Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 12:30 Veigar Páll í leik Stjörnunnar og Inter á San Siro sumarið 2014. vísir/getty Veigar Páll Gunnarsson segir að rauða spjaldið sem hann fékk í frægum leik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn haustið 2014 hafi verið versta augnablikið á ferlinum og það sem hann skammast sín mest fyrir. Veigar Páll var fyrirliði Stjörnunnar í leiknum í Kaplakrika sem var í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn en FH-ingum dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistarar á meðan Stjörnumenn þurftu að vinna. Á 59. mínútu sló Veigar Páll til Hólmars Arnar Rúnarssonar og Kristinn Jakobsson, sem dæmdi þarna sinn síðasta leik á ferlinum, rak hann af velli. Fimm mínútum síðar jafnaði Steven Lennon fyrir FH í 1-1. „Hólmar sagði fullt af ljótum hlutum við mig og hann náði að komast í mínar fínustu. Vel gert hjá honum. En þetta er augnablik sem ég skammast mín fyrir,“ sagði Veigar Páll í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. „Ef þetta hefði farið á hinn veginn og FH hefði unnið hefði ég pottþétt flutt rakleiðis aftur til Noregs. Ef þú sérð myndina af mér í göngunum, mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni. Ég tala nú ekki um þegar FH jafnaði og við vorum ekki búnir að geta mikið í leiknum.“ Veigar Páll beið með að standa upp eftir að hafa slegið til Hólmars. Hann vissi þó hvaða refsing beið hans. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég hafði gert af mér. Ég vissi að ég myndi fá rautt spjald. Ég lá í grasinu og var að drepast í löppinni eftir að Kassim [Doumbia] tók eina hressilega beint í legginn á mér. Ég lá í grasinu og var að reyna að átta mig á þessu og hvernig ég ætti að snúa mér í þessu,“ sagði Veigar Páll. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Þar er einnig rætt við Kristinn um rauða spjaldið sem hann gaf Veigari Páli. Klippa: Sportið í kvöld: Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson segir að rauða spjaldið sem hann fékk í frægum leik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn haustið 2014 hafi verið versta augnablikið á ferlinum og það sem hann skammast sín mest fyrir. Veigar Páll var fyrirliði Stjörnunnar í leiknum í Kaplakrika sem var í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn en FH-ingum dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistarar á meðan Stjörnumenn þurftu að vinna. Á 59. mínútu sló Veigar Páll til Hólmars Arnar Rúnarssonar og Kristinn Jakobsson, sem dæmdi þarna sinn síðasta leik á ferlinum, rak hann af velli. Fimm mínútum síðar jafnaði Steven Lennon fyrir FH í 1-1. „Hólmar sagði fullt af ljótum hlutum við mig og hann náði að komast í mínar fínustu. Vel gert hjá honum. En þetta er augnablik sem ég skammast mín fyrir,“ sagði Veigar Páll í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. „Ef þetta hefði farið á hinn veginn og FH hefði unnið hefði ég pottþétt flutt rakleiðis aftur til Noregs. Ef þú sérð myndina af mér í göngunum, mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni. Ég tala nú ekki um þegar FH jafnaði og við vorum ekki búnir að geta mikið í leiknum.“ Veigar Páll beið með að standa upp eftir að hafa slegið til Hólmars. Hann vissi þó hvaða refsing beið hans. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég hafði gert af mér. Ég vissi að ég myndi fá rautt spjald. Ég lá í grasinu og var að drepast í löppinni eftir að Kassim [Doumbia] tók eina hressilega beint í legginn á mér. Ég lá í grasinu og var að reyna að átta mig á þessu og hvernig ég ætti að snúa mér í þessu,“ sagði Veigar Páll. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Þar er einnig rætt við Kristinn um rauða spjaldið sem hann gaf Veigari Páli. Klippa: Sportið í kvöld: Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira