Vænlegra til árangurs að fara með unglinginn í bíltúr en að setjast á móti honum og spyrja hvað sé að Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2020 16:18 Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna- og unglingageðlæknir, sést hér fremst á myndinni á upplýsingafundinum í dag ásamt Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra. mynd/lögreglan Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir, segir mikilvægt að tala við börn og unglinga um aðra hluti en kórónuveiruna. Þá þurfi foreldrar að geta lesið í það hvernig börn og unglingar sýni að þeim líði illa en það sé mismunandi hvernig sú vanlíðan geti komið fram. Þannig dragi eldri krakkar, unglingar og ungmenni sig gjarnan í hlé og eigi í minni samskiptum við sína nánustu. Þau vilji sjá um þeta sjálf og vilji ekki valda foreldrum sínum áhyggjum. Yngri börn geta hins vegar verið pirruð, átt í erfiðleikum með svefn og haft minni matarlyst. Þetta kom fram í máli Steingerðar á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í dag. Mikilvægt að hvetja unglingana til þess að hitta vini sína Á meðal þess sem Steingerður benti á að væri mikilvægt væri að hvetja börn og ekki hvað síst unglingana til þess að hitta vini sína. Félagsleg virkni væri unglingum mikilvæg og þar af leiðandi skipti máli að umgangast og eiga í samskiptum við jafnaldra sína, þó auðvitað allt innan þeirra marka sem sett eru í samkomubanninu sem nú er í gildi. Steingerður var síðan með góð ráð til foreldra um hvernig hægt sé að ná til unglingsins eða unglinganna á heimilinu. Þar er bíltúr líklegri til árangurs heldur en að sitja á móti unglingnum og spyrja hvað sé að eins og Steingerður lýsti nánar: „Varðandi unglingana þá þurfum við sérstaklega að eiga frumkvæði að því að vera með þeim. Ég segi oft við foreldra ef þú vilt fá unglinginn þinn til að tala við þig þá skaltu fara með hann í bíltúr. Og þá byrja þau að tala við þig mörg hver ef þau sitja við hliðina á þér. Ef þú situr á móti þeim og spyrð hvað er að þá geturðu verið nokkurn veginn viss um að þau fara ekki að tjá sig um það. En ef þau sitja í bíltúr og þú byrjar ekki á því að tala þá oft á tíðum koma upplýsingarnar og áhyggjurnar fram. Muna bara að staðfesta, taka undir og síðan að finna jákvæðar leiðir og hughreysta.“ Hér fyrir neðan má sjá innlegg Steingerðar á upplýsingafundinum í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir, segir mikilvægt að tala við börn og unglinga um aðra hluti en kórónuveiruna. Þá þurfi foreldrar að geta lesið í það hvernig börn og unglingar sýni að þeim líði illa en það sé mismunandi hvernig sú vanlíðan geti komið fram. Þannig dragi eldri krakkar, unglingar og ungmenni sig gjarnan í hlé og eigi í minni samskiptum við sína nánustu. Þau vilji sjá um þeta sjálf og vilji ekki valda foreldrum sínum áhyggjum. Yngri börn geta hins vegar verið pirruð, átt í erfiðleikum með svefn og haft minni matarlyst. Þetta kom fram í máli Steingerðar á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í dag. Mikilvægt að hvetja unglingana til þess að hitta vini sína Á meðal þess sem Steingerður benti á að væri mikilvægt væri að hvetja börn og ekki hvað síst unglingana til þess að hitta vini sína. Félagsleg virkni væri unglingum mikilvæg og þar af leiðandi skipti máli að umgangast og eiga í samskiptum við jafnaldra sína, þó auðvitað allt innan þeirra marka sem sett eru í samkomubanninu sem nú er í gildi. Steingerður var síðan með góð ráð til foreldra um hvernig hægt sé að ná til unglingsins eða unglinganna á heimilinu. Þar er bíltúr líklegri til árangurs heldur en að sitja á móti unglingnum og spyrja hvað sé að eins og Steingerður lýsti nánar: „Varðandi unglingana þá þurfum við sérstaklega að eiga frumkvæði að því að vera með þeim. Ég segi oft við foreldra ef þú vilt fá unglinginn þinn til að tala við þig þá skaltu fara með hann í bíltúr. Og þá byrja þau að tala við þig mörg hver ef þau sitja við hliðina á þér. Ef þú situr á móti þeim og spyrð hvað er að þá geturðu verið nokkurn veginn viss um að þau fara ekki að tjá sig um það. En ef þau sitja í bíltúr og þú byrjar ekki á því að tala þá oft á tíðum koma upplýsingarnar og áhyggjurnar fram. Muna bara að staðfesta, taka undir og síðan að finna jákvæðar leiðir og hughreysta.“ Hér fyrir neðan má sjá innlegg Steingerðar á upplýsingafundinum í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira