Lífið

Stjörnurnar mættu á frumsýninguna á Níu líf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábær mæting á sýninguna rétt fyrir samkomubann. 
Frábær mæting á sýninguna rétt fyrir samkomubann. 

Leiksýningin Níu Líf var frumsýnd á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á föstudeginum fyrir viku og var troðfullt út úr húsi, en samkomubann hófst síðan þremur dögum síðar.

Verkið fjallar um ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens sem hefur verið samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum. Verkinu er skipt upp í nokkra kafla.

Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkilinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn.

Hér að neðan má sjá myndir frá frumsýningunni.

Eyþór Ingi og Soffía Ósk
Eyþór og Ástríður.
Dísa, Bjarni, Dóri, Lovísa.
Tómas Steindorsson, Magrét Erla Maack, Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir, Egill Olafsson
Saga Garðarsdóttir, Snorri Helgasson
Hrafnhildur, Viktor, Gréta, Óskar Palli, Óskar Albertsson, Brynjar Úlfur
Birta Björnsdóttir og Brynja Björnsdóttir
Sveinn Andri og Róbert Óskar.
Sigríður Anna Harðardóttir og Erla Jóhannsdóttir skemmtu sér vel. 
Einar, Jóhanna og Óli létu sig ekki vanta. 
Kristinn Arnar Sigurðsson og Auðunn Lúthersson mættu og virtust skemmta sér vel. 
Hlynur Páll og Kristborg létu sjá sig. 
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri, Björgvin Franz og Berglind Ólafsdóttir voru glæsileg. 
Björn Bergsteinn Guðmundsson, Stefnán Jónsson og Vera Stefánsdóttir. 
Arnar Dan og  Sigga Soffía stórglæsileg. 
Arnar Ingi Ingason (Young Nazareth) og Friðrik Roberts (Floni).





Fleiri fréttir

Sjá meira


×