja að það sé allt í góðu ef svo er ekki. Bara taka opinskátt samtal við leikmennina og segja þeim hver staðan er, og þá standa menn líka eftir með mikið samstarfsfúsari leikmenn en ef þetta væri öfugt,“ sagði Arnar Sveinn, sem er leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Hann er bjartsýnn á að Íslandsmótið í fótbolta fari fram en því var í nýliðinni viku frestað fram í miðjan maí. „Ég held að það sé hægt að spila þetta mót, hvort sem það byrjar í maí, júní eða júlí. Það verður með skrýtnum hætti, og Íslandsmótið verður alltaf pínu skrýtið úr því sem komið er. Við þurfum bara að taka því. Það er ekkert við þessu að gera. Þetta er ekki í höndum neins, það er enginn að gera neitt rangt í þessum aðstæðum. Við þurfum bara að vera hreinskilin, tala saman, finna lausnir á þessu saman og komast í gegnum þetta saman.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00
Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41