Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa, fyrirtækja og einkarekinna fjölmiðla er meðal þess sem er til skoðunar í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Seðlabankastjóri segir tíðinda að vænta frá bankanum á næstunni. Stjórnarandstaðan kallar eftir auknu samráði.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Gjaldeyristekjur þjóðarinnar gætu lækkað um allt að fjórðung á þessu ári vegna samdráttar í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir sértækum aðgerðum stjórnvalda. Framkvæmdastjóri Nordic Visitor telur að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði ekki lögum um endurgreiðslu breytt. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður farið yfir stöðu faraldursins hér á landi en einungis sex ný smit greindust í gær og hafa þau ekki verið færri í rúman mánuð. Flestir í hópi nýsmitaðra eru ungmenni.

Þá verður rætt við leikhússtjóra sem segja að ekki verði fleiri sýningar þetta leikárið og viðbragðsaðila sem hafa tekið upp á því að dansa til að viðhalda andlegri heilsu. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×