„Mín súrasta stund á ferlinum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 17:00 vísir/getty Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH til margra ára, segir að sín súrasta stund á ferlinum hafi verið úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni sem tapaðist í uppbótartíma. Leikurinn var gerður upp á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportið í kvöld en Ríkharð Óskar Guðnason fékk þá Davíð Þór Viðarsson og Veigar Pál Gunnarsson í settið til sín. „Þetta er mín súrasta stund á ferlinum og breytist ekki úr þessu,“ en Davíð lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. „Að mörgu leyti var þetta samt frábær upplifun að fá taka þátt í þessum leik fyrir allar þessa áhorfendur og sérstaklega í Kaplakrika. Þú hefðir aldrei fengið þessa stemningu á Laugardalsvelli með þennan fjölda.“ „Það var frábær upplifun en auðvitað hvernig þessi leikur fór og að missa af Íslandsmeistaratitlinum það var ótrúlega súrt.“ Klippa: Sportið í kvöld: Davíð um úrslitaleikinn 2014 Veigar segir að bæði lið hafi borið mikla virðingu fyrir hvor öðru og það hafi sést í leikslok þegar liðin tókust í hendur. „Þeir gerðu það enda berum við mikla virðingu fyrir FH-ingum og þeir greinilega til okkar líka. Við skyldum bróðurlega af eftir leikinn. Það hafði ekkert með okkur að gera hvað Kristinn Jakobsson og dómararnir gera,“ sagði Veigar. „Kiddi dæmir leikinn nokkuð vel og vítaspyrnudómurinn er 50/50. Það er hægt að dæma á þetta eða ekki og rangstöðumarkið er ekki Kidda að kenna svo hann dæmir þennan leik mjög vel að mínu mati,“ bætti Veigar við áður en Davíð tók við boltanum að nýju: „Ég er algjörlega sammála því. Eins og þetta lítur út fyrir honum er þetta vítaspyrna og það er ekkert hægt að væla yfir því þótt maður hafi verið brjálaður í mómentinu. Þessi leikur er svo ótrúlega frægur útaf ákvörðunum og það er sorglegt að ákveðnu leyti af því þetta var geggjaður leikur,“ sagði Davíð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH til margra ára, segir að sín súrasta stund á ferlinum hafi verið úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni sem tapaðist í uppbótartíma. Leikurinn var gerður upp á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportið í kvöld en Ríkharð Óskar Guðnason fékk þá Davíð Þór Viðarsson og Veigar Pál Gunnarsson í settið til sín. „Þetta er mín súrasta stund á ferlinum og breytist ekki úr þessu,“ en Davíð lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. „Að mörgu leyti var þetta samt frábær upplifun að fá taka þátt í þessum leik fyrir allar þessa áhorfendur og sérstaklega í Kaplakrika. Þú hefðir aldrei fengið þessa stemningu á Laugardalsvelli með þennan fjölda.“ „Það var frábær upplifun en auðvitað hvernig þessi leikur fór og að missa af Íslandsmeistaratitlinum það var ótrúlega súrt.“ Klippa: Sportið í kvöld: Davíð um úrslitaleikinn 2014 Veigar segir að bæði lið hafi borið mikla virðingu fyrir hvor öðru og það hafi sést í leikslok þegar liðin tókust í hendur. „Þeir gerðu það enda berum við mikla virðingu fyrir FH-ingum og þeir greinilega til okkar líka. Við skyldum bróðurlega af eftir leikinn. Það hafði ekkert með okkur að gera hvað Kristinn Jakobsson og dómararnir gera,“ sagði Veigar. „Kiddi dæmir leikinn nokkuð vel og vítaspyrnudómurinn er 50/50. Það er hægt að dæma á þetta eða ekki og rangstöðumarkið er ekki Kidda að kenna svo hann dæmir þennan leik mjög vel að mínu mati,“ bætti Veigar við áður en Davíð tók við boltanum að nýju: „Ég er algjörlega sammála því. Eins og þetta lítur út fyrir honum er þetta vítaspyrna og það er ekkert hægt að væla yfir því þótt maður hafi verið brjálaður í mómentinu. Þessi leikur er svo ótrúlega frægur útaf ákvörðunum og það er sorglegt að ákveðnu leyti af því þetta var geggjaður leikur,“ sagði Davíð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira