Sport

Lýsa yfir gríðarlegum áhyggjum af fjármálum félaganna og vilja byrja mótin þremur vikum eftir bannið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik KR og KA síðasta sumar.
vísir/bára

Stjórn íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu, funduðu í gær og má segja að þau séu uggandi yfir stöðunni.

Eitt af efnunum sem var tekið fyrir á fundi stjórnarinnar í gær voru fjármál félaganna. Þar var óskað eftir viðbrögðum frá KSÍ og yfirlýsing frá ÍTF lögð inn á næsta fundi KSÍ.

„ÍTF lýsir yfir gríðarlegum áhyggjum af fjármálum félaganna. Yfirlýsingin verður send á ÍSÍ, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra,“ segir í fundargerð ÍTF.

Það voru ekki bara fjármál félaganna sem voru rædd á fundinum í gær en einnig var farið yfir mótahaldið. Lögð var tillaga um að félögin fái þrjár vikur í undirbúning eftir að samkomubanni lýkur og þangað til að mótahald hefjist.

Fundargerðina í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×