Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Yfir fjögur hundruð Íslendingar hafa greinst með kórónuveiruna. Almannavarnateymið skoðar að herða aðgerðir, svo sem að lækka hámarksfjölda í samkomubanni. Vel yfir tvö hundruð starfsmenn Landspítala eru í sóttkví.

Fjallað verður nánar yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og farið yfir stöðuna með yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Hræðilegt ástand ríkir á Ítalíu og álagið á bæði heilbrigðiskerfið og samfélagið allt er afar mikið. Fleiri eru nú látin á Ítalíu en í Kína vegna kórónuveirunnar, alls þrjú þúsund fjögur hundruð og fimm. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Þá verður rætt við mann sem ekki hefur fengið að hitta eiginkonu sína til sextíu ára í nærri hálfan mánuð. Hann segir aðskilnaðinn hafa tekið verulega á.

Efnahagsaðgerðir sem kostað gætu um eða yfir tuttugu milljarða voru samþykktar samhljóða í óvenjulegri atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður fjallað um gríðarlegan vöxt hjá heimsendingarþjónustum, loftbrúna frá Spáni til Íslands og við fylgjumst með hádegistónleikum Bubba í Borgarleikhúsinu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×