Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 22:20 Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. „Það er spáð kannski einum metra á sekúndu og jafnvel áttleysu annað kvöld og fram eftir nóttu. Það eru kjöraðstæður fyrir mengun að safnast upp. Svo er kalt líka þannig það má búast við hitahvarfi sem leggur svona pottlok yfir svæðið þannig mengun kemst síður í burtu,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þeir flugeldasalar sem fréttastofa hefur rætt við segja söluna góða og því útlit fyrir að margir ætli að sprengja nýja árið inn. Þorsteinn segir það í takt við það sem hann hefur heyrt, það stefni jafnvel í metsölu. Íslendingar séu einstaklega skotglaðir. Mikil sala er á flugeldum í ár.Vísir „Við erum að skjóta upp mjög miklu. Fyrir nokkrum árum vorum við að skjóta svipað mikið og Svíar, og þeir eru tíu milljónir á meðan við erum 360 þúsund. Við erum mjög skotglöð og höfum verið það í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þær grímur sem Íslendingar hafa þurft að nota undanfarnar vikur komi að gagni vegna mengunar segir hann þær mögulega gera eitthvað gagn. Það sé þó hægt að finna grímur sem hjálpi meira. „Ef þú vilt fá grímur sem virkilega hjálpa, þá þarftu að fara í byggingarvöruverslun og kaupa rykgrímur. Helst P3-grímur eins og þær heita, þær ná þessu vel.“ Hann segir best fyrir viðkvæma að halda sig innandyra, loka gluggum og takmarka tíma útivið. „Tíminn skiptir líka máli,“ segir Þorsteinn. Veður Áramót Reykjavík Flugeldar Tengdar fréttir Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22 „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Það er spáð kannski einum metra á sekúndu og jafnvel áttleysu annað kvöld og fram eftir nóttu. Það eru kjöraðstæður fyrir mengun að safnast upp. Svo er kalt líka þannig það má búast við hitahvarfi sem leggur svona pottlok yfir svæðið þannig mengun kemst síður í burtu,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þeir flugeldasalar sem fréttastofa hefur rætt við segja söluna góða og því útlit fyrir að margir ætli að sprengja nýja árið inn. Þorsteinn segir það í takt við það sem hann hefur heyrt, það stefni jafnvel í metsölu. Íslendingar séu einstaklega skotglaðir. Mikil sala er á flugeldum í ár.Vísir „Við erum að skjóta upp mjög miklu. Fyrir nokkrum árum vorum við að skjóta svipað mikið og Svíar, og þeir eru tíu milljónir á meðan við erum 360 þúsund. Við erum mjög skotglöð og höfum verið það í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þær grímur sem Íslendingar hafa þurft að nota undanfarnar vikur komi að gagni vegna mengunar segir hann þær mögulega gera eitthvað gagn. Það sé þó hægt að finna grímur sem hjálpi meira. „Ef þú vilt fá grímur sem virkilega hjálpa, þá þarftu að fara í byggingarvöruverslun og kaupa rykgrímur. Helst P3-grímur eins og þær heita, þær ná þessu vel.“ Hann segir best fyrir viðkvæma að halda sig innandyra, loka gluggum og takmarka tíma útivið. „Tíminn skiptir líka máli,“ segir Þorsteinn.
Veður Áramót Reykjavík Flugeldar Tengdar fréttir Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22 „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22
„Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21