Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 20:00 Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona, er ein þeirra sem lagt hafa mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana en hún ætlaði sér að ná lágmarki í 50 metra skriðsundi á Evrópumótinu sem átti að fara fram í maí en hefur verið frestað fram yfir Ólympíuleikana vegna kórónuveirunnar. „Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki hvort það verður neitt mót fyrir mig til að komast inn á Ólympíuleikana. Núna þurfum við bara að bíða og sjá. Það er búið að fresta Íslandsmótinu og við vitum ekki hvenær það verður eða hvort það verður. Ég vona að það verði í maí eða júní, og þá gæti ég reynt að ná inn á Ólympíuleikana þar,“ sagði Ingibjörg við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. „Ég reyni að vera jákvæð en það er rosalega erfitt eins og staðan er núna. Maður er bara að æfa einn, reynir að hlusta á allt og virða tveggja metra regluna. Ólympíuleikarnir eru ennþá settir á í júlí svo maður verður að halda áfram að æfa, og reyna að gera eins mikið og maður getur gert. Reyna að gera eitthvað hérna heima en ég þarf sundlaug. Ég á ekki 50 metra sundlaug hérna heima þannig að ég þarf að fara í sundlaugina að synda. Þetta er erfitt,“ sagði Ingibjörg. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona, er ein þeirra sem lagt hafa mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana en hún ætlaði sér að ná lágmarki í 50 metra skriðsundi á Evrópumótinu sem átti að fara fram í maí en hefur verið frestað fram yfir Ólympíuleikana vegna kórónuveirunnar. „Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki hvort það verður neitt mót fyrir mig til að komast inn á Ólympíuleikana. Núna þurfum við bara að bíða og sjá. Það er búið að fresta Íslandsmótinu og við vitum ekki hvenær það verður eða hvort það verður. Ég vona að það verði í maí eða júní, og þá gæti ég reynt að ná inn á Ólympíuleikana þar,“ sagði Ingibjörg við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. „Ég reyni að vera jákvæð en það er rosalega erfitt eins og staðan er núna. Maður er bara að æfa einn, reynir að hlusta á allt og virða tveggja metra regluna. Ólympíuleikarnir eru ennþá settir á í júlí svo maður verður að halda áfram að æfa, og reyna að gera eins mikið og maður getur gert. Reyna að gera eitthvað hérna heima en ég þarf sundlaug. Ég á ekki 50 metra sundlaug hérna heima þannig að ég þarf að fara í sundlaugina að synda. Þetta er erfitt,“ sagði Ingibjörg.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48