Var farinn að vona að Eurovison yrði frestað Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2020 12:15 Daði var á línunni frá Berlín í morgun. „Við vorum búin að gera okkur grein fyrir því að þetta væri svolítill möguleiki enda var búið að tala nokkuð mikið um þetta,“ segir Daði Frey í samtali við þá Gulla Helga og Heimi Karlsson í Bítinu í morgun. Þá var hann staddur í Berlín þar sem hann býr ásamt eiginkonu og barni. Í gær kom í ljós að búið væri að aflýsa Eurovision og því fer Daði Freyr og Gagnamagnið ekki út fyrir Íslands hönd til að flytja lagið Think about things í Rotterdam. „Maður var í raun meira að vona að keppninni yrði frestað en þetta er bara eins og það er og ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag og ég er að koma frekar vel út úr þessu.“ Daða var spáð mjög góðu gengi í keppninni í ár og var á tíma spáð sigri samkvæmt veðbönkum. Keppnin verður haldin í Rotterdam að ári en spurningin hvort Daði komi fram fyrir Íslands hönd er ósvarað. „Ég geri ekki ráð fyrir því og veit ekki hvernig þetta verður gert. Það er bara eitthvað sem RÚV ákveður. Ég hef ekki fengið staðfestingu á neinu og í raun veit ég bara það sama og aðrir, það sem kemur fram í tilkynningu frá Eurovision.“ Hann segir að fjárhagslega tjónið í þessu sé eitthvað. Eitthvað fjárhagslegt tjón „Maður er búinn að setja smá í þetta og aðallega tíma sem ég lagði í þetta atriði. En ég er búinn að fá rosalega mikið út úr þessu og hef því ekkert allt of miklar áhyggjur og þetta borgaði sig alveg að taka þátt í þessu. Þetta er orðið allt annar leikvöllur fyrir mig núna. Ég er meira spilaður í Þýskalandi og Svíþjóð heldur en á Íslandi,“ segir Daði sem fær hálfa krónu á hverja spilun á Spotify. „Þetta er ekkert að gera mann moldríkan en eitthvað ágætis auka.“ Hann segir að í Berlín sé verið að loka öllu vegna kórónuveirunnar. „Það er búið að loka öllum börum og kaffihúsum en síðan á að fara lokum flestum búðum um helgina. Maður gengur inn að aftan í strætó og svona en maður sér úti að fólk er mismeðvitað um stöðuna,“ segir Daði sem hefur ekki ákveðið sig hvort hann sendi aftur inn lag í Söngvakeppnina í haust. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16 Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44 Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43 Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
„Við vorum búin að gera okkur grein fyrir því að þetta væri svolítill möguleiki enda var búið að tala nokkuð mikið um þetta,“ segir Daði Frey í samtali við þá Gulla Helga og Heimi Karlsson í Bítinu í morgun. Þá var hann staddur í Berlín þar sem hann býr ásamt eiginkonu og barni. Í gær kom í ljós að búið væri að aflýsa Eurovision og því fer Daði Freyr og Gagnamagnið ekki út fyrir Íslands hönd til að flytja lagið Think about things í Rotterdam. „Maður var í raun meira að vona að keppninni yrði frestað en þetta er bara eins og það er og ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag og ég er að koma frekar vel út úr þessu.“ Daða var spáð mjög góðu gengi í keppninni í ár og var á tíma spáð sigri samkvæmt veðbönkum. Keppnin verður haldin í Rotterdam að ári en spurningin hvort Daði komi fram fyrir Íslands hönd er ósvarað. „Ég geri ekki ráð fyrir því og veit ekki hvernig þetta verður gert. Það er bara eitthvað sem RÚV ákveður. Ég hef ekki fengið staðfestingu á neinu og í raun veit ég bara það sama og aðrir, það sem kemur fram í tilkynningu frá Eurovision.“ Hann segir að fjárhagslega tjónið í þessu sé eitthvað. Eitthvað fjárhagslegt tjón „Maður er búinn að setja smá í þetta og aðallega tíma sem ég lagði í þetta atriði. En ég er búinn að fá rosalega mikið út úr þessu og hef því ekkert allt of miklar áhyggjur og þetta borgaði sig alveg að taka þátt í þessu. Þetta er orðið allt annar leikvöllur fyrir mig núna. Ég er meira spilaður í Þýskalandi og Svíþjóð heldur en á Íslandi,“ segir Daði sem fær hálfa krónu á hverja spilun á Spotify. „Þetta er ekkert að gera mann moldríkan en eitthvað ágætis auka.“ Hann segir að í Berlín sé verið að loka öllu vegna kórónuveirunnar. „Það er búið að loka öllum börum og kaffihúsum en síðan á að fara lokum flestum búðum um helgina. Maður gengur inn að aftan í strætó og svona en maður sér úti að fólk er mismeðvitað um stöðuna,“ segir Daði sem hefur ekki ákveðið sig hvort hann sendi aftur inn lag í Söngvakeppnina í haust.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16 Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44 Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43 Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16
Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44
Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43
Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36