Vanda þarf frágang á sorpi við heimili vegna sóttvarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2020 12:07 Landsmenn þurfa að huga vel að því hvernig gengið er frá rusli á tímum smithættu í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur aukið sóttvarnir til verndar starfsmönnum sínum sem vinna við sorphirðu. Til að koma í veg fyrir smit starfsmanna vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi tilmælum til íbúa. Mikilvægt er að fara eftir tilmælunum til að varna því að sorphirða í borginni raskist. Blandaður úrgangur þarf að vera í lokuðum pokum (gráa tunnan). Ekki má yfirfylla tunnur, þær þurfa að vera lokaðar svo starfsmenn komist ekki í snertingu við úrgang við losun eða hann falli úr ílátum. Snýtubréf eiga heima í lokuðu pokum Á þeim heimilum þar sem smit hefur komið upp þarf að huga sérstaklega að mögulegum smitleiðum. Nota þarf heila poka og hnýta vel fyrir þá. Huga þarf að því að smit berist ekki utan á pokum. Snýtubréf eiga heima í lokuðum pokum með blönduðu heimilissorpi en ekki með pappírsúrgangi. Latexhanskar og eins eldhúsbréf sem hafa verið notuð við þrif eða sótthreinsun skal sömuleiðis setja með blönduðum úrgangi. Mikilvægt er að flokka vel og nýta plássið í tunnum heima. Gott er að brjóta saman fernur, pizzakassa og slíkt til að minnka umfang. Í fjölbýli með sorprennum þarf að skipta reglulega um tunnur undir þeim svo rennurnar stíflist ekki. Þeir sem sjá um sorpgeymslur ættu að huga vel að hreinlæti og þvo sér og/eða spritta eftir á. Einnig er gott að nota einnota hanska og henda þeim í blandaðan úrgang að verki loknu. Íbúar þurfa sjálfir að fara með umfram úrgang sem ekki kemst í tunnur á endurvinnslustöðvar Sorpu. Nokkrar algengar spurningar og svör Verður umframsorp tekið ef það er í pokum og sett við hlið tunnu? Nei, það er því miður ekki hægt út af sóttvörnum. Er óhætt að setja plast og pappír í tunnur undir endurvinnsluúrgang eða verður að nota grenndarstöðvar út af hættu í móttökustöð? Eða hætta að flokka? Engin breyting er á flokkun í Reykjavík, nema að efni sem hugsanlega er sóttmengað, verður að setja í gráa tunnu. Flokkaður úrgangur frá Reykjavíkurborg fer ekki í eftirflokkun og er því ekki hætta á að smit berist á milli. Flokkun er mikilvæg svo úrgangur rúmist í ílátum. Ég bý á Kjalarnesi og flokka lífrænan eldhúsúrgang í tilraunaverkefni. Má setja eldhúsbréf og snýtibréf í lífræna hólfið? Nei, snýtibréf og eins eldhúsbréf skal nú setja í hólf fyrir blandaðan úrgang. Sorpa Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur aukið sóttvarnir til verndar starfsmönnum sínum sem vinna við sorphirðu. Til að koma í veg fyrir smit starfsmanna vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi tilmælum til íbúa. Mikilvægt er að fara eftir tilmælunum til að varna því að sorphirða í borginni raskist. Blandaður úrgangur þarf að vera í lokuðum pokum (gráa tunnan). Ekki má yfirfylla tunnur, þær þurfa að vera lokaðar svo starfsmenn komist ekki í snertingu við úrgang við losun eða hann falli úr ílátum. Snýtubréf eiga heima í lokuðu pokum Á þeim heimilum þar sem smit hefur komið upp þarf að huga sérstaklega að mögulegum smitleiðum. Nota þarf heila poka og hnýta vel fyrir þá. Huga þarf að því að smit berist ekki utan á pokum. Snýtubréf eiga heima í lokuðum pokum með blönduðu heimilissorpi en ekki með pappírsúrgangi. Latexhanskar og eins eldhúsbréf sem hafa verið notuð við þrif eða sótthreinsun skal sömuleiðis setja með blönduðum úrgangi. Mikilvægt er að flokka vel og nýta plássið í tunnum heima. Gott er að brjóta saman fernur, pizzakassa og slíkt til að minnka umfang. Í fjölbýli með sorprennum þarf að skipta reglulega um tunnur undir þeim svo rennurnar stíflist ekki. Þeir sem sjá um sorpgeymslur ættu að huga vel að hreinlæti og þvo sér og/eða spritta eftir á. Einnig er gott að nota einnota hanska og henda þeim í blandaðan úrgang að verki loknu. Íbúar þurfa sjálfir að fara með umfram úrgang sem ekki kemst í tunnur á endurvinnslustöðvar Sorpu. Nokkrar algengar spurningar og svör Verður umframsorp tekið ef það er í pokum og sett við hlið tunnu? Nei, það er því miður ekki hægt út af sóttvörnum. Er óhætt að setja plast og pappír í tunnur undir endurvinnsluúrgang eða verður að nota grenndarstöðvar út af hættu í móttökustöð? Eða hætta að flokka? Engin breyting er á flokkun í Reykjavík, nema að efni sem hugsanlega er sóttmengað, verður að setja í gráa tunnu. Flokkaður úrgangur frá Reykjavíkurborg fer ekki í eftirflokkun og er því ekki hætta á að smit berist á milli. Flokkun er mikilvæg svo úrgangur rúmist í ílátum. Ég bý á Kjalarnesi og flokka lífrænan eldhúsúrgang í tilraunaverkefni. Má setja eldhúsbréf og snýtibréf í lífræna hólfið? Nei, snýtibréf og eins eldhúsbréf skal nú setja í hólf fyrir blandaðan úrgang.
Sorpa Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira