Á dagskrá í dag: Körfuboltakvöld, goðsagnir efstu deildar og rafíþróttir Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 06:00 Domino´s körfuboltakvöld er á dagskránni í kvöld. Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Á meðal annars efnis á Stöð 2 Sport í dag eru leikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta og Dominos-deild karla í körfubolta, auk spurningaþáttarins Manstu eftir Manchester United í umsjón Guðmundar Benediktssonar. Stöð 2 Sport 2 – Hemmi Hreiðars og Pepsi Max Á Stöð 2 Sport 2 verður boðið upp á tvo leiki úr úrvalsdeild karla í fótbolta, annars vegar viðureign Vals og Víkings og hins vegar leik FH og Stjörnunnar. Laust eftir miðnætti hefst svo þáttur um Hermann Hreiðarsson og þátttöku hans í ensku úrvalsdeildinni. Stöð 2 Sport 3 – Goðsagnir efstu deildar og Alfreð í Heerenveen Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta verða fyrirferðarmiklar á Stöð 2 Sport 3 þar sem verða sýndir tíu þættir úr frábærri seríu um menn sem allir fótboltaáhugamenn þekkja. Þar verða einnig viðtalsþættirnir 1 á 1 með Gumma Ben en í þeim ræddi hann meðal annars við leikmenn íslenska karlalandsliðsins eftir EM-ævintýrið 2016, og þáttur um Alfreð Finnbogason frá því þegar hann raðaði inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni með Heerenveen. Stöð 2 Golf – The Open Opna breska meistaramótið í golfi frá síðasta ári verður sýnt í heild sinni í dag. Stöð 2 Sport 4 – Rafíþróttir hefja göngu sína Á fyrsta degi Stöð 2 eSport verður hægt að horfa á útsendingu frá úrslitakvöldi KARDS heimsmeistaramótsins, en KARDS er íslenskur spilaleikur sem tengist seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það verður sýnt frá úrslitum fyrsta keppnistímabilsins í Lenovo-deildinni hér á landi, í Counter Strike og League of Legends. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Rafíþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Á meðal annars efnis á Stöð 2 Sport í dag eru leikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta og Dominos-deild karla í körfubolta, auk spurningaþáttarins Manstu eftir Manchester United í umsjón Guðmundar Benediktssonar. Stöð 2 Sport 2 – Hemmi Hreiðars og Pepsi Max Á Stöð 2 Sport 2 verður boðið upp á tvo leiki úr úrvalsdeild karla í fótbolta, annars vegar viðureign Vals og Víkings og hins vegar leik FH og Stjörnunnar. Laust eftir miðnætti hefst svo þáttur um Hermann Hreiðarsson og þátttöku hans í ensku úrvalsdeildinni. Stöð 2 Sport 3 – Goðsagnir efstu deildar og Alfreð í Heerenveen Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta verða fyrirferðarmiklar á Stöð 2 Sport 3 þar sem verða sýndir tíu þættir úr frábærri seríu um menn sem allir fótboltaáhugamenn þekkja. Þar verða einnig viðtalsþættirnir 1 á 1 með Gumma Ben en í þeim ræddi hann meðal annars við leikmenn íslenska karlalandsliðsins eftir EM-ævintýrið 2016, og þáttur um Alfreð Finnbogason frá því þegar hann raðaði inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni með Heerenveen. Stöð 2 Golf – The Open Opna breska meistaramótið í golfi frá síðasta ári verður sýnt í heild sinni í dag. Stöð 2 Sport 4 – Rafíþróttir hefja göngu sína Á fyrsta degi Stöð 2 eSport verður hægt að horfa á útsendingu frá úrslitakvöldi KARDS heimsmeistaramótsins, en KARDS er íslenskur spilaleikur sem tengist seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það verður sýnt frá úrslitum fyrsta keppnistímabilsins í Lenovo-deildinni hér á landi, í Counter Strike og League of Legends. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Rafíþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira