Hamar telur ákvörðun KKÍ ólöglega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 13:30 Maté Dalmay, þjálfari Hamars, sagði stjórn KKÍ til syndanna í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla sem allt stefndi í. Þjálfari Hamars, Maté Dalmay, hefur látið skoðun sína á málinu í ljós. Þar á meðal í Sportinu í dag, þætti sem Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra á Stöð 2 Sport. Þar sagði hann meðal annars eftirfarandi: „Mér finnst eðlilegt að taka sér svolítið langan tíma í svona ákvörðun. Ræða þetta fram og til baka og kasta hugmyndum á milli sín eins og allar deildir í heimi eru að gera. Það liggur ekkert á að taka þessa ákvörðun. Það eru sjö mánuðir í næsta tímabil. Mér finnst langeðlilegast ef formenn allra liða væru á þessum fundi og menn komist að niðurstöðu þar sem allir taka eitthvað högg á sig í staðinn fyrir að láta Grindavík kvenna og Hamar karla taka allt höggið á sig á meðan allir hinir eru grenjandi úr hlátri.“ „Stundum er talað um að taka bestu verstu ákvörðunina. Þetta var versta versta ákvörðunin. Þetta er ekki eins og Hannes [S. Jónsson, formaður KKÍ] talaði um í fjölmiðlum, rosalega erfið og ósanngjörn ákvörðun. Þetta er ekki erfið eða ósanngjörn ákvörðun fyrir neinn. Það er enginn rökstuðningur á bak við þetta, engar útskýringar. Þetta bitnar ekkert á öllum. Þetta bitnar bara á okkur og Grindavík kvenna.“ Nú hefur stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars tekið undir með þjálfara liðsins en tilkynninguna má lesa hér að neðan. Tilkynning Hamars Í tilefni ákvörðunar stjórnar KKÍ um lok keppnistímabilsins 2019/2020 í körfuknattleik. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars lýsir yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnar KKÍ um það hvernig keppnistímabilinu 2019/2020 er lokið. Við fordæmum vinnubrögð stjórnar KKÍ, úrslit eiga að ráðast á leikvelli en ekki við fundarborð KKÍ. Ákvörðun stjórnar KKÍ er að okkar mati ólögleg. Við hvetjum stjórn KKÍ til að endurskoða ákvörðun sína. Með vinsemd og verðingu f.h. körfuknattleiksdeildar Hamars Lárus Ingi Friðfinnsson, formaður Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í dag Hveragerði Tengdar fréttir Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. 20. mars 2020 14:00 „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla sem allt stefndi í. Þjálfari Hamars, Maté Dalmay, hefur látið skoðun sína á málinu í ljós. Þar á meðal í Sportinu í dag, þætti sem Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra á Stöð 2 Sport. Þar sagði hann meðal annars eftirfarandi: „Mér finnst eðlilegt að taka sér svolítið langan tíma í svona ákvörðun. Ræða þetta fram og til baka og kasta hugmyndum á milli sín eins og allar deildir í heimi eru að gera. Það liggur ekkert á að taka þessa ákvörðun. Það eru sjö mánuðir í næsta tímabil. Mér finnst langeðlilegast ef formenn allra liða væru á þessum fundi og menn komist að niðurstöðu þar sem allir taka eitthvað högg á sig í staðinn fyrir að láta Grindavík kvenna og Hamar karla taka allt höggið á sig á meðan allir hinir eru grenjandi úr hlátri.“ „Stundum er talað um að taka bestu verstu ákvörðunina. Þetta var versta versta ákvörðunin. Þetta er ekki eins og Hannes [S. Jónsson, formaður KKÍ] talaði um í fjölmiðlum, rosalega erfið og ósanngjörn ákvörðun. Þetta er ekki erfið eða ósanngjörn ákvörðun fyrir neinn. Það er enginn rökstuðningur á bak við þetta, engar útskýringar. Þetta bitnar ekkert á öllum. Þetta bitnar bara á okkur og Grindavík kvenna.“ Nú hefur stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars tekið undir með þjálfara liðsins en tilkynninguna má lesa hér að neðan. Tilkynning Hamars Í tilefni ákvörðunar stjórnar KKÍ um lok keppnistímabilsins 2019/2020 í körfuknattleik. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars lýsir yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnar KKÍ um það hvernig keppnistímabilinu 2019/2020 er lokið. Við fordæmum vinnubrögð stjórnar KKÍ, úrslit eiga að ráðast á leikvelli en ekki við fundarborð KKÍ. Ákvörðun stjórnar KKÍ er að okkar mati ólögleg. Við hvetjum stjórn KKÍ til að endurskoða ákvörðun sína. Með vinsemd og verðingu f.h. körfuknattleiksdeildar Hamars Lárus Ingi Friðfinnsson, formaður
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í dag Hveragerði Tengdar fréttir Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. 20. mars 2020 14:00 „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. 20. mars 2020 14:00
„Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44
Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00
Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40