Lægstu laun ekkert skert við skert starfshlutfall Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 18:32 Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. Allir þeir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund eða minna í laun á mánuði munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum samkvæmt aðgerðum stjórnvalda, en samanlagt geta greiðslurnar aldrei verið hærri en 700 þúsund. Færa má starfshlutfallið allt niður í 25 prósnet af fullu starfi. Sá sem nú er með 600 þúsund kónur á mánuði fengi 82 prósent samanlagt í bætur og laun og maður með milljón á mánuði fengi 59% af launum sínum samanlagt í launum og bótum. „Við boðuðum það þegar mælt var fyrir málinu að hlutirnir væru að breytast hratt og við þyrftum að stíga inn af meiri krafti heldur en þar var boðað, sem þó var myndarlegt. Þessi aðgerð að meðal annars fara upp í sjötíu og fimm prósent hlutabætur og tryggja sérstaklega tekjulægsta hópinn,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við teljum að þetta geri úrræðið miklu víðtækara, miklu víðfeðmara en vissulega fer þar af leiðandi það fjármagn sem fer í þetta mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bilinu tólf til tuttugu milljarðar, eftir því hversu margir nýta sér úrræðið,“ segir Ásmundur og bætir við að heildarupphæðin sé meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Upphaflega hafi verið áætlað um að einn og hálfur milljarður færi í aðgerðirnar. „Ég held það sé orðið mjög aðkallandi að við klárum þetta. Við höfum unnið þetta í góðu samstarfi við nefndina og mikilvægt að klára þetta á morgun. Ég veit að nefndin er núna að vinna í nefndaráliti og öðru. Þetta stóra verkefni getur komist af stað strax á morgun.“ Breytingarnar gilda út maímánuð og segir Ásmundur mikilvægt að skoða hvað muni svo taka við. „Það er það sem við þurfum að ræða í framhaldinu. Hlutirnir eru að breytast mjög hratt í okkar samfélagi og við vitum það að það mun þurfa að taka eitthvað við. Það er það sem á að forma á þessum tíma. Þetta skref er orðið gríðarlega myndarlegt og verður líklega eitt af stærstu útspilum stjórnvalda núna í þessum pakka“ segir Ásmundur sem vonar að samstaða náist um málið. Vísir Vísir Vísir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. Allir þeir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund eða minna í laun á mánuði munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum samkvæmt aðgerðum stjórnvalda, en samanlagt geta greiðslurnar aldrei verið hærri en 700 þúsund. Færa má starfshlutfallið allt niður í 25 prósnet af fullu starfi. Sá sem nú er með 600 þúsund kónur á mánuði fengi 82 prósent samanlagt í bætur og laun og maður með milljón á mánuði fengi 59% af launum sínum samanlagt í launum og bótum. „Við boðuðum það þegar mælt var fyrir málinu að hlutirnir væru að breytast hratt og við þyrftum að stíga inn af meiri krafti heldur en þar var boðað, sem þó var myndarlegt. Þessi aðgerð að meðal annars fara upp í sjötíu og fimm prósent hlutabætur og tryggja sérstaklega tekjulægsta hópinn,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við teljum að þetta geri úrræðið miklu víðtækara, miklu víðfeðmara en vissulega fer þar af leiðandi það fjármagn sem fer í þetta mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bilinu tólf til tuttugu milljarðar, eftir því hversu margir nýta sér úrræðið,“ segir Ásmundur og bætir við að heildarupphæðin sé meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Upphaflega hafi verið áætlað um að einn og hálfur milljarður færi í aðgerðirnar. „Ég held það sé orðið mjög aðkallandi að við klárum þetta. Við höfum unnið þetta í góðu samstarfi við nefndina og mikilvægt að klára þetta á morgun. Ég veit að nefndin er núna að vinna í nefndaráliti og öðru. Þetta stóra verkefni getur komist af stað strax á morgun.“ Breytingarnar gilda út maímánuð og segir Ásmundur mikilvægt að skoða hvað muni svo taka við. „Það er það sem við þurfum að ræða í framhaldinu. Hlutirnir eru að breytast mjög hratt í okkar samfélagi og við vitum það að það mun þurfa að taka eitthvað við. Það er það sem á að forma á þessum tíma. Þetta skref er orðið gríðarlega myndarlegt og verður líklega eitt af stærstu útspilum stjórnvalda núna í þessum pakka“ segir Ásmundur sem vonar að samstaða náist um málið. Vísir Vísir Vísir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent