Erlent

Á yfir­snúningi við að fram­leiða próf fyrir kórónu­veirunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa
Hvert próf kostar rúmar 140 þúsund krónur.
Hvert próf kostar rúmar 140 þúsund krónur. Stöð 2

Rannsóknarstofur víðs vegar um heiminn eru nú á yfirsnúningi við að framleiða próf fyrir nýju kórónuveiruna. Á rannsóknarstofu Primer Design á Bretlandi er verið að framleiða próf fyrir viðskiptavini í fimmtíu ríkjum. Afar mikilvægt hefur reynst að greina smitaða sem allra fyrst og því skiptir sköpum að öll ríki heims hafi næg próf.

Adam Herridge, vöruhönnunarstjóri fyrirtækisins, segir þetta vera flókið ferli framleiða þurfi alla íhluti og efni, frysta vöruna og ganga úr skugga að hún virki.

Adam Herridge, vöruhönnunarstjóri Primer Design, segir þetta vera flókið ferli framleiða þurfi alla íhluti og efni, frysta vöruna og ganga úr skugga að hún virki.Stöð 2

„Tæknin hefur þróast svo hratt að nú höfum við teymi vísindamanna sem grafast fyrir um gögn og gerir þeim kleift að nota þessar upplýsingar til að hanna próf sem er sérhæft aðeins fyrir þessa veiru. Það þýðir að við erum viss um að finna þessa veiru en ekki einhverja aðra.“

Fyrirtækið gefur ekki upp hversu mörg próf það hefur framleitt til þessa. Tugir þúsunda prófa eru framleiddir á hverjum einasta degi og kostar hvert þeirra 842 pund, andvirði um 140 þúsunda króna.

? Paul Oladimeji, yfirmaður rannsókna- og þróunardeildarinnar hjá Primer Design.Stöð 2

En hvernig virka þessi próf? Paul Oladimeji, yfirmaður rannsókna- og þróunardeildarinnar er með svarið: „Þetta tilraunaglas inniheldur virka efnið sem er uppistaðan í tækninni sem við notum til að finna COVID-19. Mikilvægasti hluti þessa ferlis er þetta. Þetta er er kanninn sem les DNA-runurnar sem binst COVID-19 og gerir okkur kleift að finna hana.“


Tengdar fréttir

Kári segir Persónuvernd seka um glæp

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birtir harðorða grein þar sem hann lýsir þeim hörmungum sem kórónuveiran hefur valdið bæði hér á landi og á heimsvísu. Hann beinir svo spjótum sínum að Persónuvernd og vandar þeirri stofnun ekki kveðjurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×