Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. mars 2020 11:05 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á einum af mörgum upplýsingafundum almannavarna. Vísir/Vilhelm Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. Þær fela meðal annars í sér að töluvert færri geta komið saman en áður. Þá verður sundlaugum og líkamsræktarstöðvum væntanlega lokað. Samkomubannið sem nú er í gildi felur í sér að ekki mega fleiri en eitt hundrað manns koma saman og þá þurfa að vera tveir metrar á milli manna. Til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar frekar vill sóttvarnalæknir að aðgerðir stjórnvalda verði hertar. Hann sendi í gær minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem þetta er lagt til og fundar ríkisstjórnin um málið klukkan fimm. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að aðgerðirnar muni hafa víðtækari áhrif en þær sem nú eru í gildi. „Það er verið að fækka úr hundrað. Endanleg tala liggur ekki fyrir enn þá hver hún verður en þetta er veruleg hersla á þessu. Á sama skapi er verið að leggja til lokanir á ýmissi starfsemi eins og starfsemi þar sem að hérna er svona einn og einn, hárgreiðslustofur og slíkt. Þannig að það er margt sem að mun herðast við þessar breytingar,“ sagði Víðir. Víðir á von á að miðað verði við að ekki megi fleiri koma saman en tuttugu til þrjátíu. Þrátt fyrir hertar reglur munu matvöruverslanir og apótek geta starfað áfram. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því og ítreka almannavarnir að birgðastaða í landinu sé góð og ekki merki um að breyting verði á því. Þá á Víðir ekki von á að aðgerðirnar hafi frekari áhrif á skóla- og leikskólastarf sem gæti þá væntanlega verið óbreytt frá því sem nú er. Hins vegar telur hann líklegt að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað. „Við höfum alveg fundið það núna síðustu daga að hundrað hefur oft verið erfitt í framkvæmd fyrir marga og núna þegar við lækkum þetta verulega þá verður þetta náttúrulega enn þá erfiðara fyrir marga aðila en við erum líka að horfa einmitt á þessa staði þar sem að smithættan er talin vera meiri. Þar sem nándin er meiri og þar sem menn eru að nota sömu tólin og annað slíkt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. Þær fela meðal annars í sér að töluvert færri geta komið saman en áður. Þá verður sundlaugum og líkamsræktarstöðvum væntanlega lokað. Samkomubannið sem nú er í gildi felur í sér að ekki mega fleiri en eitt hundrað manns koma saman og þá þurfa að vera tveir metrar á milli manna. Til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar frekar vill sóttvarnalæknir að aðgerðir stjórnvalda verði hertar. Hann sendi í gær minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem þetta er lagt til og fundar ríkisstjórnin um málið klukkan fimm. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að aðgerðirnar muni hafa víðtækari áhrif en þær sem nú eru í gildi. „Það er verið að fækka úr hundrað. Endanleg tala liggur ekki fyrir enn þá hver hún verður en þetta er veruleg hersla á þessu. Á sama skapi er verið að leggja til lokanir á ýmissi starfsemi eins og starfsemi þar sem að hérna er svona einn og einn, hárgreiðslustofur og slíkt. Þannig að það er margt sem að mun herðast við þessar breytingar,“ sagði Víðir. Víðir á von á að miðað verði við að ekki megi fleiri koma saman en tuttugu til þrjátíu. Þrátt fyrir hertar reglur munu matvöruverslanir og apótek geta starfað áfram. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því og ítreka almannavarnir að birgðastaða í landinu sé góð og ekki merki um að breyting verði á því. Þá á Víðir ekki von á að aðgerðirnar hafi frekari áhrif á skóla- og leikskólastarf sem gæti þá væntanlega verið óbreytt frá því sem nú er. Hins vegar telur hann líklegt að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað. „Við höfum alveg fundið það núna síðustu daga að hundrað hefur oft verið erfitt í framkvæmd fyrir marga og núna þegar við lækkum þetta verulega þá verður þetta náttúrulega enn þá erfiðara fyrir marga aðila en við erum líka að horfa einmitt á þessa staði þar sem að smithættan er talin vera meiri. Þar sem nándin er meiri og þar sem menn eru að nota sömu tólin og annað slíkt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43
Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34