Á dagskrá í dag: Krakkamót, bikarúrslitaleikir og CS Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 06:00 Eden Hazard og félagar í Chelsea unnu Manchester United í bikarúrslitaleiknum 2018. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 3 í dag. VÍSIR/GETTY Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Á meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru útsendingar frá stórbardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao, og frá hnefaleikasýningu í Laugardalshöll. Þá verða endursýndir þættir vikunnar af Sportinu í dag og Sportinu í kvöld. Stöð 2 Sport 2 – Fótboltastjörnur framtíðarinnar Á Stöð 2 Sport 2 verður hitað vel upp fyrir komandi knattspyrnusumar með endursýningum á þáttum um stærstu knattspyrnumót barna hér á landi, þar sem sjá má upprennandi knattspyrnustjörnur. Þá verða sýndir leikir úr úrslitakeppni karla í körfubolta, meðal annars úr úrslitaeinvígi KR og Hauka frá 2016. Stöð 2 Sport 3 – Úrslitaleikir í enska bikarnum og Martin Sýndir verða úrslitaleikir úr ensku bikarkeppninni á Stöð 2 Sport 3. Þar verður einnig heimildamynd um Martin Hermannsson og þátturinn um Martin sem var hluti af Atvinnumönnunum okkar, auk fleira efnis. Stöð 2 Golf – Hápunktar frá PGA-mótunum Á Stöð 2 Golf verður hægt að sjá útsendingar frá Opna breska meistaramóti kvenna, Forsetabikarnum, HSBC mótinu og hápunkta frá PGA mótum ársins. Stöð 2 Sport 4 – Úrslitaleikir í Counter-Strike á RIG Á öðrum degi Stöð 2 eSport verða sýndir úrslitaleikir úr íslensku deildinni í Counter-Strike og League of Legends, auk úrslitaleikja í Counter-Strike á Reykjavíkurleikunum í ár. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Íslenski boltinn Box Rafíþróttir Golf Enski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Á meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru útsendingar frá stórbardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao, og frá hnefaleikasýningu í Laugardalshöll. Þá verða endursýndir þættir vikunnar af Sportinu í dag og Sportinu í kvöld. Stöð 2 Sport 2 – Fótboltastjörnur framtíðarinnar Á Stöð 2 Sport 2 verður hitað vel upp fyrir komandi knattspyrnusumar með endursýningum á þáttum um stærstu knattspyrnumót barna hér á landi, þar sem sjá má upprennandi knattspyrnustjörnur. Þá verða sýndir leikir úr úrslitakeppni karla í körfubolta, meðal annars úr úrslitaeinvígi KR og Hauka frá 2016. Stöð 2 Sport 3 – Úrslitaleikir í enska bikarnum og Martin Sýndir verða úrslitaleikir úr ensku bikarkeppninni á Stöð 2 Sport 3. Þar verður einnig heimildamynd um Martin Hermannsson og þátturinn um Martin sem var hluti af Atvinnumönnunum okkar, auk fleira efnis. Stöð 2 Golf – Hápunktar frá PGA-mótunum Á Stöð 2 Golf verður hægt að sjá útsendingar frá Opna breska meistaramóti kvenna, Forsetabikarnum, HSBC mótinu og hápunkta frá PGA mótum ársins. Stöð 2 Sport 4 – Úrslitaleikir í Counter-Strike á RIG Á öðrum degi Stöð 2 eSport verða sýndir úrslitaleikir úr íslensku deildinni í Counter-Strike og League of Legends, auk úrslitaleikja í Counter-Strike á Reykjavíkurleikunum í ár. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Íslenski boltinn Box Rafíþróttir Golf Enski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Sjá meira