HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 07:00 Ágúst Þór Jóhannsson og Róbert Geir Gíslason voru í Seinni bylgjunni í gærkvöld. skjáskot/stöð 2 sport Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var á meðal gesta í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem hann fór yfir stöðuna. Innslagið má sjá hér að neðan. Róbert sagði handboltahreyfinguna ekki hafa kvartað þegar niðurstaðan um algjört handboltahlé lá fyrir síðasta föstudag: „Hreyfingin tók þessu mjög vel. Það var frekar það að hún væri farin að hvetja okkur til þess að „cancelera“. Við vorum farin að sjá leikmenn í liðum sem voru sýktir og komnir í sóttkví, og það var ekkert annað að gera á þeim tímapunkti en að slaufa þessu um óákveðinn tíma og taka vonandi upp þráðinn fljótlega,“ sagði Róbert. „Þegar við frestuðum á föstudaginn vorum við með á teikniborðinu að flýta Olísdeildum karla og kvenna. Við ætluðum að klára þær í þessari viku ef að tækifæri hefði gefist, og þétta deildirnar til að reyna að klára deildakeppnirnar. Það væri vissulega betri staða í dag að vera búin með deildakeppnirnar og eiga bara úrslitakeppnirnar eftir. En það tókst ekki og núna erum við búin að teikna upp sviðsmyndir fyrir það hvernig við getum spilað úrslitakeppnir ef til þess kemur. En það fer í rauninni allt eftir tímarammanum. Hvaða tímaramma við höfum þegar samkomubanninu verður aflétt. Hvort það verða fimm vikur, fjórar vikur... liðin þurfa líka að fá að æfa áður. Við getum því engu svarað um þetta á þessum tímapunkti,“ sagði Róbert. Róbert segir að eins og staðan sé núna þurfi keppni karla að vera lokið 31. maí og keppni kvenna 24. maí, vegna landsliðsverkefna sumarsins. Tíminn er því naumur en ef að hægt verður að spila úrslitakeppnir Íslandsmótanna með einhverjum hætti í vor þá verður það reynt: „Við ætlum að halda því algjörlega opnu. Við erum búnir að teikna upp einhverjar fjórar mismunandi leiðir. Það er hægt að fara í Evrópukeppnisfyrirkomulagið, þar sem liðin spila einn leik heima og einn að heiman. Það er hægt að stytta úrslitakeppnina með því að nóg sé að vinna tvo leiki en ekki þrjá, eða jafnvel að nóg sé að vinna einn leik í 8-liða úrslitum. Það eru alls konar leiðir færar. Villtasta hugmyndin sem við höfum velt upp er að fara í einhvers konar final 4 helgi. Við erum því með alls konar sviðsmyndir uppi en það er ótímabært núna að ræða einhverja ákveðna hugmynd því við vitum ekki hvaða tíma við höfum,“ sagði Róbert. Hann sagðist einfaldlega ekki geta svarað því hvað gert yrði ef ekki yrði meira spilað fyrir sumar. Klippa: Róbert hjá HSÍ í Seinni bylgjunni Seinni bylgjan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var á meðal gesta í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem hann fór yfir stöðuna. Innslagið má sjá hér að neðan. Róbert sagði handboltahreyfinguna ekki hafa kvartað þegar niðurstaðan um algjört handboltahlé lá fyrir síðasta föstudag: „Hreyfingin tók þessu mjög vel. Það var frekar það að hún væri farin að hvetja okkur til þess að „cancelera“. Við vorum farin að sjá leikmenn í liðum sem voru sýktir og komnir í sóttkví, og það var ekkert annað að gera á þeim tímapunkti en að slaufa þessu um óákveðinn tíma og taka vonandi upp þráðinn fljótlega,“ sagði Róbert. „Þegar við frestuðum á föstudaginn vorum við með á teikniborðinu að flýta Olísdeildum karla og kvenna. Við ætluðum að klára þær í þessari viku ef að tækifæri hefði gefist, og þétta deildirnar til að reyna að klára deildakeppnirnar. Það væri vissulega betri staða í dag að vera búin með deildakeppnirnar og eiga bara úrslitakeppnirnar eftir. En það tókst ekki og núna erum við búin að teikna upp sviðsmyndir fyrir það hvernig við getum spilað úrslitakeppnir ef til þess kemur. En það fer í rauninni allt eftir tímarammanum. Hvaða tímaramma við höfum þegar samkomubanninu verður aflétt. Hvort það verða fimm vikur, fjórar vikur... liðin þurfa líka að fá að æfa áður. Við getum því engu svarað um þetta á þessum tímapunkti,“ sagði Róbert. Róbert segir að eins og staðan sé núna þurfi keppni karla að vera lokið 31. maí og keppni kvenna 24. maí, vegna landsliðsverkefna sumarsins. Tíminn er því naumur en ef að hægt verður að spila úrslitakeppnir Íslandsmótanna með einhverjum hætti í vor þá verður það reynt: „Við ætlum að halda því algjörlega opnu. Við erum búnir að teikna upp einhverjar fjórar mismunandi leiðir. Það er hægt að fara í Evrópukeppnisfyrirkomulagið, þar sem liðin spila einn leik heima og einn að heiman. Það er hægt að stytta úrslitakeppnina með því að nóg sé að vinna tvo leiki en ekki þrjá, eða jafnvel að nóg sé að vinna einn leik í 8-liða úrslitum. Það eru alls konar leiðir færar. Villtasta hugmyndin sem við höfum velt upp er að fara í einhvers konar final 4 helgi. Við erum því með alls konar sviðsmyndir uppi en það er ótímabært núna að ræða einhverja ákveðna hugmynd því við vitum ekki hvaða tíma við höfum,“ sagði Róbert. Hann sagðist einfaldlega ekki geta svarað því hvað gert yrði ef ekki yrði meira spilað fyrir sumar. Klippa: Róbert hjá HSÍ í Seinni bylgjunni
Seinni bylgjan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00