Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. mars 2020 18:07 Fundir Alþingis hófust á ný í dag eftir jólahlé. vísir/vilhelm Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra mælti fyrir um á Alþingi í gær um breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa til að tryggja greiðslu atvinnuleysisbóta á móti lækkuðu starfshlutfalli fólks, verða bætur greiddar ef starfshlutfallið hefur að minnsta kosti lækkað um 20 prósent og starfsmaður heldur hið minnsta 50 prósenta starfshlutfalli. Laun frá vinnuveitanda og greiðslur atvinnuleysisbóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launamanns síðustu þrjá mánuðina á undan. Skulu laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur samkvæmt þessu ákvæði samanlagt aldrei nema hærri fjárhæð en 650.000 kr. á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Skoðum dæmi um hvernig þetta kæmi út miðað við einstök laun. Einstaklingur sem nú er með 350 þúsund krónur á mánuði í fullu starfi og færi í 50 prósent starfshlutfall, fengi 280 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur og lækkuðu laun hans um 70 þúsund krónur. kórónuvírusFoto: HÞ Miðað við sömu forsendur myndi manneskja með 500 þúsund krónur í mánaðarlaun fara í 400 þúsund, lækka um hundrað þúsund og manneskja með 700 þúsund færi í 560 þúsund, lækkaði um 140 þúsund. kórónuvírusFoto: HÞ Manneskja með 900 þúsund króna mánaðarlaun ætti miðað við 80 prósenta regluna að fá 720 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur, en getur ekki fengið meira en 650 þúsund krónur og því myndu laun hennar lækka í þá upphæð eða um 250 þúsund krónur á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Velferðarnefnd Alþingis hefur haft málið til skoðunar allt frá því frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku. Nefndin kom saman til fundar klukkan þrjú í dag og stefndi að því að ljúka málinu til annarrar umræðu fyrir þingfund á morgun. Honum hefur hins vegar ferið frestað til föstudags vegna þess að embættismenn eru að reikna út hvað breytingar á frumvarpinu muni kosta. Meðal annars er verið að skoða að lækka það starfshlutfall sem fólk getur farið í og fengið samhliða atvinnuleysisbætur allt niður í 20 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra mælti fyrir um á Alþingi í gær um breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa til að tryggja greiðslu atvinnuleysisbóta á móti lækkuðu starfshlutfalli fólks, verða bætur greiddar ef starfshlutfallið hefur að minnsta kosti lækkað um 20 prósent og starfsmaður heldur hið minnsta 50 prósenta starfshlutfalli. Laun frá vinnuveitanda og greiðslur atvinnuleysisbóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launamanns síðustu þrjá mánuðina á undan. Skulu laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur samkvæmt þessu ákvæði samanlagt aldrei nema hærri fjárhæð en 650.000 kr. á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Skoðum dæmi um hvernig þetta kæmi út miðað við einstök laun. Einstaklingur sem nú er með 350 þúsund krónur á mánuði í fullu starfi og færi í 50 prósent starfshlutfall, fengi 280 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur og lækkuðu laun hans um 70 þúsund krónur. kórónuvírusFoto: HÞ Miðað við sömu forsendur myndi manneskja með 500 þúsund krónur í mánaðarlaun fara í 400 þúsund, lækka um hundrað þúsund og manneskja með 700 þúsund færi í 560 þúsund, lækkaði um 140 þúsund. kórónuvírusFoto: HÞ Manneskja með 900 þúsund króna mánaðarlaun ætti miðað við 80 prósenta regluna að fá 720 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur, en getur ekki fengið meira en 650 þúsund krónur og því myndu laun hennar lækka í þá upphæð eða um 250 þúsund krónur á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Velferðarnefnd Alþingis hefur haft málið til skoðunar allt frá því frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku. Nefndin kom saman til fundar klukkan þrjú í dag og stefndi að því að ljúka málinu til annarrar umræðu fyrir þingfund á morgun. Honum hefur hins vegar ferið frestað til föstudags vegna þess að embættismenn eru að reikna út hvað breytingar á frumvarpinu muni kosta. Meðal annars er verið að skoða að lækka það starfshlutfall sem fólk getur farið í og fengið samhliða atvinnuleysisbætur allt niður í 20 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52
Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20