Peter Whittingham, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, Cardiff City og fleiri liða á Englandi, lést í dag, 35 ára að aldri.
It is with an immeasurable amount of sorrow that we must inform supporters that Peter Whittingham has passed away at the age of 35.
— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) March 19, 2020
Club Statement: https://t.co/SGYOx4L2x2 pic.twitter.com/cvkfhRkP1N
Whittingham hafði legið á spítala í öndunarvél frá 7. mars. Hann varð þá fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum eftir að hafa dottið niður stiga á bar þar sem hann var að horfa á leik Englands og Wales í ruðningi ásamt vinum sínum. Whittingham komst aldrei til meðvitundar eftir að hann var fluttur á spítalann í Cardiff.
Whittingham, sem var örvfættur miðjumaður, hóf ferilinn með Aston Villa og lék 66 leiki með liðinu áður en hann gekk í raðir Cardiff 2007.
Hann var í tíu ár hjá Cardiff þar sem hann lék lengi með landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og um tíma með Heiðari Helgusyni.
Whittingham er sjöundi leikjahæsti og níundi markahæsti leikmaður í sögu Cardiff. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina 2013. Whittingham lauk ferlinum með Blackburn Rovers.